Morgunblaðið - 29.01.2013, Qupperneq 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Það er óhætt að segja að þaðsé þrekvirki að ráðast í þaðað gera kvikmynd upp úrhinum geysivinsæla söng-
leik Les Misérables og að gera hana í
fullri stærð (og lengd). Leikstjórinn,
hinn enski Tom Hooper, gerði árið
2010 „The Kinǵs Speech“ sem óþarft
er að kynna fólki.
Vesalingarnir eiga margt sameig-
inlegt með sögu Georgs VI í kvik-
myndagerðarsamhengi enda báðar
sögur af baráttu og flóknum sam-
skiptum manna í milli og stílbragð
leikstjórans er sterkt og vel hægt að
sjá að sami maður var við stjórnvöl-
inn.
Sagan segir af Jean Veljean (Hugh
Jackman), dæmdum glæpamanni,
sem fyrir náð og miskun biskups
eins, Myrel að nafni, fær annað tæki-
færi til að verða ærlegur maður.
Hann stofnar verksmiðju og verður
bæjarstjóri bæjarins síns og lifir
áhyggjulausu lífi þar til lög-
reglustjórinn Javert (Russell
Crowe), hans gamli kvalari úr fanga-
búðunum, kemur í bæinn og þykist
þekkja fanga númer 24601. Veljean
leggur á flótta en í millitíðinni bjarg-
ar hann fyrrverandi starfsstúlku
sinni, Fantine (Anne Hathaway), úr
viðjum vændis til þess eins að sitja
yfir henni á dánarbeðnum en þar lof-
ar hann að annast dóttur hennar sem
hún hafði komið í fóstur hjá kráareig-
endunum herra og frú Thénardier
(Sacha Baron Cohen og Helena Bon-
ham Carter).
9 árum síðar fáum við aftur veður
af Veljean þar sem hann er búsettur í
París ásamt kjördóttur sinni, Cosette
(Amanda Seyfried), dóttur Fantine.
Þegar þar er komið sögu erum við
stödd í miðri júníbyltingunni sem átti
sér stað á götum Parísar árið 1832.
Af frammistöðu einstakra leikara
er margt að segja. Ber þá fyrst að
nefna þann mann sem fyrstur birtist
á skjánum, Russell Crowe. Þótt
Crowe sé vel til þess fallinn að leika
hinn valdmannslega Javert er ekki
ofsagt að söngrödd hans er síður en
svo til þess fallin að flytja þessa tón-
list. Hugh Jackman á það hrós og
þær tilnefningar sem hann hefur
hlotið vel skilið. Það er engum blöð-
um um það að fletta að hann er fjöl-
hæfur með eindæmum og tvímæla-
laust stórleikari. Því miður hefur
hann ekki heldur rödd til að bera
þetta stóra sönghlutverk. Vissulega
er hann sýnu skárri en Crowe en
engu að síður ekki nógu góður til að
klára þessi lög vel. Það er kannski
ósanngjarn samanburður en und-
irrituðum fannst Þór Breiðfjörð
margfalt betri í sama hlutverki í upp-
færslu Þjóðleikhússins á sama verki.
Anne Hathaway og Amanda Seyfried
eru báðar mjög góðar og vel sínum
hlutverkum vaxnar enda báðar af-
bragðs leikkonur og þokkalegustu
söngkonur. Þær eru báðar duglegar
að mjólka tárin og að mínu viti má
vart á milli sjá hvor stendur sig bet-
ur.
Það er í raun frekar merkilegt að
söngleikur sem er að öllu jöfnu mjög
fastur í formi og ekki má setja upp án
blessunar eigenda höfundarréttar
þess efnis að það sé gert rétt skuli fá
þá meðferð sem hann fær. Bún-
ingahönnuðurinn sem hefur aug-
ljóslega haft í nógu að snúast er til-
nefndur til óskarsverðlauna ásamt
förðunar- og hárhönnuðum og er það
vel skiljanlegt. Hitt er flóknara að
skilja hvers vegna myndin er tilnefnd
fyrir bestu hljóðblöndun. Hljóðið er á
köflum frekar einkennilegt og ber
þar helst að nefna upphafsatriðið
sem gerist úti undir berum himni en
hljómar eins og allir séu að syngja
inni í trékassa. Einnig er hljóm-
sveitin allt of oft í bakgrunni þegar
hana mætti nota til að skila dýnamík-
inni og kraftinum inn í heildar-
hljóðheiminn. Eins er oft mjög frjáls-
lega farið með tímasetningar í
tónlistinni. Leikarar toga og teygja
frasana og oft fylgir hljómsveitin
með. Þetta er vel til þess fallið að
angra þá sem þekkja tónlistina, þó
ekki sé nema að litlu leyti.
