Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 HEIMURINN BANDARÍKIN WASHINGTON Bandaríkjaþingi tókst eftir mikið reiptog að afstýra því að sjálfkrafa niðurskurður og skattahækkanir tækju gildi og samþykkti samkomulag, sem meðal annars felur í sér að skatt- ar á einstaklinga með yfir 400 þúsund dollara í tekjur hækka. Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi miða hækkunina við 250 þúsund dollara tekjur, en margir repúblikanar vilja hins vegar engar skattahækkanir. Nú er í vændum pólitískur slagur um hækkun skuldaþaks hins opinbera. INDLAND NÝJA-DELHÍ Mótmæli héldu áfram á Indlandi í kjölfarið á því að hópur manna nauðgaði konu í strætisvagni í Nýju-Delhí, höfuð- borg landsins, í desember. Mennirnir réðust á konuna, börðu hana með járnstöngum og eftir nauðgunina var henni hent út úr strætisvagnin- um og tilraun gerð til að aka yfir hana. Konan lést eftir árásina. Mikil reiði ríkir vegna þessa atviks og eru stjórnvöld sökuð um að láta sér á sama standa um öryggi kvenna. Konur í Nýju- Delhí flykkjast nú á sjálfsvarnarnámskeið. FRAKKLAND PARÍS Stjórnlagadómstóll í Frakklandi dæmdi að fyrirhugaður 75% tekjuskattur á einstaklinga með meira en eina milljón evra í tekjur stangaðist á við stjórnarskrá landsins. Skatturinn er eitt helsta stefnumál sósíalistastjórnar Francois Hollandes forseta og ætlar hún að leggja hann á engu að síður. Leikarinn Gerard Depardieu gagnrýndi skattinn og hótaði að flytja úr landi. Á fimmtudag brástVladimír Pútín, forseti Rússlands, við og veitti Depardieu rússneskan ríkisborgararétt. Í Rússlandi er 13% flatur skattur á allar tekjur. MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ BANGUI Uppreisnarmenn í Mið-Afríkulýðveldinu nálguðust í vikunni höfuðborgina Bangui og stjórn Francois Bozize var völt í sessi. Bozize hefur hug á að efna til viðræðna við uppreisnarmenn og semja um að þeir myndi stjórn með honum, en þeir setja af- sögn hans sem skilyrði. Mið-Afríkulýðveldið er eitt fátækasta ríki Afríku. Bozize komst til valda 2003 og sigraði í kosningum 2005 og 2011, en hefur þurft að glíma við uppreisnir auk þess sem átök í grannríkjum hafa borist til landsins. Margvísleg vandamál blasa við í Venesúela. Efnahagurinn er veikur og fyrir utan olíuvinnslu er enginn öflugur atvinnuvegur í landinu. Verðbólgan er 18% og með því hæsta í S-Ameríku. Glæpaalda gengur yfir landið og þykir það eitt hið óörugg- asta í álfunni og morð eru tíð. Sameinuðu þjóðirnar segja að hlutfallið hafi verið 45,1 morð á hverja 100 þúsund íbúa árið 2011. Óháð samtök í landinu telja að hlutfallið hafi hækkað í fyrra og verið 73 morð á hverja 100 þúsund íbúa, senni- lega það hæsta í heimi. Hugo Chavez, forseti Vene-súela, liggur á sjúkrahúsiá Kúbu með lungnabólgu, sem hann fékk í kjölfarið á aðgerð vegna krabbameins, og er þungt haldinn. Upplýsingaráðherra Vene- súela, Ernesto Villegas, sagði fyrir helgi að Chavez hefði fengið alvar- lega lungnasýkingu eftir aðgerðina, en fullyrti síðan að heilsa forsetans væri nú notuð í herferð til að grafa undan stjórnvöldum og binda enda á sósíalistabyltinguna í landinu. Alþjóðlegt sálfræðistríð Vildi hann vara íbúa Venesúela við „sálfræðihernaðinum, sem alþjóðleg samsteypa fjölmiðla [hefði] leyst úr læðingi“. Háværar kröfur hafa verið í Venesúela um að gerð verði rækileg grein fyrir heilsu Chavez og hvort hann sé í ástandi til að sverja emb- ættiseið 10. janúar eins og ráð er gert fyrir. Stjórnarskrá landsins kveður á um að nýjar kosningar skuli haldnar innan 30 daga geti kjörinn forseti ekki svarið embætt- iseið eða deyi fyrstu fjögur árin í embætti. Kjörtímabilið er sex ár. Nicolas Maduro, varaforseti Venesúela, og Diosdado Cabello, forseti þjóðþingsins, sneru í lok vik- unnar aftur frá Kúbu þar sem þeir heimsóttu Chavez. Þeir fullyrtu að ekki væri verið að undirbúa