Morgunblaðið - 29.01.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 29.01.2013, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 Við skulumekki leitasökudólga,“ var það fyrsta sem Jóhönnu Sigurð- ardóttur datt í hug að segja á blaðamannafundi eftir niður- stöðu EFTA-dómstólsins. Það var fallega hugsað og vel mælt. Vandinn er sá að í þessu tilviki talaði landsdómsforsætis- ráðherrann og hinn sami sem á fyrsta degi sem forsætisráð- herra ákvað að ekki þyrfti að leita sökudólga og ekki rann- saka neitt. Best að hefja atlögu og leyfa ekki þeim sem í hlut ættu að bera hönd fyrir höfuð sér. Sú atlaga er hluti af liðinni tíð og skiptir ekki miklu máli lengur. Steingrímur J. bað um að ekkert sem þau tvö höfðu sagt, engin stóryrði um efnahagslegt öngþveiti, engar hótanir eða svigurmæli yrðu rifjuð upp. Það er kannski rétt að verða við því. En heldur hann að þjóðin muni ekki? Þrjár ítrekaðar tilraunir rík- isstjórnar landsins til að hengja á þjóðina hundruð milljarða í er- lendum skuldbindingum, sem hún myndi burðast með. Meira að segja næstmesti heimadóm- stóll í veröldinni, á eftir Evr- ópudómstólnum, EFTA- dómstóllinn, treysti sér ekki til að leggja sök á Íslendinga. Hvað þá hefði almennur dómstóll sem dæmdi eftir almennum laga- forsendum gert. Jóhanna sagði: Þeir sem sögðu að EFTA-dómstóllinn kvæði ekki upp bindandi dóma vilja nú hafa þessa niðurstöðu bindandi fyrir sig, af því að hún er svona hagstæð. Þetta er fleip- ur. Úrskurðir EFTA-dómstóls- ins eru ekki bindandi fyrir Ís- land vegna þess að landið hefur ekki selt frá sér dómsvaldið í þeim mæli sem gert yrði gengi landið í ESB. Þessi úrskurður „bindur“ því ekki Ísland. En þeir, sem ætluðu að nota hann til að berja Íslendinga eins og þeir gætu með honum geta það á hinn bóginn ekki vegna nið- urstöðu hans. Og dómurinn bindur ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Þetta ættu íslenskir embættismenn að vita og for- sætisráðherrann betur en flest- ir. Jóhanna tók fram á blaða- mannafundi sínum að hún „hefði ekki lesið dóminn“. Hitt hefði verið meiri frétt. En þar sem hún „hafði ekki lesið dóminn“ veit hún sjálfsagt ekki að í dómnum er tekið sérstaklega fram að tilskipun um inn- stæðutryggingarkerfið eigi ekki við, verði kerfishrun í banka- starfsemi einstakra landa. Þessu var haldið fram í viðtali hér í Morgunblaðinu þegar hinn 5. júlí 2009. Fékk sú fullyrðing hastarleg viðbrögð þeirra sem sögðu að Íslendingar ættu „ekki annan kost en að semja“ eins og þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins tók fram í leiðara þess hinn 6. júní 2009, en hann studdi fyrsta Icesave-samninginn, þann vit- lausasta af þremur vondum, eins og ríkisstjórnina almennt. Í ritstjórnargrein í Morg- unblaðinu þann dag segir: „Samkomulag vegna skulda út af Icesave-reikningunum á Bretlandi og Hollandi liggur nú fyrir og bíður meðferðar á Al- þingi. Upphæðirnar, sem í húfi eru hafa ekki verið neitt laun- ungarmál. Samkomulagið kveð- ur á um að skilanefnd Lands- bankans gefi út skuldabréf að andvirði 630 milljarða króna og verður höfuðstóllinn samsettur úr 2,2 milljörðum punda og 1,1 milljarði evra. Vextir eru 5,5 af hundraði á ári. Ekki er gert ráð fyrir neinum afborgunum næstu sjö árin, en síðan greiðist upp- hæðin upp á sjö árum. Vextir fyrsta árið yrðu hátt í 40 millj- arðar króna. Verði ekkert greitt af láninu næstu sjö árin verður skuldin komin í 989 milljarða króna með vöxtum og vaxtavöxt- um.“ Ríkisstjórnin og stuðnings- menn hennar voru með öðrum orðum tilbúin að setja klafa á ís- lenska þjóð með hámarksáhættu upp á 989 milljarða króna í er- lendri mynt, en frá því myndu svo dragast þær eignir sem fengjust upp í og fullkomin óvissa ríkti um á þeim tíma. Og ekki átti að láta á neitt reyna fyrir dómi. Af hverju ekki? Þessu svaraði ritstjórinn og innanbúðarmaður hjá ríkis- stjórninni þannig í sama leiðara: „Efasemdir hafa komið upp um hvort skuldbindingin um inn- stæðutrygginguna stæðist, en Evrópusambandið kom því til skila svo ekki varð um villst að ekki væri áhugi á að láta á það reyna – slíkar efasemdir gætu kallað fram áhlaup á banka um alla Evrópu. Því var komið á framfæri við íslensk stjórnvöld að það væri sameiginleg afstaða allra aðild- arríkja Evrópusambandsins að leggjast gegn því að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn aðstoðaði Íslendinga yrðu kröfur Breta og Hollendinga ekki viðurkenndar og gengið til samninga um Ice- save. Stjórnvöldum var því nauðugur einn kostur.