Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Á sunnudag klukkan 13 býður Útvarpsleik- húsið á Rás 1 upp á dagskrána Skapalón – Skugga-Sveinn. Er það tilbrigði við leikritið Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson. Leikritið fjallar um útilegumenn og er verkið hér sett í samhengi við uppgang skipulagðrar glæpastarfsemi í samtímanum. Í þættinum er rætt við Svein Einarsson leiklistarfræðing um verkið og Stefán Eiríksson lögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Þá eru leikin brot úr uppfærslu Útvarpsleikhússins á leikritinu frá árinu 2005. Skapalón eru útvarpsþættir þar sem unnið er með leikrit úr safni Ríkisútvarpsins og mótað skapalón sem birtir forvitnilega mynd af samtímanum. Umsjónarmenn eru Árni Kristjánsson og Magnús Örn Sigurðsson. TILBRIGÐI VIÐ SKUGGA-SVEIN ÚTILEGUMENN Hið kunna leikrit Matthíasar Jochumssonar veitir þáttargerðarmönnum innblástur. Garðar Thór Cortes kemur í fyrsta skipti fram á einsöngstónleikum á Akureyri. Morgunblaðið/Kristinn Tenórsöngvarinn Garðar Thor Cortes held- ur nýárstónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardagskvöld klukkan 20. Eru þetta fyrstu einsöngstónleikar hans þar í bænum. Gestir hans á tónleikunum verða faðir hans, Garðar Cortes, og Valgerður Guðnadóttir söngkona. Á efnisskránni eru íslensk sönglög og „aðrir gullmolar,“ að sögn Garðars Thors. Tónlistarstjórar á tónleikunum eru þeir Friðrik Karlsson og Óskar Einarsson en þeir útsettu og stjórnuðu upptökum af plötunni Cortes með söngvaranum, en hún seldist af- ar vel og hlaut tilnefningu til bresku tónlist- arverðlaunanna árið 2008. TÓNLEIKAR GARÐARS THORS SYNGUR Í HOFI Leynd hefur verið létt af hálfrar aldar gömlum skjölum sænsku akademí- unnar, sem sýna að hún veitti bandaríska rithöf- undinum John Steinbeck Nóbelsverðlaunin með hálfum huga árið 1962. Steinbeck er í dag talinn einn af jöfrum bandarískra bókmennta en þetta ár var hann tilnefndur til verð- launanna í áttunda sinn. Í skjölunum sést að aðrir sem helst komu þá til greina voru bresku höfundarnir Robert Graves og Law- rence Durrell, hin danska Karen Blixen og franska leikskáldið Jean Anouilh. Einn félaga í akademíunni, Henry Olsson, skrifaði að það væru engir augljósir verð- launahafar það ár og að nefndarmenn væri í heldur „óskemmtilegri aðstöðu“. Meðal áhrifamestu verka Steinbecks eru Mýs og menn, Þrúgur reiðinnar og Austan Eden. VERÐLAUN STEINBECKS SKÁSTUR KOSTUR Steinbeck hreppti Nób- elinn 1962. Síðustu sýningardagar nokkurra athyglisverðra myndlistarsýningaeru í söfnum á höfuðborgarsvæðinu um helgina og full ástæða tilað hvetja fólk til að skunda í söfnin í upphafi nýs árs. Í Hafnarhúsinu lýkur þremur sýningum: News from the Island með verkum eftir pólitíska grafítilistamanninn Dan Perjovschi, samsýning- unni Hreyfingu augnabliksins sem Hafþór Yngvason hefur sett saman og HA, innsetningu Söru Björnsdóttur. