Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaVerðmunur er lítill eftir því hvert er farið með bílinn í skoðun en Tékkland er þó ódýrast Viðhald bifreiða er mikið og allir þekkja sögur af því, eða hafa reynt það sjálfir, að hægt er að lækka útgjaldalið efnahagsreiknings heimilisins veru- lega með því að losa sig við annan af tveimur bílum eða bara hafa engan. Fyrst er að kaupa bíl sem hleypur oftast á milljónum en svo kostar rekstur hans nokkur hundruð þúsund á ári. Þá er mikilvægt að leita eftir lægsta verðinu, hvort sem um bensín eða viðhald er að ræða. Bifreiðaskoðun er einn af þessum útgjaldaliðum sem ekki verður undan komist. Lítill verðmunur á milli fyrirtækja Það eru aðallega þrjú fyrirtæki sem sjá um skoðun á Íslandi í dag og það eru Aðalskoðun, Tékkland og Frumherji. Verðmunur á milli þessara fyr- irtækja er því miður mjög lítill og því ekki hægt að láta eftir sér að keyra langar leiðir til að komast í lægra verð. Bifreið sem er með heildarþunga að 3.500 kílóum kostar heilar 9.840 krónur að láta skoða hjá Aðalskoðun þar sem það er dýrast, en þar sem það er ódýrast, hjá Tékklandi, er það aðeins 895 krónum ódýrara, eða á 8.945 krónur. Fyrirtækið Tékkland er ódýrast í öllum flokkum en alls staðar munar það afskaplega litlu. Þess ber einnig að geta að Tékkland er aðeins með aðstöðu á höfuðborgarsvæðinu. borkur@mbl.is Lítill munur á milli fyrirtækja Hvað kostar að láta skoða? 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Bifreiðar að 3.500 kg heildarþ. Bifreiðar frá 3.500 að 7.500 kg heildarþ.* Bifhjól Létt bifhjól * StarfsleyfiTékklands miðast aðeins við skoðun ökutækja að 4.000 kg 9. 84 0 kr . 8. 94 5 kr . 9. 60 0 kr . 10 .2 40 kr . 9. 84 5 kr . 10 .6 00 kr . 6. 24 0 kr . 5. 75 0 kr . 6. 20 0 kr . 3. 44 0 kr . 2. 95 0 kr . 3. 30 0 kr . N ú þegar glamúr og glys jólanna eru að baki er upplagt að horfast í augu við blá- kaldan veruleikann og koma fjár- málum heimilins í skikkanlegt horf. Breska dagblaðið The Indep- endent hefur lagt sín lóð á vog- arskálarnar með ráðgjöf í tíu efn- isliðum: Ráð 1 Gefðu þér góðan tíma til að fara yfir allar þínar fjárhags- legu skuldbindingar. Skoðaðu eignastöðuna í samhengi við skuldastöðuna og reyndu að meta hvort fjárhagsstaða þín er heil- brigð eða slæm og hvaða áhrif all- ar breytingar á þínum skuldbind- ingum gætu haft á hana. Ráð 2 Reyndu að endurskipu- leggja skuldir þínar og láttu kred- itkorta- og yfirdráttarlán hafa for- gang, þau bera iðulega óhagstæðustu vextina. Tilboð og prútt Ráð 3 Farðu markvisst yfir út- gjöldin. Eigirðu afgang í hverjum mánuði ertu á réttri braut en sértu að eyða umfram það sem þú aflar þarftu að gera viðeigandi ráðstafanir – skera niður. Ráð 4 Vertu hagsýn(n) í inn- kaupum. Skerðu niður hluti sem þú hefur enga þörf fyrir og reyndu að leita eftir tilboðum og jafnvel þjarka við smásalann um verð á nauðsynjavörum. Ráð 5 Settu þér fjárhagsleg markmið. Hvað langar þig til að eignast í framtíðinni og hversu mikið þarftu að þéna til að ná þeim markmiðum? Hugsaðu til lengri tíma Ráð 6 Komdu þér upp varasjóði. Þú veist aldrei hvenær vá verður fyrir dyrum, hvort sem það er bil- aður ketill eða veikindi fjölskyldu- meðlims. Þú verður að gera ráð fyrir slíkum skakkaföllum til að vera undir þau búinn fjárhagslega. Ráð 7 Hugsaðu til lengri tíma. Það er skiljanlegt að fólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í dag hugi ekki að framtíðinni. Samt er þetta lykilatriði, fólk verður að gera ráð fyrir sínum lífeyri. Ráð 8 Gakktu úr skugga um að þú sért ekki að borga of háa skatta. (Sennilega á þetta betur við í Bretlandi en á Íslandi en all- ur er varinn samt góður). Ráð 9 Fylgstu grannt með fjár- festingum þínum. Eru þær að skila tilætluðum árangri eða er ástæða til að endurskoða þær? Gerðu samanburð og reyndu að skilja hvers vegna þessar fjárfest- ingar skila litlu eða miklu. Svo mörg voru þau ráð, nú er bara að taka til hendinni! ENDURSKIPULAGNING FJÁRMÁLA HEIMILISINS Níu heilræði á nýju ári ÁRAMÓT ERU TILVALINN TÍMI TIL AÐ TAKA TIL Í HEIMILIS- BÓKHALDINU. BRESKA DAGBLAÐIÐ THE INDEPENDENT GAF Á DÖGUNUM LESENDUM SÍNUM GÓÐ RÁÐ TIL AÐ FARA EFTIR Á NÝJU ÁRI. ÞAU FARA HÉR Á EFTIR. The Independent hvetur fólk til hagsýni, meðal annars með því að leita eftir tilboðum og prútta um verð. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.