Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 37
NÁÐU TÖKUM Á VERKEFNALISTANUM
Það er til mikill fjöldi af forritum til að halda utan um verkefnalista fyrir
snjallsíma. Aðalatriðið er að velja eitt og halda sig við það. Any.do er
mjög einfalt og þægilegt forrit sem má samstilla á milli síma og tölvu.
Notendaviðmótið er þægilegt og hægt er að flokka verkefni, deila þeim
og skipta niður í hluta. Önnur sambærileg forrit sem hægt er að mæla með
eru Workflowy, Remember the Milk, Wunderlist og Astrid. Samhliða því sem teknir
eru upp verkefnalistar er hægt að nota tækifærið og prófa sig áfram með tímastjórn-
unarforrit líkt og þau sem byggjast á Pomodoro-tækninni, en talsvert úrval er af þeim í
flesta snjallsíma.
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Ubuntu er sú útgáfa af opna stýrikerfinu Linux sem hef-
ur náð hvað mestri almennri útbreiðslu. Fyrirtækið Ca-
nonical, sem sérhæfir sig í Ubuntu lausnum hefur nú til-
kynnt að það sé á lokastigum þess að þróa útgáfu af
Ubuntu fyrir snjallsíma.
Ubuntu mun reyna að skapa sér sérstöðu með því að
staðsetja sig mitt á milli hins harðlæsta iOS stýrikerfis
Apple og hins galopna stýrikerfis Android (sem byggist
líka á Linux grunni). Ubuntu mun notast við sömu rekla
og Android kerfið, sem þýðir að tæknilega ætti að vera
hægt að keyra Ubuntu á öllum Android-símum.
Erfitt að þróa forrit fyrir Android
Eitt af vandamálum Android hefur verið að sökum þess
hve opið kerfið er, þá geta framleiðendur vélbúnaðar
(síma og spjaldtölva) breytt því og aðlagað eftir eigin
höfði, sem gerir framleiðendum forrita erfitt fyrir, því
það þarf að þróa forritið fyrir ólíkar útgáfur stýrikerf-
isins. Canonical hyggst setja ramma um Ubuntu sem
mun ekki gera framleiðendum kleift að breyta kerfinu.
Þetta mun gera framleiðslu forrita fyrir Ubuntu talsvert
einfaldari en fyrir Android. Þá mun Ubuntu ekki notast
við Java lausnir, heldur verður notast við forritun fyrir
kerfið og HTML5, sem ætti að gera stýrikerfið léttara
og viðbragðsfljótara en Android
Það verður forvitnilegt að sjá hvort Ubuntu nær að
skapa sér sérstöðu á markaðnum, en iOS kerfið frá
Apple og Android frá Google hafa borið höfuð og herðar
yfir aðra framleiðendur stýrikerfa.
Microsoft ver um þessar mundir miklu fé í að reyna að
ná fótfestu á markaðnum fyrir Windows snjall-
símastýrikerfi án teljandi árangurs enn sem komið er, og
RIM er um það bil að fara að bjóða upp á 10. kynslóð af
Blackberry stýrikerfinu sem þeir vonast til að blási lífi í
kulnandi glæður áhuga Blackberry-notenda.
sveinnbirkir@gmail.com
LINUX FÆRIR SIG YFIR Í SNJALLSÍMA
Ubuntu stýrikerfi fyrir farsíma væntanlegt
Android og iOS stýrikerfin hafa fram að þessu átt snjall-
símamarkaðinn, en það gæti breyst með Ubuntu-kerfinu.
Morgunblaðið/Kristinn
HÆTTU AÐ REYKJA
Áramótin eru frábær tími til að hætta að reykja. Mörg smáforrit eru
fáanleg sem hjálpa til við það göfuga markmið. Quit It er þægilegt
forrit sem fylgist með því hve langur tími er liðinn frá því að þú hætt-
ir, hve margar sígarettur þú hefur sleppt að reykja á þeim tíma, og
hve mikinn pening þú hefur sparað á því. Það sýnir þér einnig á
myndrænan hátt hvaða ávinning það hefur haft fyrir heilsuna, svo
sem hve mikið hefur dregið úr líkum á reykingatengdum sjúkdóm-
um.
LÆRÐU NÝJA HLUTI
Snapguide er lítið forrit sem hjálpar notendum að útbúa eða nálg-
ast einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að leysa verkefni, hvort sem
það er að baka köku eða skipta um kerti í bílnum. Notendur geta
bæði útbúið og deilt leiðbeiningum um hluti sem þeir eru vel að sér
um, eða nálgast leiðbeiningar um þá hluti sem þeir vilja læra. Þetta er
tilvalið fyrir fólk sem vill taka áskorun á nýju ári og læra nýja hluti. Ef
þú hefur áhuga á annars konar andlegri áskorun má mæla með að
skoða forritið Khan Academy, sem hjálpar þér við að læra ýmiss
konar raunvísindi.
LEGGÐU AF
Vissulega getur það verið bæði erfitt og leiðinlegt að halda í við sig í mat eftir desem-
berveislurnar, en með Dietbet er hægt að breyta því í leik. Líkt og Gympact, þá býður
Dietbet þér beinan fjárhagslegan ávinning af því að ná markmiðum þínum. Dietbet
býður þér að keppa við aðra notendur forritsins. Þú ákveður hvað þú vilt leggja mikið
undir. Ef annar eða aðrir notendur er tilbúnir að keppa við þig um þá upphæð, þá hafið
þið 28 daga til að minnka líkamsþyngd um 4%. Ef það tekst vinnurðu peningana, ef ekki
þá taparðu. Forritið býður þér upp á að deila myndum af árangrinum, matnum eða úr
ræktinni, ásamt því að fá stuðning frá vinum. Lose it er annað app sem er hægt að nota
til að skrá og greina inntöku á hitaeiningum, setja sér markmið, gera áætlanir. tengjast
samfélagi fólks með svipuð markmið og ræða vandamál og sigra.
Opnunartímar:
Smáralind
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330
WalkOnWater
30% afsláttur
MiniCooper
50% afsláttur
iLuv
25% afsláttur
iHealth
20% afsláttur
B&W - heyrnartól
20-30% afsláttur
Dæmi um vörur á útsölu.
B
ir
t
m
e
ð
fy
ri
rv
a
ra
u
m
p
re
n
tv
ill
u
r
o
g
ve
rð
b
re
yt
in
g
a
r.
T
ilb
o
ð
g
ild
a
á
m
e
ð
a
n
b
ir
g
ð
ir
e
n
d
a
st
.
GENEVA
20% afsláttur
15-50%
-fjarstýrður
BYRJAÐU AÐ HLAUPA
Margir ætla sér að byrja að hlaupa á nýju ári, enda er það holl og
skemmtileg hreyfing sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.
Runkeeper er eitt vinsælasta símaforritið á markaðnum fyrir hlaupa-
fólk, jafnt byrjendur sem lengra komna. Forritið tekur saman æfingar,
mælir vegalengdir, hraða, árangur og hlaupaleiðir og er með innbyggðum
æfingaáætlunum sem hjálpa þér af stað og koma þér í form. Það er auð-
velt að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðstoð forritsins, það
er hægt að láta það minna sig á að halda áætlun og auðvelt að tengjast
öðrum notendum og vinum sem fylgjast með árangrinum með þér og
styðja við bakið á þér. Forritið er fáanlegt í bæði iPhone og Android.
Sambærileg forrit sem hægt er að mæla með eru Endomondo og Nike+.