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins lýkur á sunnudag sýningunni Teikning – Þvert á tíma og tækni. Snýst hún um teikningu sem tæki til að rann- saka umhverfið. Á henni eru teikningar skoska vísindamannsins Johns Baine sem tók þátt í leiðangri Stanleys til Íslands árið 1789 og auk þess teikningar Önnu Guðjónsdóttur, grafíkmyndir Pers Kirkeby og teikningar eftir höfund sýningarinnar, Þóru Sigurðardóttur. Þá lýkur á sunnudag tveimur sýningum í Hafnarborg. Í Sverrissal er sýning Þuríðar Rósar Sigurðardóttur, Hinumegin, en það er vel hugsuð innsetning sem ber í sér ljóðræna nálgun við hversdagslegan efnivið. Á efri hæð er sýning Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, Laus- lega farið með staðreyndir - sumt neglt og annað saumað fast. Á henni eru ný og persónuleg bútasaumsteppi og önnur ný verk. ÁHUGAVERÐUM SÝNINGUM AÐ LJÚKA Augnablik, Teikning og HA Verk eftir Jóhann Eyfells eru áberandi á sýningunni Hreyfing augnabliksins í Hafnarhúsinu. Fimm aðrir listamenn eiga verk á sýningunni. Ein af áhugaverðum teikningum Skotans Johns Baine á sýningunni í Bogasal Þjóðminjasafnsins. en þær gerði hann hér á landi árið 1789. NÚ UM HELGINA ERU SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ SJÁ AT- HYGLISVERÐAR MYNDLISTARSÝNINGAR, MEÐAL ANN- ARS Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR OG HAFNARBORG. Menning Dr. Jónasi Kristjánssyni leiðist ekkititillinn fræðimannaöldungur semhonum hefur verið gefinn, enda sit- ur hann enn við og grúskar í fornsögum okkar Íslendinga þó hartnær 20 ár séu síðan hann lét af störfum sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Hann segir erfitt að sleppa hendinni af þessu áhugamáli sínu, enda haldi það heilasellunum gangandi að hafa eitthvað að sýsla við. Jónas hefur um áratuga skeið verið ötull við að kynna bókmennta- og sagnaarfinn fyr- ir okkur Íslendingum, bæði í störfum sínum hjá Stofnun Árna Magnússonar og í Hinu ís- lenska fornritafélagi, sem hann hefur helgað krafta sína á undanförnum árum. „Já, ég hef haft nóg að gera við útgáfu á vegum félagsins. Fornritafélagið hefur gefið út íslensk fornrit í 30 bindum, allt frá árinu 1933 þegar Egilssaga kom út. Sigurður Nor- dal bjó þá bók til prentunar,“ segir hann. „Útgáfa þessara 30 binda hefur gengið mishratt en mikill skriður hefur verið á út- gáfunni síðustu árin í forsvari Jóhannesar Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra. Hann hefur rekið félagið áfram af miklum dugn- aði,“ segir Jónas og tekur jafnframt fram að þeir séu jafnaldrar. Að undanförnu hefur fornritafélagið gefið út Konungasögur að beiðni ríkisstjórnarinn- ar, til að færa Norðmönnum að gjöf í tilefni af því að árið 2005 voru 100 ár liðin frá því að Norðmenn hlutu sjálfstæði og konungs- veldið var endurreist. „Okkur tekst vonandi að færa þeim 4. og 5. bindið í sumar,“ segir Jónas. Í Söguþjóð Jónasar kemur hlýhugur í garð Norðmanna berlega í ljós. „Margir töldu það hina verstu ógæfu að lenda undir Noregi um miðja 13. öld, en það var lausn,“ segir Jónas. Hann telur að Hákon konungur Hákonarson og Magnús sonur hans, kallaður lagabætir, hafi verið ágætis húsbændur. Saga þeirra feðga er rakin í síðasta hluta bókarinnar, „Sturlungaöldinni“, og heimildir sækir Jónas í Sturlungasögu Sturlu Þórðarsonar. Sögu- þjóðin hefst hins vegar á landnámsöld, þar