Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 39
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 H vað gerir kona annað í byrjun janúar en aðdrífa sig í leikfimisfötin, drekka nóg af sí-trónuvatni, borða grænmeti, staupa sig með engifer, hætta að veltast um eins og fituhlunk- ur með malt og appelsín í æð, hafa naglasúpu í mat- inn, fara snemma að sofa og setja tappann í flöskuna? Eftir allt desember-stuðið kemur víst að skulda- dögunum og ekki lýgur spegillinn, svo mikið er víst (og heldur ekki vigtin …) Eins notalegt og það er að stöffa sig eins og Foie Gras önd og marinera sig í góðum félagsskap er gjaldið aðeins of hátt fyr- ir þessi skemmtilegheit. En hvernig er hægt að núllstillast án þess að drep- ast hreinlega úr leiðindum og langa til að láta skjóta sér upp með síðustu rakettunum? Eitt besta trix fyrr og síðar, sem hljómar reyndar pínulítið Guggulega, er að kaupa sér ný leikfimisföt. Það skiptir engu máli hvaðan þau koma, bara að þér líði vel og þau framkalli löngun til þess að gera eitthvað annað en að teygja sig í vondu molana í konfektkassanum. Það þarf ekki splæsa í heildress heldur geta nýjar buxur eða stakur toppur gert það að verkum að við nennum að fara. Ef þú ætlar að kaupa þér bæði buxur og bol skaltu alls ekki velja sama dress og gínan í búðinni er klædd í. Það getur endað með ósköpum eins og dæmið hér fyrir neðan sannar. Gamall vinur minn upplifði það einu sinni og lýsti upplifun sinni með hryllingi. Hann hafði verið nánast óhreyfður í nokkur ár þegar eiginkona hans ákvað að grípa í taumana og gaf honum arfasmart leikfim- isdress í jólagjöf, buxur og bol og hvort sokkar og skór voru ekki í pakkanum líka. Í byrjun janúar mætti hann, dálítið lost þarna í tækjasalnum og vissi ekki alveg hvort hann var að koma eða fara, en reyndi að gera gott úr öllu saman. Þegar hann leit í spegilinn í ræktinni var hann bara nokkuð ánægður með sig eða þangað til ógæfan dundi yfir. Hann mætti öðrum manni (sem var alls ekki eins töff og hann sjálfur) í nákvæmlega eins föt- um. Sá hafði líklega keypt dressið af gínunni líkt og eiginkona vinar míns, sem vildi sínum heittelskaða aðeins það besta. Ég gleymi þessari sögu aldrei og svipbrigðunum þegar hann útskýrði þessa hræðilegu lífsreynslu í smáatriðum. Og hvort hann hefur einhvern tímann tekið sénsinn aftur fylgir ekki sögunni. Fyrir jólin kom minn ástkæri eiginmaður fram úr fataherbergi með ermalausan bol úr sleipu efni og spurði hvort það mætti ekki gefa bol- inn í söfnun. Bolinn hafði ég sjálf keypt á hann í einhverjum tryllingi er- lendis í þeirri von um að maðurinn myndi færa lögheimili sitt í líkams- ræktarstöð. Svo varð hinsvegar ekki og dagaði bolurinn uppi í neðstu skúffunni. Bolurinn var þó allt of sleipur eitthvað og fyndinn til að fara í söfnun og ákvað ég að gefa litla bróður mínum hann í grínjólagjöf. Í jólaboðinu beið ég eftir viðbrögðum frá bróður mínum, en þau létu á sér standa þannig að ég spurði hann hvernig honum hefði fundist bolurinn. „Bara fínn, er ermalaust að komast í tísku?“ martamaria@mbl.is Fáðu þér litrík íþróttaföt og vertu í „hot pants“ yfir leikfimibuxunum. Íþróttafötin frá Lululemon eru dásemd. Swift bux- urnar frá Nike eru flottar í ræktina. Splæstu í góð heyrn- artól því þá verður skárra í tækjasalnum. Tangle Teezer Aqua er nauð- synlegur í íþróttatöskuna. „Er ermalaust að komast í tísku?“ Munið að slökkva á kertunum Yfirgefið aldrei vistarveru þar sem kertaljós logar Slökkvilið höfuborgasvæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.