“ Með öðrum orðum þá dugðu hótanir og hvísl til að draga all- an dug og kjark úr íslensku rík- isstjórninni og stuðnings- mönnum hennar á ólíklegustu stöðum. En gripið var inn í. For- setinn varð við áskorunum. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Þjóðin reyndist ekki jafn kjarklaus og ríkisstjórnin og handbendi hennar. Og nú er endanlega staðfest það sem þjóðin hafði á tilfinningunni, að henni „ber ekki að greiða skuldir óreiðu- manna“. Þjóðin var í rétti, rík- isstjórnin brotleg} Þjóðin vann – ríkisstjórnin tapaði Í afbragðsleikriti Hávars Sigurjóns- sonar, Jónsmessunótt, heldur ein per- sónan því fram þegar draugar hins liðna virðast ætla að ríða fjöl- skyldufögnuði á slig að ekkert skipti máli nema núið, hvorki fortíðin, né framtíðin, aðeins núið. Engum tilgangi þjóni að velta sér upp úr fortíðinni, aðeins núið sé til. Persónan, sem mælir þessi orð í leikritinu, uppsker háðsglósur og rætnar athugasemdir. Þessi lífssýn fékk hins vegar byr undir báða vængi í gær þegar þeir, sem hvað harðast börð- ust gegn því að gert yrði samkomulag um Ice- save, fögnuðu sigri. Í þeirra huga mátti einu gilda um fortíðina, núið var allt sem skipti máli og því átti þjóðin öll að kasta baksýnisspegl- unum og fagna. Athyglisverð voru orð Lars Christensen hjá Danske Bank, sem hefur verið iðulega strokið mönnum öf- ugt með ummælum sínum um íslenskt efnahagslíf. Hann sagði að þótt sýknan væri sigur fyrir íslenskt efnahagslíf hlyti hún að kalla á sjálfsskoðun sitjandi ríkisstjórnar. Hefði Ólafur Ragnar Grímsson forseti ekki neitað að skrifa undir lögin um Icesave hefði Ísland setið uppi með reikninginn, sem það sleppur nú við. „Íslenska stjórnin hélt að það yrði besta niðurstaðan í málinu,“ segir Christiansen. „Nú höfum við fengið niður- stöðu, sem er talsvert betri. Þótt hún sé sigur fyrir ís- lenskt efnahagslíf er hún líka dálítið langt nef til ríkis- stjórnarinnar, sem ætlaði að setja lögin um Icesave.“ Dómurinn er afgerandi. Dómarar EFTA- dómstólsins tóku sérstaklega til þess að í til- skipunum ESB væri að finna fyrirvara sem „sérstaklega miðar að því að koma í veg fyrir að kostnaði af meiriháttar bankagjaldþroti sé velt yfir á ríkið með óhóflegum hætti“. Íslandi hafi því ekki borið að borga þegar trygginga- fyrirkomulagið brást. Þessi niðurstaða er ánægjuleg og þeir eiga þakkir skildar, sem veittu stjórnvöldum viðspyrnu þegar kyngja átti kröfum Breta og Hollendinga. Ísland er ekki komið á lygnan sjó þrátt fyrir þessa niðurstöðu. „Upphaflega átti að beita sér fyrir samfélagssátt [um skuldavanda almenn- ings] en ekki láta erlenda kröfuhafa njóta sér- staks forgangs sem standa þyrfti vörð um,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður og fyrrver- andi ráðherra Vinstri grænna, í viðtali í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um helgina. „Við áttum fyrst og fremst að forgangsraða í okkar eigin samfélagi. Það var hægt í upphafi, en það verður æ þyngra eftir því sem lengra líður. Og við stöndum frammi fyrir því núna að við munum aldrei geta greitt út til þeirra kröfuhafa, sem eiga bankana og safna upp eignum og arði. Við munum ekki í sjáanlegri framtíð eignast gjaldeyri til að kaupa þá út og hleypa þeim úr landi. Sú snjóhengja vofir yfir okkur, af því að málið var ekki leyst í upphafi eins og hefði átt að gera.“ Þessi snjóhengja er hluti af núinu, en núhyggjumenn- irnir virðast einfaldlega ætla að bíða eftir að hún verði for- tíð og munu ugglaust hrósa sigri um síðir. