Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 59
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Víð á víða teppi. (10)
4. Það sem gleymist í Galtaskarði? (5)
7. Sönn nái einhvern veginn svíðingnum. (7)
8. Koll helgi í virki. (9)
10. Jú með kviður um tré. (9)
12. Ískur mikils drykkjumanns yfir lútkenndum. (10)
13. Litarefni fyrir tölu er svikið. (6)
14. Styrking útlendings. (5)
15. Blómi úr íþróttafélagi. (5)
16. Er erlent þing með ýfingu? (6)
20. Finnum graf með einni ör og merkjunum. (11)
23. Lita lás í lista lögreglu. (8)
25. Ekkert spænskt fer í laugar á útborgunarborgardögum. (10)
28. Holur fyrir sjófugl eru flottar í byggingum. (9)
29. Vinna iðnaðarmanna á krá einkennist af ofbeldi. (8)
30. Byggðu svæði og iðnaðarhéruð. (8)
32. Kliður nöðru sem hringar sig öðruvísi byggir á skipan. (10)
33. Taugaáfallið sem við fáum á endanum út af efninu. (5)
34. Ljúf við krot með hálfgerð kýli undir bólstri. (12)
LÓÐRÉTT
1. Minningar sem geta ruglast. (9)
2. Baks við kró með kexi. (6)
3. Fullfyllið klæðið (5)
4. Far ört með flóknum göldrum. (6)
5. Askur með ís lendir hjá útlenskum. (7)
6. Hæ, með loforð við menntaskóla liggur vegur heim. (8)
8. Hálferlent helstirni fyrir brýnastar. (7)
9. Er ríki að finna hjá þessum lögreglumanni? (8)
11. Vætan frá vargi er sögð valda ósamkomulaginu. (7)
13. Björgum snoturlegum úr loftbelgsförunum út af gabbi. (5)
14. Tegund guðs birtist með því að framkvæma stærð-
fræðiaðgerð. (5)
17. Tamína fær búr undir hljóðfæri sitt. (9)
18. Skildingur fyrir röklegar frásagnir sem reynast ekki sannar.
(10)
19. Tungumálagagnsemin reynist vera stærðin á raforkuviki. (9)
20. Kunna að meta egg og verðmæti. (8)
21. Ræsir labbandi hrotur. (9)
22. Þær sem eiga marga fugla eru frjóar (8)
24. Einatt með fiskum. (6)
26. Samkynhneigðir elduðu að eigin sögn þegar ólmuðust. (8)
27. Talandi með fram öfugri barsnúru. (8)
31. Yfirgrip taumtaksins. (5)
Það hefur verið gaman að fylgjast
með Guðmundi Kjartanssyni á
hinu fornfræga skákmóti í Hast-
ings sem lýkur nú um helgina.
Hvílíkur baráttukraftur! Eftir
fimm umferðir af tíu var hann
kominn með 4 vinninga af fimm og
árangur uppá 2728 elo-stig og
hafði unnið tvo stórmeistara frá
Úkraínu. Hann átti einnig góða
sigurmöguleika í skákum sínum í
þriðju og fjórðu umferð en mara-
þonviðureigninni við Englending-
inn Jonathan Hawkins lauk eftir
108 leiki og meira en 8 klst. bar-
áttu. Vissulega kom babb í bátinn í
sjöttu umferð þegar hann tapaði
fyrir Litháanum Sarunas Sulskis
en í byrjun þeirra skákar „henti“
Guðmundur þrem peðum í and-
stæðing sinn en sveigði svo biskup
sinn í vitlausa átt í krítískri stöðu
og tapaði. Hann er jafn Hjörvari
Steini Grétarssyni, í 9. – 22. sæti
af 92 keppendum en Hjörvar hefur
ekki verið að fást við jafn öfluga
andstæðinga auk þess sem herjað
hefur á hann magapest sem varð
til þess að hann fékk „½ vinnings-
yfirsetu“ á gamlársdag. Margt get-
ur þó gerst á lokasprettinum.