sem Jónas byggir m.a. á Landnámu og skrif- um Sturlu Þórðarsonar en heyra má á mæli Jónasar að hann hefur miklar mætur á Sturlu. Þá rekur Jónas söguöldina, þar sem Íslendingasögurnar reyndust haldgóðar heimildir og þaðan fer Jónas yfir í friðaröld- ina, þar sem hann leitaði fanga í Biskupa- sögum. Atkvæðamikill þar var friðarsinninn og guðsorðsmaðurinn Jón Loftsson. Ekki allt fallegt í þessum sögum Jónas segist vona að sem flestir lesi bókina og yrði hann afar þakklátur ef bókin væri notuð í skólum, sérstaklega í elstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum, þó marhóp- urinn væri enginn sérstakur. „Ég vil þó segja að bókin er síst fyrir börn. Það er ekki allt fallegt í þessum sögum, sérstaklega ekki á Sturlungaöldinni.“ Fyrirmynd bókarinnar er sótt í Íslands- sögu Jónasar frá Hriflu, föðurbróður Jón- asar, sem gefin var út snemma á síðustu öld og öll börn voru látin lesa í um hálfa öld. „Maður heyrir það nú, meðal annars í spurn- ingaþáttum í útvarpi og sjónvarpi, að þær kynslóðir sem voru ekki látnar lesa Íslands- sögu frænda míns, standa oft á gati þegar spurt er um fornsögurnar okkar. Þetta er áhyggjuefni og þess vegna tók ég þessa bók saman að fyrirmynd Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Ég sá við upprifjun að það væri ekki hægt að nota þá bók í dag, meðal annars vegna þess hversu illa frændi minn talaði um Dani. Þeim var kennt um allt sem miður fór á Íslandi,“ segir Jónas. Það er því ljóst að það kveður við nýjan tón í umfjöllun um frændþjóðirnar. Bókin er skrifuð á einföldu og fögru nú- tímamáli og auk þess að rekja hinar fornu sögur má lesa um landshætti og loftslag, húsakost, klæðnað, atvinnuhætti, menningu og mannlíf, svo eitthvað sé nefnt. Jónasi hef- ur oft fundist Íslendingasögurnar vanta í Ís- landssöguna. Svör við öllu í Njálu? Jónas er ekki í nokkrum vafa þegar hann er spurður hvort honum finnist fornsögurnar enn eiga erindi við okkur Íslendinga. „Þær eiga fyrst og fremst erindi sem bókmenntir. Íslendingasögurnar eru mikil meistaraverk og snilldarlega vel skrifaðar. Ég hef oft líkt Njálu við Húsafellsmálverk eftir Ásgrím Jónsson. Allar persónur í Njálu voru til og allt hefur gerst sem þar kemur fram. Svo eru hlutirnir fegraðir líkt og litadýrðin í mál- verkum Ásgríms. En ég læt sögurnar standa eins og þær koma fyrir og eftirlæt lesendum að dæma um sannleiksgildið. Nú svo er að finna í þessum bókum alls kyns boðskap. Ég var eitt sinn í útvarps- viðtali með Helga heitnum Haraldssyni, bónda á Hrafnkelsstöðum, sem hefur mikið skrifað um Njálu. Hann sagði í viðtalinu: „Í Njálu eru svör við öllum vandamálum.“ Ég er nú kannski ekki sammála því, en Njála er engu að síður mikið listaverk.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA BÓK Leiðist ekki að vera fræðimannaöldungur FORNSÖGURNAR EIGA ALLTAF ERINDI VIÐ ÍSLENDINGA AÐ MATI DR. JÓNASAR KRISTJÁNSSONAR. HANN REKUR HINAR FORNU SÖGUR Í NÝRRI BÓK, SÖGUÞJÓÐINNI, ALLT FRÁ LANDNÁMI TIL LOKA ÞJÓÐVELDIS. BÓKIN VAR UM ÞRJÚ ÁR Í VINNSLU OG JÓNAS SEGIST HVERGI NÆRRI HÆTTUR AÐ GRÚSKA. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.