Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013
Manchester United hefur oftast orðið enskurbikarmeistari, ellefu sinnum, síðast 2004.Það er langur þurrkur á mælikvarða Sir
Alex Fergusons. Ekkert félag hefur heldur leikið
oftar til úrslita um bikarinn, í átján skipti.
Arsenal kemur næst með tíu sigra, Tottenham
Hotspur átta og Liverpool, Chelsea og Aston Villa
hafa sjö sinnum orðið bikarmeistarar í Englandi.
Tölfræði Tottenham er merkilegust, félagið hefur
aðeins einu sinni lotið í gras í úrslitaleik, gegn Cov-
entry City 1987. Everton hefur oftast allra hirt silfr-
ið, átta sinnum. Þeir karmellingar hafa hins vegar
aðeins fimm sinnum unnið bikarinn. Kallast það ekki
neikvæður höfuðstóll?
Fyrst var leikið um bikarinn veturinn 1871-72 og
fór lið Wanderers þá með sigur af hólmi. Raunar
gerðu þeir flandrarar það ekki endasleppt, unnu
fimm af fyrstu sjö mótunum. Af öðrum bikarmeist-
urum í árdaga má nefna Oxford University, Royal
Engineers, Old Etonians, Old Carthusians og Clap-
ham Rovers.
Leikið var til úrslita hér og þar fyrstu árin en frá
árinu 1923 hefur úrslitaleikurinn farið fram á þjóð-
arleikvanginum, Wembley. Raunar þurfti að leika á
Þúsaldarvellinum í Cardiff frá 2001 til 2006 meðan
nýr þjóðarleikvangur var reistur í Lundúnum. Það
virtist eiga best við Arsenal sem vann bikarinn í þrí-
gang á því tímabili. Hefur ekki séð hann síðan.
Ashley Cole sigursælastur
Bikarkóngar síðustu ára eru Chelsea sem unnið
hafa fjögur af síðustu sex mótum og eru ríkjandi
meistarar. Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba
vann það einstaka afrek að skora í öllum þessum úr-
slitaleikjum.
Lengi vel var úrslitaleikurinn endurtekinn lyki
honum með jafntefli og síðast þurfti að grípa til
þess úrræðis 1993, þegar Arsenal
lagði Sheffield Wednesday í end-
urteknum leik. Nú efna menn reglum
samkvæmt til vítaspyrnukeppni til að
skilja sauðina frá höfrunum og hafa úr-
slit í tvígang ráðist með þeim hætti,
2005 þegar Arsenal vann Manchester
United og 2006 þegar Liverpool hafði bet-
ur gegn West Ham United.
Sigursælasti leikmaðurinn í sögu bikarsins
er enski landsliðsbakvörðurinn Ashley Cole. Hann
hefur unnið mótið sjö sinnum á ellefu árum, þrisvar
með Arsenal og fjórum sinnum með Chelsea.
Peter Schmeichel og Sir Alex Ferguson kampakátir
með bikarinn eftir sigur á Newcastle United vorið
1999. Manchester United vann þrennuna góðu það ár.
Reuters
DJÖFLAR OG
DROGBA
MANCHESTER UNITED HEFUR OFTAST
ORÐIÐ BIKARMEISTARI, 11 SINNUM,
EN CHELSEA RÁÐIÐ LÖGUM OG LOFUM
Í KEPPNINNI SÍÐUSTU ÁRIN.
Bikarmeistarar
gegnum tíðina
Margir eru á því að þokki elstaknattspyrnumóts í heimi, bikar-keppni enska knattspyrnu-
sambandsins, ellegar FA-bikarsins, hafi föln-
að á umliðnum árum. Sú var tíðin að öll lið
vildu vinna bikarinn og eflaust á það enn við,
áherslur hafa á hinn bóginn breyst. Fyrir
hnignun þessa virðulega móts hafa menn
einkum tilgreint þrjár ástæður.
