Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 28
Yndislegur ilmur liggur í loftinu þegar komið er inn í
Lifandi markað í Hæðasmára þar sem Magdalena Grygo,
oftast kölluð Magda, hefur starfað sem kokkur und-
anfarin fimm ár.
Magda leggur mikið upp úr því að nýta hráefni vel, en
á sama tíma að hafa matinn sem næringaríkastan og
hollan.
Hún hefur mikið dálæti á því að elda súpur og segir
kraftmiklar súpur henta vel yfir vetrartímann þegar mik-
ið er um flensur og kvef. Magda lét okkur hafa uppskrift
að kraftmikilli kjúklingasúpu sem er bæði með hvítlauk
og chilli og hentar því vel til að fyrirbyggja veikindi.
Ljósmyndir/Arnaldur
SÚPA GEGN KVEFI OG FLENSU
Næringarríkur
kraftur í
kroppinn
YFIR VETRARMÁNUÐINA ER GOTT AÐ ELDA
SÚPUR SEM YLJA OG BÆTA LÍÐANINA
Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is
Magdalena Grygo eldar dýrindis súpur.
1 kg úrbeinaður kjúklingur, eldaður
4 l kjúklingasoð
2 stórir laukar, saxaðir
3 stórar gulrætur, grófsaxaðar
1 hvítlaukur, fínsaxaður
1 stór blaðlaukur, skorinn í bita
1 búnt sellerí, skorið fínt
1 poki spínat, saxað
2 paprikur, skorin í smá bita
1 ferskur chilli eða eftir smekk, fínsaxaður
2 msk. grænmetiskraftur
1-2 msk. sinnepskorn
Korianderfræ, cumin og kúmen eftir smekk
Fersk steinselja söxuð og ½ sítróna skorin í sneiðar og bætt útí
lokin.
Salt og pipar eftir smekk.
Kjúklingurinn er eldaður áður en súpan er gerð, látin kólna aðeins og
skorin í hæfilega bita. Gulrætur, blaðlaukur, laukur og sellerí er svitað í
potti með olíu, því næst er bætt útí kryddum og látið blandast vel við rót-
argrænmetið. Þegar búið er að blanda vel saman er kjúklingasoðinu bætt
útí. Náið upp í suðu og látið sjóða í 30 mínútur. Þegar súpan er búin að
sjóða í um 20 mínútur er kjúklingi bætt útí ásamt sítrónusneiðunum. Í lok-
in er papríka, spínat og steinselja sett útí súpuna og blandað vel saman.
Kraftmikil kjúklingasúpa
Lifandi markaðar
*Matur og drykkir Fiskisúpa í faðmi fjölskyldu og vina er ómissandi hefð hjá Önnu Eygló og Jóhannesi Níels »32