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Í núinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Íumsögn meirihluta alls-herjar- og menntamálanefndarum stjórnarskrárfrumvarpiðsegir að nefndinni hafi verið kynnt nokkuð hörð gagnrýni á grein- argerð frumvarpsins. Í umsögninni segir að greinargerðin sé 210 blaðsíð- ur og samanstandi af skýringum stjórnlagaráðs og viðbótum sérfræð- ingahópsins sem fór yfir frumvarpið og skilaði af sér áliti í nóvember síð- astliðnum. Allsherjar- og mennta- málanefnd var bent á að þessi til- högun gerði texta greinarinnar óskýran. „Betur hefði farið á því að endurskrifa texta greinargerðarinnar en að flétta textana saman með þess- um sundurleita hætti sem gerði það að verkum að oft væri óljóst hver raunverulega skýring við greinina ætti að vera,“ segir í umsögn nefnd- arinnar um frumvarpið. Torveldar túlkun Ennfremur segir í umsögninni að mikilvægt sé að nýrri stjórnarskrá fylgi greinargerð sem sé skýr og til þess fallin að nýta sem lögskýr- ingagagn, vilji stjórnarskrárgjafans þurfi að liggja skýrt fyrir. „Óskýrleiki greinargerðarinnar getur orðið til þess að erfitt verður að leysa úr álita- málum sem upp kunna að koma eða að slíkar úrlausnir verði andstætt vilja stjórnarskrárgjafans við setn- ingu ákvæða,“ segir í umsögn meiri- hluta allsherjar og mennta- málanefndar. Meirihluti nefndarinnar leggur sérstaka áherslu á að texti ákvæða og greinargerðar sé eins skýr og afdráttarlaus og unnt er. Þannig megi draga úr þeim túlkunarvanda sem dómstólar geta staðið frammi fyrir þegar þeir fá ný ákvæði til um- fjöllunar. Á meðal fræðimanna sem hafa bent á óljós áhrif greinargerð- arinnar sem lögskýringagagns er Björg Thorarensen, lagaprófessor við HÍ. Þá lýsti Tryggvi Gunnarsson, um- boðsmaður Alþingis, svipuðum áhyggjum í umsögn um stjórnar- skrárfrumvarpið. Í umsögn frá meirihluta atvinnu- veganefndar um frumvarpið kemur að einhverju leyti fram svipuð gagn- rýni á skýrleika greinargerðar. Í um- sögninni er athygli vakin á því að á fundum nefndarinnar hafi komið fram að skýringar sem fylgdu frumvarpi stjórnlagaráðs voru samdar eftir að stjórnlagaráð lauk störfum, texti skýringanna hafi því aldrei verið bor- inn upp til samþykktar í stjórnlaga- ráði. Á laugardaginn skilaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nefndaráliti og breytingartillögu við frumvarp til stjórnskipunarlaga. Því er ekkert til fyrirstöðu að önnur um- ræða um frumvarpið geti hafist á Al- þingi. Endurspegli vilja stjórnarskrárgjafa Ragnhildur Helgadóttir, prófess- or í lögfræði við Háskólann í Reykja- vík, er ein margra fræðimanna sem hafa bent á að skýra þurfi ýmislegt í lögskýringargögnum með stjórn- arskrárfrumvarpinu. En hvaða aðili ætti að fá það hlutverk að bæta við skýringar að mati Ragnhildar? „Það verður í raun og veru að vera einhver frá þinginu, það getur verið í formi framhaldsnefndarálits. En aðalmálið er að hægt sé að átta sig á því hvað breytingarnar þýða og í hvaða átt sé stefnt með stjórnarskrárbreyting- unum,“ segir Ragnhildur. Hún bætir við að í sjálfu sér væri ekkert því til fyrirstöðu að færa sérfræðihóp utan þingsins það hlutverk að skýra greinargerðina. „Aðalatriðið er að plaggið sem kemur út úr slíkri vinnu sé til skýringar og end- urspegli vilja stjórnarskrárgjaf- ans,“ segir Ragnhildur. Greinargerðin óskýr og þarfnast lagfæringa Morgunblaðið/Styrmir Kári Tillögur stjórnlagaráðs Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem fer með stjórnarskrármálið hafa haft í nógu að snúast að undanförnu. Valgerður Bjarnadóttir, formað- ur eftirlits- og stjórnskipunar- nefndar, segir að nefndarmenn séu meðvitaðir um áhyggjur vegna óskýrleika greinargerðar stjórnarskrárfrumvarpsins. „Við höfum fengið ábendingar um að skýra þurfi greinargerð- ina og ég held að það megi taka undir þær, að það þurfi að skýra hana (greinargerðina) áður en hið endanlega plagg verður til,“ segir Valgerður. Hún segir of snemmt að segja til um á hvaða vettvangi vinna við að skýra greinargerð- ina fari fram. Lög- fræðingar þings- ins gætu aðstoðað við þá vinnu en einnig væri hægt að leita til sérfræðinga út fyrir þingið. Meðvituð um áhyggjur ÓSKÝRLEIKI Valgerður Bjarnadóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.