Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir að eftir fyrsta yfir- lestur telji hann að nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða muni hafa slæm áhrif á greinina. „Í grunninn er þetta sama frumvarp og ráðherra lagði fram á síðasta þingi. Við mát- um áhrif þess samhliða frumvarpi um veiðigjöld og gáfum frumvörp- unum falleinkunn. Áhrif veiðigjalda voru minnkuð í meðförum þingsins, en þau hafa eigi að síður gríðarleg áhrif á greinina til hins verra,“ segir Þorvarður. „Mér sýnist þetta frumvarp muni sömuleiðis hafa slæm áhrif. Þarna er mikil úthlutun til kvóta- þings og í potta, sem aftur skerðir aflahlutdeild hjá núverandi sjáv- arútvegsfélögum. Þetta verður á kostnað hagkvæmni og arðsemi í greininni og hættan er auðvitað sú að um einhvers konar pólitískar úthlutanir verði að ræða. Þannig fái verr rekin fé- lög aðstoð á kostnað hagræð- ingar í grein- inni,“ segir Þor- varður. „Byggðateng- ingar og for- gangsréttur sjávarbyggð- anna er veiktur í frumvarpinu,“ sagði Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. „Nú verða þær að keppa um aflaheimildir á markaði kvótaþings. Það er gert á kostnað byggðakvóta, línu- ívilnunar og annarra byggða- tengdra aðgerða. Mín stefna var að styrkja byggðatengingar afla- heimilda.“ » 16 aij@mbl.is gudni@mbl.is „Á kostnað hag- kvæmni og arðsemi“ Þorvarður Gunnarsson  Byggðatengingar veiktar í frumvarpi Skrifað var undir samninga í gær um gerð Vaðlaheiðarganga á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. ÍAV og svissneska verktakafyr- irtækið Matri áttu lægsta tilboð í verkið, 11,5 milljarða króna á núvirði, og stefnt er að því að taka göngin í notkun 2016. Þau styttta hringveg- inn um 16 km. Meðal viðstaddra í gær voru Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og Kristján L. Möller alþingismaður. Báðir eru fyrrv. samgönguráðherrar og fögnuðu áfang- anum innilega í menningarhúsinu Hofi eins og aðrir viðstaddir. Vaðlaheiðina má sjá í baksýn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vaðlaheiðargöng að veruleika Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Alls hafa 40 geislafræðingar í 32 stöðugildum sagt upp störfum á Landspítalanum en uppsagnirnar taka gildi 1. maí næstkomandi, sam- kvæmt upplýsingum frá mann- auðssviði LSH. Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segist hafa heimildir fyrir því að fjöldinn sé meiri, að alls 47 hafi sagt upp störf- um, en boðað hefur verið til fundar fulltrúa spítalans og fulltrúa geisla- fræðinga kl. 14 næstkomandi mið- vikudag. „Við teljum okkur hafa verið mjög mikið eftir á og fólk er búið að fá nóg,“ segir Katrín en hún segir að auk launahækkana hafi geislafræð- ingar viljað ræða breytingar á vaktafyrirkomulagi og skipulag starfa. „Við teljum að það sé margt sem við eigum órætt við Landspítalann en það var allt inni í drögum okkar að stofnanasamningi þannig að þeir vita alveg hvað það er,“ segir hún. Hún viti þó ekki hvað standi til að ræða á fundinum. Bjóða 4,8% hækkun launa Samkvæmt yfirlýsingu fulltrúa hjúkrunarfræðinga í samstarfsnefnd LSH ætla stjórnvöld að veita 370 milljónir króna í endurskoðun stofn- anasamninga. Þar sem launatengd gjöld nemi um fjórðungi þessarar fjárhæðar verði um 300 milljónir til skiptanna. Það þýði meðalhækkun launa upp á 4,8%, eða 18.200 krónur, sem samsvari einum launaflokki. