Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 9
TYGGJÓIÐ 2012 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. * H ei m ild :A C N ie ls en Ca pa ce nt -s öl ut öl ur 6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Mín tilfinning er sú að bók-sala fyrir þessi jól hafiverið jafngóð ef ekki betri en árið á undan sem var mjög gott bóksöluár,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins, en bókaútgef- endur á þessu landi eru nú í óða önn að leggja mat á jólabókaflóðið. Fram hefur komið að sjaldan eða aldrei hafi fleiri bókatitlar komið út á Íslandi en á síðasta ári og Egill tekur svo djúpt í árinni að segja að gæðin hafi að sama skapi sjaldan eða aldrei verið meiri. Sér- staklega hafi árið 2012 verið sterkt skáldsagnaár, bæði hvað varðar magn og gæði. „Það stafar af því að við Íslendingar eigum orðið mjög marga skáldsagnahöfunda í háum gæðaflokki,“ segir hann. Egill segir bókavertíðina hafa farið vel af stað í haust en fyrsta vikan í desember hafi á hinn bóg- inn verið lakari en oft áður. „Eftir þá viku var ég satt best að segja orðinn svolítið áhyggjufullur en það var ástæðulaust, strax í ann- arri viku desember kom verulegur kippur og þegar upp er staðið held ég að útgefendur geti almennt vel við unað. Sala gekk vel fyrir jólin og tilefni til bjartsýni fyrir hönd bókarinnar,“ segir Egill. Sama á við um árið í heild, að sögn Egils. „Það var mikil og góð bókaútgáfa fyrri hluta ársins og salan fín.“ Aukinn fjöldi ferðamanna spilaði þar rullu en Egill segir útgáfu bóka fyrir erlenda gesti okkar Ís- lendinga sífellt vaxandi þátt í starf- semi Forlagsins. „Við gefum á hverju ári út nýjar bækur sem sér- staklega eru ætlaðar ferðamönnum og stígandi hefur verið í þeirri sölu á undanförnum árum. Nýliðið ár var sérstaklega gott í því sam- bandi,“ segir Egill og bætir við að erlendir ferðamenn séu líka farnir að kaupa annars konar bækur en þeir gerðu fyrir fimm til átta ár- um. „Áður voru þetta mest stærri ljósmyndabækur en nú eru það meira minni og ódýrari bækur og fólk kaupir jafnvel meira. Hand- bækur eru líka vinsælar.“ Egill veit það ekki fyrir víst en giskar á að markaðshlutdeild bóka handa ferðamönnum sé á bilinu 5- 10% á ársgrundvelli. Það hlutfall sé vitaskuld mun hærra á sumrin. Skáldverk gefin út að vori Bókaútgefendur á Íslandi hefur lengi dreymt um að dreifa útgáf- unni betur yfir árið og segir Egill jákvæð teikn á lofti í þeim efnum. „Undanfarin ár höfum við verið að auka skáldsagnaútgáfu okkar á fyrri hluta ársins og jafnvel verið með nýjar íslenskar skáldsögur. Þetta hefur mælst vel fyrir og gæti verið upphafið að meiri bókaútgáfu á öðrum árstíma en fyrir jólin.“ Eins og staðan er þá eru það einkum höfundar sem eru að stíga sín fyrstu skref á skáldsagnabraut- inni sem gefnir eru út fyrri hluta ársins en Egill sér vel fyrir sér að rótgrónari höfundar komi til með að sýna því áhuga þegar fram í sækir. „Að vísu eru metsöluhöf- undar eins og Arnaldur Indriðason orðnir svo klassísk jólagjöf að erf- itt yrði að gefa hann út á öðrum árstíma.“ Nema hann fari að skrifa tvær bækur á ári. „Það er fín hug- mynd,“ segir Egill hlæjandi. Aðrar tegundir bóka sem njóta hylli utan jólavertíðarinnar eru ekki síst handbækur er viðkoma landinu og útivist og landakort og atlasar en Forlagið hefur lagt mikla áherslu á bækur af því tagi. Egill segir útgáfu ævisagna, end- urminninga og viðtalsbóka hafa dregist saman á síðustu árum en það sé einfaldlega liður í hefðbund- inni þróun, slíkar bækur eigi án efa eftir að ná vopnum sínum á ný. „Ekki má heldur líta framhjá því að spútníkbók síðasta árs var klár- lega ævisaga Gísla á Uppsölum. Ég held að sú bók hafi gengið bet- ur en nokkur þorði að vona. Staða vandaðra rannsóknaævisagna, eins og ævisögu Nonna, er líka og verð- ur sterk. Það er alltaf rými fyrir vandaðar bækur.“ Egill segir sveiflur af þessu tagi alþekktar. Þannig hafi spennu- sagnahöfundar á borð við Ham- mond Innes og Alistair MacLean verið allra höfunda vinsælastir hér- lendis á árunum 1975-85 en næstu tíu ár þar á eftir hafi ekkert geng- ið að selja spennusögur. „Með til- komu skandinavísku höfundanna og Arnaldar Indriðasonar fór þessi bylgja síðan aftur af stað af fullum þunga og ekkert lát er á henni.“ Ein umtalaðasta bók ársins var Fimmtíu gráir skuggar eftir E.I. Jones. Bækur af því tagi verða seint dálæti gagnrýnenda en Egill segir samt varasamt að skauta framhjá þeim. „Að mínu mati eru vinsældir Fimmtíu grárra skugga um margt sambærilegar við vin- sældir Harrys Potters. Svona bæk- ur draga í mörgum tilvikum nýtt fólk inn í bókabúðirnar, fólk sem alla jafna les ekki mikið. Því ber að fagna enda á bókin í harðri samkeppni í afþreyingarsamfélag- inu.“ Egill Örn Jóhannsson segir áberandi að sala á dýrustu bókunum hafi dregist saman eftir bankahrunið. Morgunblaðið/RAX JÓLABÓKAFLÓÐIÐ AFSTAÐIÐ Alltaf rými fyrir vandaðar bækur EGILL ÖRN JÓHANNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FORLAGSINS, ER ÁNÆGÐUR MEÐ BÓKSÖLU NÝLIÐINS ÁRS. FRAMBOÐIÐ OG GÆÐIN HAFI SJALDAN VERIÐ MEIRI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.