Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 HEIMURINN BANDARÍKIN WASHINGTON Bandaríkjaþingi tókst eftir mikið reiptog að afstýra því að sjálfkrafa niðurskurður og skattahækkanir tækju gildi og samþykkti samkomulag, sem meðal annars felur í sér að skatt- ar á einstaklinga með yfir 400 þúsund dollara í tekjur hækka. Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi miða hækkunina við 250 þúsund dollara tekjur, en margir repúblikanar vilja hins vegar engar skattahækkanir. Nú er í vændum pólitískur slagur um hækkun skuldaþaks hins opinbera. INDLAND NÝJA-DELHÍ Mótmæli héldu áfram á Indlandi í kjölfarið á því að hópur manna nauðgaði konu í strætisvagni í Nýju-Delhí, höfuð- borg landsins, í desember. Mennirnir réðust á konuna, börðu hana með járnstöngum og eftir nauðgunina var henni hent út úr strætisvagnin- um og tilraun gerð til að aka yfir hana. Konan lést eftir árásina. Mikil reiði ríkir vegna þessa atviks og eru stjórnvöld sökuð um að láta sér á sama standa um öryggi kvenna. Konur í Nýju- Delhí flykkjast nú á sjálfsvarnarnámskeið. FRAKKLAND PARÍS Stjórnlagadómstóll í Frakklandi dæmdi að fyrirhugaður 75% tekjuskattur á einstaklinga með meira en eina milljón evra í tekjur stangaðist á við stjórnarskrá landsins. Skatturinn er eitt helsta stefnumál sósíalistastjórnar Francois Hollandes forseta og ætlar hún að leggja hann á engu að síður. Leikarinn Gerard Depardieu gagnrýndi skattinn og hótaði að flytja úr landi. Á fimmtudag brástVladimír Pútín, forseti Rússlands, við og veitti Depardieu rússneskan ríkisborgararétt. Í Rússlandi er 13% flatur skattur á allar tekjur. MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ BANGUI Uppreisnarmenn í Mið-Afríkulýðveldinu nálguðust í vikunni höfuðborgina Bangui og stjórn Francois Bozize var völt í sessi. Bozize hefur hug á að efna til viðræðna við uppreisnarmenn og semja um að þeir myndi stjórn með honum, en þeir setja af- sögn hans sem skilyrði. Mið-Afríkulýðveldið er eitt fátækasta ríki Afríku. Bozize komst til valda 2003 og sigraði í kosningum 2005 og 2011, en hefur þurft að glíma við uppreisnir auk þess sem átök í grannríkjum hafa borist til landsins. Margvísleg vandamál blasa við í Venesúela. Efnahagurinn er veikur og fyrir utan olíuvinnslu er enginn öflugur atvinnuvegur í landinu. Verðbólgan er 18% og með því hæsta í S-Ameríku. Glæpaalda gengur yfir landið og þykir það eitt hið óörugg- asta í álfunni og morð eru tíð. Sameinuðu þjóðirnar segja að hlutfallið hafi verið 45,1 morð á hverja 100 þúsund íbúa árið 2011. Óháð samtök í landinu telja að hlutfallið hafi hækkað í fyrra og verið 73 morð á hverja 100 þúsund íbúa, senni- lega það hæsta í heimi. Hugo Chavez, forseti Vene-súela, liggur á sjúkrahúsiá Kúbu með lungnabólgu, sem hann fékk í kjölfarið á aðgerð vegna krabbameins, og er þungt haldinn. Upplýsingaráðherra Vene- súela, Ernesto Villegas, sagði fyrir helgi að Chavez hefði fengið alvar- lega lungnasýkingu eftir aðgerðina, en fullyrti síðan að heilsa forsetans væri nú notuð í herferð til að grafa undan stjórnvöldum og binda enda á sósíalistabyltinguna í landinu. Alþjóðlegt sálfræðistríð Vildi hann vara íbúa Venesúela við „sálfræðihernaðinum, sem alþjóðleg samsteypa fjölmiðla [hefði] leyst úr læðingi“. Háværar kröfur hafa verið í Venesúela um að gerð verði rækileg grein fyrir heilsu Chavez og hvort hann sé í ástandi til að sverja emb- ættiseið 10. janúar eins og ráð er gert fyrir. Stjórnarskrá landsins kveður á um að nýjar kosningar skuli haldnar innan 30 daga geti kjörinn forseti ekki svarið embætt- iseið eða deyi fyrstu fjögur árin í embætti. Kjörtímabilið er sex ár. Nicolas Maduro, varaforseti Venesúela, og Diosdado Cabello, forseti þjóðþingsins, sneru í lok vik- unnar aftur frá Kúbu þar sem þeir heimsóttu Chavez. Þeir fullyrtu að ekki væri verið að undirbúa