Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Dalamaðurinn Eyþór fékksnemma mjög mikinnáhuga á fuglum. Í sveit- inni voru kjöraðstæður til þess að fylgjast með þeim, þegar hann elt- ist skaut Eyþór fugla sér til matar en er löngu hættur því; skýtur þá hins vegar í gríð og erg í seinni tíð vopnaður myndavél og er ekki síð- ur fingrafimur þar en við orgelið. Og hefur gott auga við þá iðju, eins og fyrir músíkinni. Eyþór Ingi er annar tveggja organista í Akureyrarkirkju en helsta áhugamálið, fyrir utan tón- listina, er ljósmyndun úti í nátt- úrunni. Hann eignaðist góða filmu- vél um tvítugt og tók mikið af myndum. Lagði það áhugamál svo að mestu á hilluna í hálfan annan áratug. Eftir að Eyþóri áskotnaðist góð vél fyrir fjórum árum kviknaði áhuginn á ný og fljótlega var hann orðinn forfallinn! „Ég hef alltaf haft áhuga á fugl- um, atferli þeirri og lífi og hafði strax sem strákur gaman af að lesa mér til um þá og hvernig þeir haga sér.“ Eyþór segir manninn geta lært ýmislegt af fuglinum. Hann segist hafa sérlega gaman af því að fylgj- ast með tilburðum fuglanna á vor- in. „Þá er ákveðin rómantík í loft- inu sem ég held að við mennirnir þurfum að tileinka okkur enn bet- ur; ég hef til dæmis mjög gaman af kríu; hún er minn uppáhalds- fugl. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með því á vorin þegar karlinn dekrar við kerlinguna, fitar hana svolítið fyrir varpið. Það er líka alveg stórkostlegt að fylgjast með tilhugalífinu hjá sumum vað- fuglunum; þar eru í mörgum til- fellum alvöru herramenn á ferð!“ Eyþór segir uppáhaldsfugla sína yfirleitt ekki þá sömu og annarra. Nefndi áður kríuna „sem er mikill karakter, gríðarlega falleg á flugi, og það er magnað hvað hún er hörð af sér. Krían flýgur yfir 70 þúsund kílómetra á ári. Mér finnst máfar líka æðislegir; hettumáfur er stórkostlegur fugl. Gríðarlegur spekingur. Ég er alveg viss um að hann er mjög gáfaður.“ Organistinn segir ljósmyndunina fullkomið tómstundagaman fyrir mann í sínu starfi og við þessa iðju upplifi hann mikla ró og hvíld frá daglegu amstri. „Ég endurnærist þegar ég kem aðeins út fyrir bæ- inn, get legið í fjöru, labbað á fjöll Himbrimi. Kampselur. Kríuungi. Eyþór Ingi Jónsson organisti, kórstjóri og áhugaljósmyndari, bíður augnabliksins við Pollinn. Þúfutittlingur. Þúfutittlingur. Álft. Fuglasöngur organistans EYÞÓR INGI JÓNSSON LEIKUR LISTAVEL Á ORGELIÐ Í AKUREYRARKIRKJU EN KANN LÍKA VEL ÞÁ LIST AÐ FANGA AUGNABLIKIÐ Í GEGNUM LINSUNA ÚTI Í NÁTTÚRUNNI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hettumáfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.