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur boðað til kynningarfund- ar með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum á mánudag en Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Fíh, segir að stefnt sé að því að fram- kvæma ráðgefandi skoðanakönnun á fundinum, skriflega og leynilega, til að kanna hug hjúkrunarfræðinga til útspils LSH og stjórnvalda. „Ef niðurstaðan verður afdráttar- laus á annan hvorn veginn þá auðvit- að munum við fara eftir því en ef það verður mjótt á munum verður nefndin að vinna eftir bestu vitund og heilindum, eins og hún hefur gert,“ segir Elsa. 40 geislafræðingar segja upp  Samstarfsnefnd LSH og geislafræðinga fundar á miðviku- dag  Kanna afstöðu hjúkrunarfræðinga til útspils stjórnvalda Björt framtíð er næststærsti flokkurinn með tæplega 19% fylgi, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gall- ups. Fylgi Sam- fylkingarinnar minnkar um þrjú prósentustig á milli mánaða og er nú tæplega 16%. Fylgi VG mælist nú nær 8%. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 36% fylgi, Framsóknarflokk- urinn nýtur rúmlega 14% fylgis. Rúmlega 2% styðja Hægri-græna, um 2% Dögun og sama hlutfall styð- ur Pírata en 1% segist myndu kjósa Samstöðu. Netkönnunin var gerð 3.-31. janúar og var svarhlutfall 60,1%. Úrtakið var 9.798 manns, 18 ára og eldri, um allt land. Framsóknarflokkurinn er næst- stærstur og með 21% fylgi sam- kvæmt könnun sem 365 gerði fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið nú í vikunni. Sjálfstæðisflokkur nýtur 32% fylgis, Björt framtíð fær yfir 16% fylgi en Samfylkingin aðeins 12% fylgi. VG nýtur rúmlega 11% fylgis. 800 voru spurðir en 45% neituðu að gefa upp afstöðu. gudni@mbl.is Kannanir sýna Bjarta framtíð og Framsókn í sókn Björt framtíð Fylgi við flokkinn eykst. Heildarskuldir styrktarsjóðs og sjúkrasjóðs Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga við vinnudeilusjóð og fé- lagssjóð Fíh nema alls um 89 milljónum króna. Til að rétta af fjárhagsstöðu þeirra og greiða niður skuldir hafa stjórn sjóðanna og stjórn Fíh ákveðið að breyta úthlutunarreglum þeirra og verða einungis veittir sjúkradagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu í sex mánuði í báðum sjóðum og fæðing- arstyrkir úr styrktarsjóði. Þetta kemur fram í bréfi til hjúkrunarfræðinga dagsettu 22. janúar 2013. Í bréfinu segir að slæma stöðu sjóðanna megi m.a. rekja til aukningar í úthlutunum vegna sjúkradagpen- inga en hún hafi numið 122% 2010-2012. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað- ur Fíh, segir ákvörðunina um að breyta reglunum hafa verið erfiða. „Við höfðum auðvitað tvær leiðir til að bregðast við; annars vegar að draga eitthvað úr og reyna að ná þessu hægt og hægt en tillaga stjórnar sjóðs- ins var að gera þetta svona skarpt og geta þá frekar bætt fljótt í aftur.“ Sjóðirnir skulda 89 milljónir BREYTTAR ÚTHLUTUNARREGLUR Elsa B. Friðfinnsdóttir ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is Útsölulok... living withstyle sunnudaginn 3. febrúar Enn meiri afsláttur af völdum útsöluvörum 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BORÐSTOFUHÚSGÖGN UM Lyktir Icesave- deilunnar eru áfall fyrir al- þjóðlega banka- starfsemi, segir í grein í nýjasta tölublaði The Economist. Þar segir m.a. að viðamiklar breytingar hafi verið gerðar á evr- ópskum lögum um innistæðuvernd síðan alþjóðafjármálakreppan skall á en samt sem áður sé úrskurð- urinn aðvörun til þeirra sem hafi vonast til þess að reglugerðasmiðir gætu gert bindandi samninga um hvernig þeir myndu deila með sér kostnaði við bankakreppur í fram- tíðinni. „Vonir um að bankabandalag Evrópu muni fela í sér gagnkvæmt innistæðutryggingakerfi eru í öllu falli veikar. Úrskurðurinn í vik- unni mun aðeins draga úr trúnni á vilja ríkja til þess að greiða kröfur erlendra skuldaeigenda.“ Lyktir málsins áfall fyrir alþjóðlega bankastarfsemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.