Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Heilsa og hreyfing S ú nýjung sem verður hjá mér á þessu ári er að ég er að fara að æfa eftir NTC æfingakerfinu,“ segir Sig- urbjörg Ágústsdóttir, einkaþjálfari í World Class. NTC stendur fyrir „Nike Training Club“ eða æfingahópur Nike. Þetta er smáforrit sem allir geta sótt á netinu en hóptímakennarar World Class munu kenna eftir því í vetur ásamt mörgu öðru. Sig- urbjörg tekur fyrir NTC æfingar einu sinnu í viku í hóptímum sínum á morgnana en vinnur að öðru leyti við einkaþjálfun. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku, lyfti lóð- um og tek brennslu- og þolæfingar.“ Sig- urbjörg heldur sig meira innandyra við æf- ingar yfir vetrartímann en sækir svo út þegar tekur að vora og hleypur eða skellir sér í fjallgöngur. Í jafngóðu eða betra formi að ári Ársmarkmið Sigurbjargar ná ekki einungis yfir líkamsrækt og heilsu en hún setur sér líka markmið sem snúa að öllu því sem hún segir skipta sig máli í lífinu. „Ég er dóttir, móðir, eiginkona, vinur og samstarfsmaður og mér finnst mjög mikilvægt að hlúa vel að þessum hlutverkum. Hvað heilsuna varðar höfum við maðurinn minn sett okkur það markmið á milli ára að vera í jafngóðu formi eða betra að ári liðnu þrátt fyrir að vera ári eldri.“ Sigurbjörg og eiginmaður hennar Hafþór Hafsteinsson fara árlega í mælingar til að fá það staðfest að þau séu að nálgast markmið sitt. „Við reynum líka að fá strák- ana okkar sem eru 4, 11 og 14 ára, til að vera þátttakendur með okkur og við stefnum að því að fara með þá alla á Esjuna í sumar og að hlaupa með þeim tveimur eldri 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.“ Sigurbjörg segist ekki vera mikill hlaupari þrátt fyrir að hafa alltaf verið mikil íþróttamanneskja, enda bú- in að vera í fimleikum og fitness í fjölda ára áður en hún varð einkaþjálfari. „Ég hef allt- af verið meira í lóðum en það eru svo margir af kúnnunum mínum að hlaupa og ég ákvað að prófa það líka þeim til stuðnings. Ég hef svo komist að því að það er bæði mjög hjóna- og fjölskylduvænt að fara út að hlaupa.“ Lykillinn að góðri heilsu Þegar Sigurbjörg er innt eftir því hvernig hún stefni á að huga að sinni heilsu á nýju ári hlær hún og segir það ekki vera nein geimvísindi sem hún fari eftir. „Svefninn er Nýtt í bland við gamalt Æ fingarnar verða með svipuðu sniði og áður enda lítið um flókin vísindi á bak við hlaupaþjálfun. Þetta snýst aðallega um að æfa af miklum krafti en þó með skynsemina að leið- arljósi, maður uppsker einfaldlega eftir því sem maður sáir. Ég er þó alltaf að læra eitt- hvað nýtt og ýmsar áherslur og útfærslur á æf- ingum breytast með tímanum en í grunninn er þetta alltaf það sama ár eftir ár, mikil hlaup og margir kílómetrar,“ segir Kári Steinn Karls- son maraþonhlaupari um æfingaáætlanir sínar á nýju ári. Hann segir einnig sitt markmið vera fyrst og fremst að bæta sig sem maraþon- hlaupari. „Til þess að verða betri maraþon- hlaupari þarf ég að vinna vel í hraða og stefni ég því á að bæta mig í öllum greinum frá 5 km og upp í hálfmaraþon. Aukinn hraði í styttri vegalengdum gerir mér kleift að ná enn lengra í maraþoni og stóra markmiðið er svo að bæta tíma minn umtalsvert í maraþoni í haust. Ég er alltaf með einhverja tíma í huga sem ég stefni á en held þeim yfirleitt fyrir sjálfan mig.