Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 34
IPHONE 4 „Er bæði mín hægri og vinstri hönd. Þessi sími þjónar öllum samskiptum sem hugsast getur. Þarna kemst maður inná ver- aldarvefinn, sendir smá skilaboð, tölvupósta, kemst á skype og margt fleira. Þá er hægt að taka myndir og video sem er einstaklega skemmtilegt því oft nær maður að fanga andartak sem er einstakt,“ segir Bergljót. IPAD „Bjargaði mér alveg þegar ég var hryggbrotin og tölvan var alltof þung í kjöltunni þar sem ég lá í rúminu. Með einum putta tókst mér að koma frá mér mikilli vinnu á milli þess sem ég dormaði. Dóttir mín þriggja ára held- ur mikið upp á þessa græju og fær að fara í hina ýmsu leiki sér til fróðleiks og skemmtunar. Þessa dagana er ég líka að vinna að tölvuleik fyrir ipad svo hann er nauðsynlegt tæki fyrir vinnuna.“ GRÆJUR GELLUNNAR Unnið með puttanum HÚN ER KANNSKI ÞEKKT FYRIR ANNAÐ EN GRÆJUFÍKN, HÚN BERGLJÓT ARNALDS, EN FLEST FÓLK ER HÁÐARA GRÆJUM EN ÞAÐ ÁTTAR SIG Á. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is ZOOM - HANDY RECORDER H4 „Handupptökugræjan flotta er aldeilis búin að vera mér hjálparhella síðustu árin. Ég hef ferðast með hana upp á jökla, inní íshella og ofan í sprungur til að taka upp náttúruhljóð en ég er um þessar mundir að semja tónverk með náttúruhljóðum fyr- ir verkefnið Vox Naturae. Græjan er létt að ferðast með og nær ótrúlega góðum upptökum,“ segir Bergljót. É g er dálítið „allt eða ekkert“ þegar kemur að græjum,“ segir Bergljót. „Annað hvort heilla þær mig upp úr skónum eða þær höfða ekkert til mín. Ég byrja alltaf á því að henda leiðbeiningabæklingnum þannig að ef takkarnir eru of margir og hönnunin flókin þá er það ekki fyrir mig. En vel sköpuð græja með réttu möguleikana gefur lífinu mikið gildi.“ Ljósmynd/Gréta S. Guðjónsdóttir MXL USB.006 „Míkrófónninn sem Baldur í CCP lánaði mér er algjör snilld við hand- ritsgerð. Hann tengir maður beint við tölvuna með usb tengi og þar tekur maður upp á forrit sem er eins einfalt og hugsast getur. Nú les ég allt inn og tek upp á tölvuna. Það sparar mér heilmikla setu á rassinum við skrifborðið en það fer leiðinlega illa í bakið og líkamann. Ég er að vísu rétt að byrja að venja mig við þessa vinnuaðferð og hlakka mikið til að sjá afraksturinn af henni.“ FLYGILLINN KAWAI „Í aldarfjórðung er mig búið að dreyma um að eignast flygil og loks fyrir jól fann ég draumaeintak- ið,“ segir Berg- ljót. „Við náum einstaklega vel saman. Þetta er 182 cm svört eðalsmíði af gerðinni Kawai. Hvert hljóðfæri er einstakt og hefur sinn karakter eins og manneskjan og dýrin.Því getur engin rafmögnuð græja toppað vel skapaðan flygil. Þetta er mín uppá- haldsgræja sem nýtur þess að láta spila á sig. Hann er með djúpan þykkan bassa, klingjandi tæran topp og dásamlega mjúka miðju.“ *Græjur og tækniÁramótaheitin þurfa ekki að vera flókin og snjallsíminn getur hjálpað við að halda þau »36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.