Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingMaraþonhlauparinn Kári Steinn segir sín markmið ekki bundin sérstaklega við áramót »22 R agna Ingólfsdóttir badmintonleikari lagði spaðann á hilluna síðasta sum- ar eftir Ólympíuleikana. Þá hafði hún æft badminton í 21 ár og síðustu 10 ár æfði hún tvisvar til þrisvar á dag. „Ég var ósköp fegin hvíldinni þegar þessi ákvörð- un var tekin og sé ekkert fram á að byrja að spila badminton aftur í bráð og sakna þess í raun ekkert. Ég veit samt að þó að ég hafi ekki áhuga núna þá veit ég auðvitað ekki hvernig þetta verður í framtíðinni,“ segir Ragna. Það eru ekki einungis breytingar á æfingum hjá Rögnu heldur framtíðinni allri þar sem hún hefur mastersnám í lýðheilsuvís- indum við HÍ nú í næstu viku og á von á sínu fyrsta barni í lok maí. „Ég er auðvitað ekkert hætt að æfa til heilsueflingar þó að ég sé hætt að æfa til að keppa. Núna þarf ég samt sem áður að haga æfingum í samræmi við með- gönguna. Ég fer í World Class og lyfti og fer mikið út að ganga. Ég reyni líka að hugleiða og er svolítið í jóga. Það gerir mér gott að hugsa bæði um líkamlega og andlega heilsu. Nú á meðgöngunni hef ég verið miklu meira í löngum göngutúrum en áður og nýt náttúr- unnar í leiðinni. Það er mikil breyting frá því að vera alltaf inni að æfa. Þetta er eitthvað sem ég stefni á að halda áfram að gera eftir að barnið fæðist og eins stefni ég á að halda áfram í jóga. Ég mun samt aldrei hætta að lyfta og styrkja mig.“ Borðar mikið lífrænt Að Ólympíuleikunum loknum hélt Ragna til Flórída í tvo mánuði, bæði til þess að hvílast og eins var hún að leita að hentugu námi og hugðist jafnvel flytja þangað. „Mér leist síðan ekki nógu vel á að búa þarna. Ég er svo mikil Íslandsmanneskja og ákvað því að fara í nám hér á Íslandi. Það var líka mjög skrítið að vera svona lengi í fríi þegar maður er vanur að vera alltaf á fullu. Það var því mjög gott að koma heim aftur og ég hlakka mikið til að byrja í náminu við HÍ.“ Þegar Ragna er innt eftir hvort hún hafi sett sér markmið á nýju ári þá segist hún ekki vera með hrein og klár áramótaheit en hún stefnir á að standa sig vel í móðurhlutverkinu, náminu og að halda áfram að lifa heilsusamlegu lífi. „Síðustu ár hef ég hugsað mjög vel um mataræði, hreyf- ingu og andlega þáttinn. Það skiptir máli að láta sér líða sem best. Ég borða mjög hollan mat og reyni að borða sem mest lífrænt svo ég fái ekki mikið af aukaefnum í líkamann. Ég leyfi mér alveg að borða óhollt stundum en það er í algjöru lágmarki. Ég fæ mér til dæm- is frekar lífrænt nammi en venjulegt.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Breytingar nýju ári * Ég var ósköp feginhvíldinni þegar þessi ákvörðun var tekin og sé ekkert fram á að byrja að spila badminton aftur í bráð og sakna þess í raun ekkert. Ragna Ingólfsdóttir lagði spaðann á hilluna og leggur áherslu á nám og móðurhlutverkið á nýju ári. HVERNIG ÆTLAR FAGFÓLKIÐ AÐ HUGA AÐ HEILSUNNI Á NÝJU ÁRI? Maður uppsker eins og maður sáir ÓLYMPÍUFARARNIR KÁRI STEINN KARLS- SON OG RAGNA INGÓLFSDÓTTIR OG EINKAÞJÁLFARINN SIGURBJÖRG ÁGÚSTS- DÓTTIR SEGJA FRÁ ÆFINGAÁÆTLUNUM SÍNUM OG MARKMIÐUM FYRIR ÁRIÐ 2013. ÞAU SETJA SÉR ÁRSMARKMIÐ FREKAR EN HREIN OG KLÁR ÁRAMÓTAHEIT. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.