Samantekt á skak.is sem birt
var um áramótin leiddi í ljós að
Guðmundur hækkaði meira í stig-
um á síðasta ári en flestir íslenskir
skákmenn. Það þarf ekki að koma
á óvart því hann var iðinn við kol-
ann; eftir að hafa teflt á Indlandi í
ársbyrjun tók við Reykjavík-
urskákmótið, Íslandsmót og þar á
eftir átta mánaða dvöl í ýmsum
löndum Suður-Ameríku þar sem
hann tefldi á fjölmörgum mótum.
Á síðasta mótinu sem fram fór í
Kosta Ríka varð hann að hætta
eftir sjö umferðir til þess að kom-
ast heim til Íslands fyrir jólin en
hafði þá hlotið 6 ½ vinning. Ekki
var jólafríið langt, þann 27. desem-
ber hófst Hastings-mótið.
Það er ekki víst að stigaháir
andstæðingar Guðmundar hafi vit-
að að þeir voru að mæta skák-
manni í góðri æfingu:
Hastings; 5. umferð:
Guðmundur Kjartansson – And-
reij Vovk ( Úkraínu )
Kóngsindversk vörn
1.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4.
e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O
Rc6 8. d5 Re7 9. Re1 Rd7 10. Be3
f5 11. f3 f4 12. Bf2 g5
Fræg lína úr „60 minnisverðum
skákum“, að þetta afbrigði leiði
óverjandi mátsókn yfir hvítan, er
ekki sönn! En þessu trúðu menn
samt lengi eða þar til Viktor
Kortsnoj tók afbrigðið upp og
vann nokkrar frægar skákir árið
1987.
13. Hc1
Kortsnoj lék ýmist 13. b4, 13.
Rb5 eða 13. a4. Þessi eðlilegi leik-
ur kom þó síðar við sögu hjá hon-
um
13. … Rg6 14. Rb5 b6
Kortsnoj sýndi fram á að ef
svartur leikur 14. .. a6 kemur 15.
Ra7 ásamt –b4 og – c5.
15. b4 a6 16. Rc3 Hf7 17. Rd3
Bf8 18. c5 Hg7 19. cxd6 Bxd6 20.
Rb2 Rf6 21. Rc4 Bxb4 22. d6!
Bxc3
23. dxc7!
Bráðsnjall millileikur sem Guð-
mundur hafði tekið með í reikning-
inn þegar hann lék 22. d6.
23. … Dxd1 24. Hfxd1 Hxc7
Eftir 24. … Ba5 kemur 25.
Hd8+ og 26. d6 og vinnur.
25. Bxb6 Hc6 26. Hxc3 Be6 27.
Hdc1 Hb8 28. Ba5 Bd7 29. a3 Kg7
30. Bb4 g4 31. Rd6 Hxc3 32. Bxc3
h5 33. Rf5 Kh7 34. Bb4!
Það er erfitt að finna varnir fyr-
ir svartan eftir þennan leik. Peð-
sóknin á kóngsvæng skilar engu og
hrókurinn er á leið inn eftir c-
línunni.
34. … Bb5 35. Bxb5 Hxb5 36.
Hc7+ Kh8 37. Hc6!
Vinnur mann.
37. … a5 38. Be1 Hb1 39. Kf1
Rd7 40. Hxg6 Rc5 41. Hd6 Hb3
42. Bf2 Rd3 43. Bh4 Hxa3 44. Hd7
Kg8 45. Rh6 Kf8 46. Bf6 Ha1 47.
Ke2 gxf3 48. gxf3 He1 49. Kd2
– og Vovk gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Guðmundur í banastuði í Hastings
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn í um-
slagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádegis-
móum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 6. janúar rennur
út á hádegi 11. janúar. Nafn
vinningshafa er birt í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins
13. janúar.
Vinningshafar krossgát-
unnar 30. desember eru Kristín Hannesdóttir og
Sigrún Helgadóttir, Sólheimum 42, Reykjavík. Þær
hljóta í verðlaun bókina Vígroða eftir Vilborgu Dav-
íðsdóttur. Forlagið gefur bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang