Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013
Það eru pólitísk tíðindi að GuðfríðurLilja Grétarsdóttir ákveði að hættaþingmennsku og hverfa á braut áður
en kjörtímabilinu lýkur.
Það segir meira en mörg orð um ástandið
hjá Vinstri grænum að þingmaður sem hefur
breitt bakland og þverpólitíska skírskotun
skuli ekki eiga samleið með flokknum. Ekki
þarf annað en að rifja upp sameiginlegt próf-
kjör flokksins á öllu höfuðborgarsvæðinu fyr-
ir kosningarnar 2007 til að átta sig á hversu
mikils stuðnings hún nýtur, en þá bauð hún
sig fram í 2. sæti í einu kjördæmanna
þriggja og varð hlutskarpari en þingmenn-
irnir Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sig-
urðsson.
Guðfríður Lilja er fjórði þingmaðurinn af
fjórtán manna þingflokki sem hverfur á
braut á kjörtímabilinu. Atli Gíslason og Lilja
Mósesdóttir starfa utan flokka og Ásmundur
Einar Daðason er genginn til liðs við Fram-
sókn. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður
flokksins, gerði þó lítið úr þessum hrær-
ingum á RÚV: „Þetta er búið að vera mjög
viðburðaríkt kjörtímabil og mikið gengið á í
pólitíkinni, ekki bara hjá Vinstri grænum
heldur fleiri flokkum.“
En hvað skyldi valda því að Guðfríður
Lilja velur þennan tímapunkt til að segja
skilið við Vinstri græna? Ef til vill er hún
ekki til í að marsera í takt við ríkisstjórnina
og kýs því að hverfa af vettvangi, en þar eru
mörg stór mál á teikniborðinu, örskammur
tími til stefnu, kosningaloforð bíða í hrönn-
um og meirihlutinn hangir á bláþræði. En
óhætt er að segja að ákvörðunin um að fara
ekki aftur fram eigi sér lengri aðdraganda.
Orrustan um Icesave
Upphafið má rekja til þess að Ögmundur
Jónasson og Guðfríður Lilja fóru fyrir þeim
hópi innan Vinstri grænna sem ekki vildi að
Alþingi samþykkti Icesave-samningana, í
fyrstu óséða. Þar tóku þau harðan slag við
formanninn, Steingrím J. Sigfússon, og það
átti eftir að reynast afdrifaríkt. Eftir mikla
orrahríð og lengstu umræður þingsögunnar
tókst Steingrími og Jóhönnu Sigurðardóttur
að berja samning um Icesave í gegnum þing-
ið, en þjóðin felldi hann síðan í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Áður boluðu þau Ög-
mundi úr ríkisstjórn – í bili. Og þegar
Guðfríður Lilja sneri aftur úr fæðingarorlofi
var hún sett af sem formaður þingflokksins.
En fleira hangir á spýtunni. Það hefur
verið ákveðinn grundvallarágreiningur innan
flokksins frá byrjun kjörtímabilsins eða jafn-
vel fyrir það. Ein birtingarmyndin var að-
koma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem for-
ystan hreykti sér af en aðrir höfðu efasemdir
um. Í kjölfarið fylgdi deilan um Magma.
Eins var ágreiningur um hversu langt ætti
að ganga í niðurskurði í velferðarkerfinu og
til að leysa úr skuldavanda heimilanna, en
lofað hafði verið skjaldborg um heimilin. Allt
kynti þetta undir eldinum. Þá spilaði inn í
hvernig staðið var að landsdómsmálinu, þó
að þau átök hafi verið meira á bakvið tjöldin.
Steingrímur er gagnrýndur fyrir að raða
já-fólki í kringum sig, öðrum sé ýtt til hliðar
eða þeir hverfi af vettvangi. En á móti er
bent á að í umræðu innan flokksins á stórum
vettvangi verði forystan oft undir. Þá komi
fram sjónarmiðin sem reynt sé að halda
niðri. En lítið sé gefið fyrir það og fyrir vikið
sé baklandið að þrengjast, margir hættir að
mæta og kjósi ekki flokkinn.
Líklega vegur ESB einna þyngst, en eitt
höfuðmálið fyrir kosningar var að hafna að-
ild. Steingrímur hefur nú sagt að endurmeta
þurfi stöðu viðræðnanna og að vilji þjóð-
arinnar þurfi að varða veginn. Innan flokks-
ins telja menn það benda til að hann leiti að
flóttaleiðum. Það blasi við að ekki sé hægt
að fara í kosningar með óuppgerð ESB-mál.