Í fyrsta lagi Meistaradeild Evrópu, hún
sogar til sín mun meiri athygli en Evr-
ópukeppni meistaraliða sáluga gerði og
skyggir um leið á enska bikarinn.
Í öðru lagi einokun fjögurra stærstu félag-
anna í Englandi undanfarinn aldarfjórðung.
Af síðustu 24 mótum hafa Manchester Unit-
ed, Liverpool, Arsenal og Chelsea unnið 20.
Aðeins Tottenham Hotspur, 1991, Everton
1995, Portsmouth, 2008, og Manchester City,
2011, hafa komist upp á milli. Tottenham er
raunar enginn smáklúbbur, heldur ekki
Everton og Manchester City hefur á allra
síðustu árum orðið ríkara en önnur félög.
Með sanngirni má því segja að einu óvæntu
tíðindin í enska bikarnum í aldarfjórðung séu
sigur Hermanns Hreiðarssonar og félaga í
Portsmouth fyrir bráðum fimm árum. And-
stæðingurinn það vorið stakk líka í stúf, Car-
diff City úr næstefstu deild.
Lykilmenn hvíldir
Þriðja ástæðan fyrir hnignun keppninnar er
sú að undanfarin ár hafa mörg félög, ekki
bara þau sterkustu, hvílt sína helstu menn í
bikarleikjum. Þróun sem vont virðist vera að
vinda ofan af og engum manni hefði hug-
kvæmst fyrir tíu til fimmtán árum. Einkum
á þetta við um lið sem heyja harða fallbar-
áttu enda fjárhagslegur ávinningur af því að
hanga í úrvalsdeildinni mjög mikill. En stóru
félögin hafa ekki alltaf ráðið lögum og lofum
í enska bikarnum. Á árunum 1970 til 1980
gerðist það til dæmis í þrígang að lið úr
næstefstu deild (sem þá hét önnur deild eins
og allar slíkar deildir ættu að heita) fóru
með sigur af hólmi; Sunderland 1973, South-
ampton 1976 og West Ham United 1980. Það
hefur ekki gerst síðan. Öll unnu þessi
lið 1:0-sigra og það voru engir au-
kvisar sem gerðu sigurmörkin:
Ian Porterfield, Bobby Stokes
og Trevor Brooking.
Á níunda áratugnum gerðust
ævintýrin einnig. Sigur Everton
1984 var upptakturinn að frekari
sigrum, tveimur Englandsmeist-
aratitlum og sigri í Evrópukepnni
bikarhafa. Blessuð sé minning henn-
ar! Þá höfðu minni spámenn, Cov-
entry City og Wimbledon, hendur á bik-
arnum 1987 og 1988 eftir fræga úrslitaleiki
gegn Tottenham Hotspur og Liverpool.
Líkurnar á því að félag af þeirri stærðar-
gráðu hampi bikarnum í vor eru hverfandi.
Reuters
Fer Aftur-bikarinn
STÓRU LIÐIN HEFJA LEIK Í ENSKU BIKARKEPPNINNI Í KNATTSPYRNU UM HELGINA. Í SÖGULEGU
SAMHENGI ER ÞAÐ EIN STÆRSTA HELGI VETRARINS. ÞAÐ Á VARLA VIÐ LENGUR.
Arsenal lyftir bikarnum árið 2005. Fyrsta liðið til að vinna eftir vítaspyrnukeppni.
Ashley Cole, sigursælasti leikmaðurinn í sögu keppninnar, er þriðji frá vinstri.
Reuters
Michael Owen fagnar
sigurmarki sínu í fræknum
sigri Liverpool á Arsenal
árið 2001.
AP
Didier Drogba, sem skorað hefur í
fjórum úrslitaleikjum með Chelsea,
fagnar sigri á Manchester United
árið 2007 ásamt Frank Lampard,
Claude Makélélé og John Terry.
*Úrslitaleikurinn um enska bikarinn er stærsti knattspyrnu-leikur í heimi á eftir úrslitaleik HM - og við eigum hann.Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri bikarmeistara Ipswich Town 1978.BoltinnORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is