Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 49
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Charlie, Kristínu og Mjallhvíti löngum verið kunn í Íslendingabyggðum í Kanada. „Þetta þótti miklu merkilegra þar en nokkurn tíma hér,“ segir hún og raunar stórmerkilegt, að bæði teiknarinn og fyrirmyndin hafi verið ís- lensk. „Fólk kemst að því þegar það fer til Winnipeg og Gimli að mjög margir þekkja þessa sögu.“ Anna Sigríður rifjar það upp þegar þau hjónin fóru með yngsta soninn til Gimli á Ís- lendingadaginn. „Við vorum í stórum sal þar sem var verið að kynna allt mögulegt og allt í einu stend ég fyrir framan bás þar sem er fullt af myndum af mömmu! Þar er líka mynd af Charlie. Ég rek upp stór augu og þá stendur upp maður sem spyr hvort hann megi segja mér sögu þessarar konu; hún sé íslensk og hafi heitið Kristín Sölvadóttir og verið fyrirmyndin að Mjallhvíti. Maðurinn var meira en lítið undrandi þeg- ar ég sagðist þekkja konuna, en þegar ég sagði honum að hún væri móðir mín missti hann hreinlega andann! Skipaði mér að bíða, fór frá í stutta stund en kom til baka með stóran hóp fólks með sér og tilkynnti: „Þetta er dóttir Mjallhvítar!“ Dóttirin í sömu sporum Heiðurskvöldverður vegna Íslendingadagsins var á dagskrá þennan sama dag og var Önnu Sigríði sérstaklega boðið þangað. „Mér fannst stórkostlegt að upplifa hvað Vestur- Íslendingum finnst sagan af mömmu merki- leg.“ Sigríður Kristín, dóttir Önnu Sigríðar, hef- ur líka verið á Íslendingadeginum. Það var fyrir 16 árum er hún söng í Gimli með Gradualekórnum undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Sigríður Kristín var þá 12 ára. Þegar kórinn hafði lokið við að syngja kall- aði Jón hana fram og kvaðst vilja segja við- stöddum frá því að stúlkan væri barnabarn fyrirmyndar Mjallhvítar. „Það varð víst allt vitlaust! Henni var boðið í heimsóknir og í mat hingað og þangað og fólk vildi fá mynd af sér með henni. Það var mikil upplifun fyr- ir 12 ára stúlku að lenda í þessu.“ Systkini Kristínar Sölvadóttur voru átta. Gaman er að geta þess að eitt þeirra var hinn þjóðkunni Ellert, lengi knattspyrnu- maður í Val í Reykjavík, aldrei kallaður ann- að en Lolli í Val. Það er óneitanlega svipur með Kristínu Sölva- dóttur og Mjallhvíti! Ljósmynd af Kristínu ungri. Frummynd teikningar Charles Thorsson af þeim Kristínu Sölvadóttur, prinsinum og prinsessunni. Myndin er í vörslu Önnu Sigríðar. Hluti af munum Önnu Sigríðar Garðarsdóttur á heimili hennar í Reykjavík. „Ég stefni að því að setja upp lítið safn, það væri til dæmis gaman að bjóða skólakrökkum að koma og skoða.“ Þekktur kanadískur listamaður málaði þessa mynd á húsvegg í Winnipeg á árum áður. Í verkinu miðju eru Charles Thorson og Kristín Sölvadóttir á veitingastaðnumWevel Café. Núverandi eigendur hússins létu mála yfir listaverkið, að sögn Önnu. Mjallhvít og dvergarnir sjö í ævintýrinu sem Walt Disney gerði ódauðlegt með dyggri aðstoð Vestur-Íslendingsins Charles Thorson. „Maðurinn minn var úti á götu í Hollandi fyrir nokkrum árum að bíða eftir leigubíl þegar hann sér eitthvað liggja á gangstétt- inni. Hann ýtir við þessu með fætinum og sér að það er einn kubbur úr púsli – and- litið af Mjallhvíti!“ segir Anna Sigríður. Hún telur að þessi dýrmæti partur hafi verið úr 500 eða 1000 kubba púsli og er hann nú vitaskuld varðveittur í fallegu Mjallhvítarsafni hennar heima í Reykjavík. Önnur ótrúleg tilviljun átti sér stað í borginni Calgary í Kanada árið 1977. Sig- rún, systir Önnu Sigríðar, sem er hjúkr- unarfræðingur, flutti til borgarinnar, og hóf fljótlega störf hjá heimilislækni að nafni Doug Thorson. Eftir að hafa starfað í mánuð hjá lækninum afréð hún að spyrja, vegna ættarnafnsins, hvort vinnu- veitandi hennar kannaðist hugsanlega við mann að nafni Charlie Thorson. Hvort hann gerði! Í ljós kom að teiknarinn, fyrr- verandi unnusti móður Sigrúnar, var föð- urbróðir læknisins. ÓTRÚLEGAR TILVILJANIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.