“ Unnið í veikleikum og hugað að litlu hlutunum Kári Steinn segist ekki eiga von á því að æfing- arnar hans muni taka miklum breytingum á nýju ári. „Ég reyni sífellt að vinna í veikleikum mínum og halda áfram að gera það sem ég geri vel. Ég hef alltaf verið duglegur að æfa en það má alltaf huga betur að litlu hlutunum, s.s. næringu, svefni, teygjum, hugarfari o.fl. Það er langur listi af hlutum sem ég get gert betur utan æfinga og ég stefni að því að temja mér sem flesta góða siði. Fyrsta breyting á stefnu- skrá af ótal mörgum er að borða fleiri máltíðir en minna í hvert mál.“ Kári Steinn er ekkert sérstaklega hrifinn af áramótaheitum og forð- ast því að strengja slíkt heit. „Ég hef aldrei sett mér svokölluð áramótaheit en það má ef- laust kalla þessi ótal mörgu markmið sem ég set mér á þessu ári áramótaheit. Það hefur loð- að við áramótaheit að þau hefjist af miklum krafti á nýju ári en deyi svo út strax í lok jan- úar. Ég kýs því frekar að takast á við nýjar áskoranir og setja mér ný markmið, sama hve- nær árs það er. Það er óþarfi að byrja á að breyta lífi sínu til hins betra um áramótin þeg- ar hægt er að byrja strax í dag.“ Morgunblaðið/Golli Markmið ekki bundin áramótum * ...í grunninn er þetta alltaf það sama áreftir ár, mikil hlaup og margir kílómetrar. Kári Steinn Karlsson stefnir á að halda í svipað æfingaskipulag og síðustu ár og vinna í veikleikum sínum á nýju ári. Áramótaheit eða markmið fyrir nýtt ár sem eru illa skilgreind, óraunhæf og óskýr eru dauða- dæmd. Helstu gúrúar í fræðum sem snúa að sjálfseflingu og markmiðssetningu hafa komið sér saman um meginreglu þegar markmið eru sett. Fimm skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að hámarka líkurnar á að markmiðin náist, hvort sem er í ræktinni, einkalífinu, starfi eða öðru. Ef til dæmis ætlunin er að ná árangri í sundi á árinu er ekki nóg að setja sér markmið um að „synda meira“. Eigi að ná raunverulegum árangri er gagnlegt að skoða skilyrðin fimm sem mark- mið þurfa að uppfylla og kennd eru við SMART regluna: * Sértæk, skrifleg, skýr * Mælanleg * Alvöru, aðlaðandi * Raunhæf * Tímasett (Athugið að ensk heiti standa að baki SMART skammstöfuninni og því eru hugtökin sem not- uð eru á íslensku ekki alltaf þau sömu.) Markmiðið „Ég ætla að synda meira“ uppfyllir ekkert af skilyrðunum fimm. Það er óskýrt, ómælanlegt, óraunhæft, ekki alvörumarkmið og ekki tímasett. Dæmi um markmið sem snýst um afrek í sundlauginni á árinu og uppfyllir SMART skil- yrðin gæti hljómað einhvern veginn svona: „Á árinu 2013 ætla ég að synda tvo virka morgna í viku, 500 metra í senn, áður en ég fer í vinnuna. Ég syndi bringusund en minnst 100 metrar í hvert sinn þurfa að vera skriðsund. Þegar mér hefur tekist þetta í fjóra mánuði, þann 1.maí, verðlauna ég mig með nýjum sund- bol/sundskýlu/bikiní fyrir sumarið og eyk við vegalengdina. Á tímabilinu 1.maí - 1.september syndi ég 800 metra tvo morgna í viku fyrir vinnu og passa upp á að missa ekki úr þótt ég fari í sumarfrí. Minnst 300 metra af vegalengdinni tek ég á skriðsundi. Þann 1.september ætla ég að auka við skrið- sundsferðirnar og auka vegalengdina. Til ára- móta syndi ég því 1000 metra í senn tvo morgna í viku, þar af helminginn skriðsund. Um áramót verðlauna ég mig svo með einhverju dásamlegu – þegar ég hef náð þessu markmiði.“ Ekki gleyma að skrifa markmið ársins niður, það hjálpar bæði við að muna og við að festa markmiðið inn sem raunverulega áskorun. Þá hefur sýnt sig að þeir sem skrifa niður markmið eru líklegri til að ná þeim. Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐ SETJA SÉR MARKMIÐ Markmið nýs árs þurfa að vera SMART
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.