„Þá geta þeir bara sett við sig krossmark.“
Morgunblaðið/Kristinn
Guðfríður
Lilja stígur
af sviðinu
GRUNDVALLARÁGREININGUR UM STEFNU
VINSTRI GRÆNNA ALLT KJÖRTÍMABILIÐ VELD-
UR ÞVÍ AÐ FJÓRÐI ÞINGMAÐURINN HVERFUR Á
BRAUT OG JÓN BJARNASON HUGSAR SIG UM.
Þingmenn á fundi um Icesave. Nú er Ásmundur Einar farinn í Framsókn, Jón Bjarnason óskrifað
blað, Lilja utan flokka, Ögmundur náði kjöri í kraganum eftir harða rimmu og Guðfríður er hætt.
Morgunblaðið/Ómar
* „Þetta snýst fyrst og fremst um að það verður eftirsjá að [GuðfríðiLilju], bæði fyrir okkar hreyfingu og Alþingi en þetta ætti ekki aðbreyta neinu fyrir ríkisstjórnarsamstarfið eða flokkinn í sjálfu sér.“
Katrín Jakobsdóttir
Þjóðmál
PÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is
Jón Bjarnason var ómyrkur í
máli um stöðu VG í færslu á
bloggsíðu sinni á fimmtudag,
en þá hafði flokkurinn mælst
með 9,1% fylgi í könnun Gall-
up, undir helmingi af fylginu
frá síðustu kosningum:
„Þingmenn, forystufólk í
félögum VG vítt og breitt um landið hafa séð
sig knúna til að yfirgefa flokkinn, og stuðn-
ingsfólki sem treysti á VG hefur verið fórnað á
altari ESB – einsmálsstefnu Samfylking-
arinnar.“
Jón segir flokkinn ekki eiga neitt val, losna
verði úr þessum álögum Samfylkingarinnar
þegar í stað.
„Hér dugar enginn „heimiliskattaþvottur“,
svo gengið sé í smiðju forsætisráðherra Sam-
fylkingarinnar.
Forysta Vinstri Grænna, sem þarna á í hlut,
verður einfaldlega að stíga fram og biðja þjóð-
ina og kjósendur VG afsökunar fyrir að hafa
gengið undir þessi álög ESB og Samfylking-
arinnar.“
Þegar þetta er ritað er enn beðið ákvörð-
unar Jóns um hvort hann gefur kost á sér í
Norðvesturkjördæmi og er ólíklegt að hann
tilkynni hana fyrr en eftir helgi. „Það hefur
legið við borð eftir að ljóst var að Guðfríður
væri að hætta að mjög er
veist að Jóni, sem er eig-
inlega síðasta móhíkaninn,“
segir Bjarni Harðarson.
Aðrar heimildir herma að
óvíst sé hvort Jón sjálfur hafi
ákveðið hvort hann haldi
áfram, en frestur til að til-
kynna ákvörðun rennur út á miðnætti mánu-
daginn 7. janúar. Viðmælendur benda á að
vandséð sé hvernig það geti samrýmst stefnu
Jóns að beita sér undir merkjum flokks sem
rekur öndverða stefnu við hann varðandi ESB.
Þá er togstreitan einnig mikil við Steingrím J.
Sigfússon, formann flokksins, um fiskveiði-
stjórnunarmálin, en þar eru hagsmunir kjör-
dæmanna í norðvestur og norðaustur gjör-
ólíkir.
Hvað gerir Jón?
Það má heyra á þingmönnum allra flokka að gott hafi verið að eiga sam-
starf við Guðfríði Lilju, þó að skoðanirnar færu ekki alltaf saman eins og
nærri má geta. Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. ráðherra, segir hana
óvenju hæfileikaríkan einstakling með fjölbreytta menntun og sýn til
mála langt út fyrir landsteinana sem varða miklu til lengri tíma litið, t.d.
norðurslóða. „Hún breikkaði verulega sveitina sem kjörin var á þing í
kjölfar hrunsins. Ég var mjög sáttur við hennar framgöngu og viðleitni
til þess að brúa bilið á milli andstæðra fylkinga í þinginu, sem menn hafa nú kannski verið
óþarflega latir við að rækta til að komast hjá hatrömmum átökum.“
BREIKKAÐI FORYSTUNA