valda- skipti. „Það er aðeins ein umbreyting og hún hófst fyrir að minnsta kosti sex árum samkvæmt tilskipun Hugos Chavez foringja,“ sagði Maduro. Chavez hefur verið við völd í Venesúela síðan 1999 og var endur- kjörinn í október í fyrra. Hann greindist með krabbamein sumarið 2011 og hefur farið í fjórar aðgerðir síðan. Í kosningabaráttunni lét hann að því liggja að hann væri læknað- ur, en annað kom á daginn. Chavez vill að Maduro verði eftirmaður sinn og hefur mælst til þess við kjós- endur að þeir kjósi hann þurfi að kjósa aftur. Þeir hafa verið bundnir böndum síðan Chavez reyndi að ræna völdum árið 1992 og var varp- að í fangelsi. Þegar Chavez varð forseti sjö árum síðar var Maduro honum við hlið. 2005 varð Maduro forseti þingsins og ári síðar utanrík- isráðherra. Chavez hefur rekið og ráðið ráðherra að vild, en Maduro hefur ávallt haldið stöðu sinni. Maduro fæddist 1962. Faðir hans var verkalýðsleiðtogi og sonurinn átti eftir að feta í fótspor hans. Fyrstu afskipti hans af stjórnmálum voru í stúdentapólitík, en hann út- skrifaðist ekki. Hann gekk í sósíal- istaflokkinn í Venesúela. Hann starfaði sem strætisvagnabílstjóri fyrir almenningssamgöngufyr- irtækið í Caracas, höfuðborg Vene- súela, og stofnaði fyrsta óformlega stéttarfélag starfsmanna þess. „Borgarastéttin hæðist að Mad- uro vegna þess að hann var stræt- isvagnabílstjóri,“ sagði Chavez fyrir skömmu. „Sjáið hvar hann er núna.“ Eins og sporðdrekagreni Sumir segja að Maduro sé opinn og sáttfús. Honum hafi í starfi utanrík- isráðherra tekist að draga úr spenn- unni í samskiptum Venesúela og Kólumbíu. Maria Emma Mejia, fyrrverandi utanríkisráðherra Kól- umbíu, sagði við New York Times að Maduro væri „hófsamur, raun- sær maður“. Aðrir líta á hann sem vinstri rót- tækling, sem bræðurnir Raul og Fi- del Castro hafi tekið ástfóstri við. Hann muni halda áfram andspyrnu við Bandaríkin í anda Chavez. Til vitnis um það eru ummæli hans á þriðjudag þegar hann sagði að „óvinir Venesúela“, sem væru „and- lega veikir, veikir af hatri“ hefðu dreift óhróðri um heilsu Chavez. Maduro getur kveðið fast að orði. Hann kallaði Condoleezzu Rice, sem var utanríkisráðherra Bandaríkj- anna í tíð George W. Bush, „hræsn- ara“ og sagði að í fangelsi Banda- ríkjamanna í Guantanamo hefðu verið framin slík ódæðisverk að leita þyrfti aftur til tíma Hitlers til að finna samanburð. Hann mun hins vegar ekki vera sami ræðu- maður og Chavez, sem iðulega hef- ur flutt margra klukkustunda sjón- varpsræður. Cabello þingforseti er helsti keppinautur Maduros. Cabello sæk- ir áhrif í herinn, en Maduro til borgaralegra afla. Stjórnarand- stöðublaðið El Universal segir að ástandið í stjórnarherbúðunum sé eins og í „sporðdrekagreni“. „Hvernig getur maður, sem ekki hefur lögmæti Chavez og þokka, haldið stjórninni saman og tryggt stuðning almennings?“ spyr Claudia Zilla, sérfræðingur um Venesúela við Vísinda- og stjórnmálastofn- unina í Berlín, í samtali við vefsíðu Der Spiegel og bætir við að það verði þrautin þyngri fyrir arftaka Chavez. Veikindi Chavez valda óvissu FORESTI VENESÚELA LIGGUR FÁRSJÚKUR Á SJÚKRAHÚSI Á KÚBU. RÁÐAMENN Í LANDINU LÍKJA UMFJÖLLUN HEIMS- PRESSUNNAR UM VEIKINDIN VIÐ SÁLFRÆÐIHERNAÐ. FYRR- VERANDI STRÆTÓBÍLSTJÓRI ER LÍKLEGASTI ARFTAKINN. Nicolas Maduro, varaforseti Venesúela (fyrir miðju), þykir líklegastur til að taka við af Hugo Chavez forseta, sem liggur fársjúkur á sjúkrahúsi á Kúbu. Diosdado Cabello, forseti þingsins (til hægri), er hans helsti keppinautur. AFP Leitað á grunsamlegum manni í Caracas. Glæpir eru þar tíðir. ERFIÐ VANDAMÁL * „Allir raunsæir menn vita að vinur okkar, félagi og byltingarleiðtogi, Hugo Chavez, er kominn að lokumhetjulegrar frelsisherferðar sinnar. Heinz Dieterich, fyrrverandi ráðgjafi Hugos Chaves, forseta Venesúela. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.