Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 28
Yndislegur ilmur liggur í loftinu þegar komið er inn í Lifandi markað í Hæðasmára þar sem Magdalena Grygo, oftast kölluð Magda, hefur starfað sem kokkur und- anfarin fimm ár. Magda leggur mikið upp úr því að nýta hráefni vel, en á sama tíma að hafa matinn sem næringaríkastan og hollan. Hún hefur mikið dálæti á því að elda súpur og segir kraftmiklar súpur henta vel yfir vetrartímann þegar mik- ið er um flensur og kvef. Magda lét okkur hafa uppskrift að kraftmikilli kjúklingasúpu sem er bæði með hvítlauk og chilli og hentar því vel til að fyrirbyggja veikindi. Ljósmyndir/Arnaldur SÚPA GEGN KVEFI OG FLENSU Næringarríkur kraftur í kroppinn YFIR VETRARMÁNUÐINA ER GOTT AÐ ELDA SÚPUR SEM YLJA OG BÆTA LÍÐANINA Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Magdalena Grygo eldar dýrindis súpur. 1 kg úrbeinaður kjúklingur, eldaður 4 l kjúklingasoð 2 stórir laukar, saxaðir 3 stórar gulrætur, grófsaxaðar 1 hvítlaukur, fínsaxaður 1 stór blaðlaukur, skorinn í bita 1 búnt sellerí, skorið fínt 1 poki spínat, saxað 2 paprikur, skorin í smá bita 1 ferskur chilli eða eftir smekk, fínsaxaður 2 msk. grænmetiskraftur 1-2 msk. sinnepskorn Korianderfræ, cumin og kúmen eftir smekk Fersk steinselja söxuð og ½ sítróna skorin í sneiðar og bætt útí lokin. Salt og pipar eftir smekk. Kjúklingurinn er eldaður áður en súpan er gerð, látin kólna aðeins og skorin í hæfilega bita. Gulrætur, blaðlaukur, laukur og sellerí er svitað í potti með olíu, því næst er bætt útí kryddum og látið blandast vel við rót- argrænmetið. Þegar búið er að blanda vel saman er kjúklingasoðinu bætt útí. Náið upp í suðu og látið sjóða í 30 mínútur. Þegar súpan er búin að sjóða í um 20 mínútur er kjúklingi bætt útí ásamt sítrónusneiðunum. Í lok- in er papríka, spínat og steinselja sett útí súpuna og blandað vel saman. Kraftmikil kjúklingasúpa Lifandi markaðar *Matur og drykkir Fiskisúpa í faðmi fjölskyldu og vina er ómissandi hefð hjá Önnu Eygló og Jóhannesi Níels »32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.