Þetta skánar þó talsvert í seinni
hlutanum þegar kemur að stærri
fjöldasöngvum, til að mynda meðal
byltingarbræðranna í París en þar
kynnumst við líka þeim sem standa
upp úr að mínu mati. Persónurnar
Marius (Eddie Redmayne) og Epon-
ine (Samantha Barks) eru lang-
kröftugustu persónurnar og langtum
bestu söngvararnir í myndinni. Ást-
arþríhyrningurinn á milli þeirra og
Cosette er mjög einlægur og maður
skynjar vel sársaukann og tregann
þeirra á milli.
Heilt yfir er Les Misérables samt
stórgóð kvikmynd og frábær
skemmtun ef maður er tilbúinn að
líta á köflum fram hjá því að hún á að
vera söngleikur sunginn af söngv-
urum, eða svo segir hefðin allavega.
Stórbrotin saga í misvel sungnum orðum
Togstreita Óhætt er að segja að það mætist stálin stinn þar sem Javert og Jean Valjean eiga í hlut.
Smárabíó, Laugarásbíó, Há-
skólabíó og Borgarbíó
Les Misérables bbbbn
Leikstjórn: Tom Hooper, leikarar: Hel-
ena Bonham Carter, Russell Crowe,
Hugh Jackman, Anne Hathaway, Sacha
Baron Cohen, Amanda Seyfried, Eddie
Redmayne, Aaron Tveit. Lengd 158 min.
HJALTI ST.
KRISTJÁNSSON
KVIKMYNDIR
Kvikmyndin Argo var valin sú
besta á verðlaunahátíð Sambands
kvikmynda- og sjónvarpsleikara í
Bandaríkjunum, Screen Actors
Guild (SAG), í fyrrakvöld. Argo hef-
ur verið spáð góðu gengi á Óskars-
verðlaunahátíðinni sem haldin
verður í næsta mánuði og þykir
þetta auka enn líkurnar á því að svo
verði. Daniel Day-Lewis hreppti
verðlaun sem besti leikari í aðal-
hlutverki fyrir túlkun sína í Lincoln
og Tommy Lee Jones hlaut verð-
laun fyrir bestan leik í auka-
hlutverki í sömu mynd. Í kvenna-
flokki var það Jennifer Lawrence
sem hlaut verðlaun fyrir bestan leik
í aðalhlutverki, í kvikmyndinni Sil-
ver Linings Playbook og Anne
Hathaway sem besta leikkona í
aukahlutverki fyrir leik sinn í Les
Miserables. Af öðrum verðlaunum
má nefna að dramaþættirnir Down-
ton Abbey og gamanþættirnir Mod-
ern Family hlutu flest verðlaun
þegar kom að sjónvarpsþáttum.
Sigursæll Ben Affleck, leikstjóri
Argo, með SAG-verðlaunagrip.
Argo hlýtur enn
ein verðlaunin
SÉÐ OG HEYRT/VIKAN -EMPIRE
- V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS
RYÐ OG BEIN
ÁST
SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA
SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR
GOLDEN
GLOBE
BESTA
ERLENDA
MYNDIN
3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR
- H.S.S., MBL” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN
- S.S., LISTAPÓSTURINN” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ
-H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
FRÉTTABLAÐIÐ
VESALINGARNIR KL. 4.30 - 8 12
VESALINGARNIR LÚXUS KL. 4.30 - 8 12
DJANGO KL. 4.30 - 8 16
LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 10
THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 3.30 L
VESALINGARNIR KL. 5.50 - 9 12
DJANGO KL. 9 16
LIFE OF PI 3D KL. 6 - 10.20 10
ÁST KL. 5.40 - 8 - 10.10 L
RYÐ OG BEIN KL. 5.50 - 8 L
VESALINGARNIR KL. 6 - 9 12
DJANGO KL. 9 16
THE HOBBIT 3D KL. 6 12
VESALINGARNIR Sýndkl.6-9:20
DJANGO UNCHAINED Sýndkl.6-9:20
THE HOBBIT 3D Sýndkl.9:20
THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar“Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.”
-Séð & Heyrt/Vikan
12
12
12
16
- H.S.S MBL
SÝND Í 3DOG Í 3D(48 ramma)
3 óskarstilnefningar
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is