valda- skipti. „Það er aðeins ein umbreyting og hún hófst fyrir að minnsta kosti sex árum samkvæmt tilskipun Hugos Chavez foringja,“ sagði Maduro. Chavez hefur verið við völd í Venesúela síðan 1999 og var endur- kjörinn í október í fyrra. Hann greindist með krabbamein sumarið 2011 og hefur farið í fjórar aðgerðir síðan. Í kosningabaráttunni lét hann að því liggja að hann væri læknað- ur, en annað kom á daginn. Chavez vill að Maduro verði eftirmaður sinn og hefur mælst til þess við kjós- endur að þeir kjósi hann þurfi að kjósa aftur. Þeir hafa verið bundnir böndum síðan Chavez reyndi að ræna völdum árið 1992 og var varp- að í fangelsi. Þegar Chavez varð forseti sjö árum síðar var Maduro honum við hlið. 2005 varð Maduro forseti þingsins og ári síðar utanrík- isráðherra. Chavez hefur rekið og ráðið ráðherra að vild, en Maduro hefur ávallt haldið stöðu sinni. Maduro fæddist 1962. Faðir hans var verkalýðsleiðtogi og sonurinn átti eftir að feta í fótspor hans. Fyrstu afskipti hans af stjórnmálum voru í stúdentapólitík, en hann út- skrifaðist ekki. Hann gekk í sósíal- istaflokkinn í Venesúela. Hann starfaði sem strætisvagnabílstjóri fyrir almenningssamgöngufyr- irtækið í Caracas, höfuðborg Vene- súela, og stofnaði fyrsta óformlega stéttarfélag starfsmanna þess. „Borgarastéttin hæðist að Mad- uro vegna þess að hann var stræt- isvagnabílstjóri,“ sagði Chavez fyrir skömmu. „Sjáið hvar hann er núna.“ Eins og sporðdrekagreni Sumir segja að Maduro sé opinn og sáttfús. Honum hafi í starfi utanrík- isráðherra tekist að draga úr spenn- unni í samskiptum Venesúela og Kólumbíu. Maria Emma Mejia, fyrrverandi utanríkisráðherra Kól- umbíu, sagði við New York Times að Maduro væri „hófsamur, raun- sær maður“. Aðrir líta á hann sem vinstri rót- tækling, sem bræðurnir Raul og Fi- del Castro hafi tekið ástfóstri við. Hann muni halda áfram andspyrnu við Bandaríkin í anda Chavez. Til vitnis um það eru ummæli hans á þriðjudag þegar hann sagði að „óvinir Venesúela“, sem væru „and- lega veikir, veikir af hatri“ hefðu dreift óhróðri um heilsu Chavez. Maduro getur kveðið fast að orði. Hann kallaði Condoleezzu Rice, sem var utanríkisráðherra Bandaríkj- anna í tíð George W. Bush, „hræsn- ara“ og sagði að í fangelsi Banda- ríkjamanna í Guantanamo hefðu verið framin slík ódæðisverk að leita þyrfti aftur til tíma Hitlers til að finna samanburð. Hann mun hins vegar ekki vera sami ræðu- maður og Chavez, sem iðulega hef- ur flutt margra klukkustunda sjón- varpsræður. Cabello þingforseti er helsti keppinautur Maduros. Cabello sæk- ir áhrif í herinn, en Maduro til borgaralegra afla. Stjórnarand- stöðublaðið El Universal segir að ástandið í stjórnarherbúðunum sé eins og í „sporðdrekagreni“. „Hvernig getur maður, sem ekki hefur lögmæti Chavez og þokka, haldið stjórninni saman og tryggt stuðning almennings?“ spyr Claudia Zilla, sérfræðingur um Venesúela við Vísinda- og stjórnmálastofn- unina í Berlín, í samtali við vefsíðu Der Spiegel og bætir við að það verði þrautin þyngri fyrir arftaka Chavez. Veikindi Chavez valda óvissu FORESTI VENESÚELA LIGGUR FÁRSJÚKUR Á SJÚKRAHÚSI Á KÚBU. RÁÐAMENN Í LANDINU LÍKJA UMFJÖLLUN HEIMS- PRESSUNNAR UM VEIKINDIN VIÐ SÁLFRÆÐIHERNAÐ. FYRR- VERANDI STRÆTÓBÍLSTJÓRI ER LÍKLEGASTI ARFTAKINN. Nicolas Maduro, varaforseti Venesúela (fyrir miðju), þykir líklegastur til að taka við af Hugo Chavez forseta, sem liggur fársjúkur á sjúkrahúsi á Kúbu. Diosdado Cabello, forseti þingsins (til hægri), er hans helsti keppinautur. AFP Leitað á grunsamlegum manni í Caracas. Glæpir eru þar tíðir. ERFIÐ VANDAMÁL * „Allir raunsæir menn vita að vinur okkar, félagi og byltingarleiðtogi, Hugo Chavez, er kominn að lokumhetjulegrar frelsisherferðar sinnar. Heinz Dieterich, fyrrverandi ráðgjafi Hugos Chaves, forseta Venesúela. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.