Morgunblaðið - 02.02.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 02.02.2013, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Ert þú ákveðinn, jákvæður og metnaðarfullur einstaklingur í leit að krefjandi starfi? Lyf og heilsa auglýsir eftir innkaupa- og sölustjóra fyrir hjúkrunarvörur, vítamín, barnavörur og hreinlætisvörur. www.lyfogheilsa.is Starfssvið Starfið felur í sér að ákveða vöruval framangreindra vöruflokka í apótekum félagsins, setja sölumarkmið og vinna að því að þau náist. Hæfniskröfur Starfið krefst mikilla samskipta við birgja og innkaupafulltrúa apótekanna, framúrskarandi samskiptahæfileikar eru því nauðsynlegir. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfi, góð íslenskukunnátta er nauðsynleg, framúrskarandi hæfni í Excel er einnig nauðsynleg. Reynsla af sambærilegum störfum sem og vöruþekking er kostur. Lyf og heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði heilsu, heilbrigðis og lífsgæða. INNKAUPA- OG SÖLUSTJÓRI PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 23 29 1 Umsóknir sendist á starf@lyfogheilsa.is fyrir 10. febrúar nk. „Það að fá staðfest að okkar lífs- skoðun, sem byggist á heimspeki- legum og siðferðislegum grunni, sé viðurkennd til jafns við aðr- ar lífsskoðanir, sem byggjast á trúarlegum grunni, er einkar mik- ilvægt,“ segir Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, fé- lags siðrænna húmanista. Alþingi samþykkti í vikunni lög um skráð trúfélög sem auka jafn- ræði milli skráðra lífsskoð- unarfélaga og trúfélaga. Með breytingunum verður heimilt að skrá lífsskoðunarfélög eins og trúfélög að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Með skrán- ingu fá viðkomandi félög réttindi og skyldur sem lög kveða á um. Þar með á lífsskoðunarfélag eins og t.d. Siðmennt möguleika á að fá hlut í sóknargjöldum. Bjarni segir baráttu Siðmennt- ar fyrir breytingunum ekki spurningu um peninga, heldur mannréttindi. „Það er hálfgert ólán ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Bjarni, spurður um sókn- argjöldin sem Siðmennt mun eiga rétt á. „Við munum taka við (gjöldunum) en Siðmennt hefur alltaf verið ósammála sókn- argjaldakerfinu,“ segir Bjarni og kveðst þeirrar skoðunar að trúar- og lífsskoðunarfélög eigi sjálf að innheimta gjöld af meðlimum sín- um. Fagna breytingum á lögum  Segja stuðlað að auknu jafnrétti Ögmundur Jónasson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verslunarhættir sumarhúsafólks sem fer austur fyrir fjall munu ekki breytast þótt ný brú yfir Ölfusá verði byggð nokkru ofan við Selfoss – í stað þess að leiðin liggi áfram í gegnum bæinn. Þetta er helsta nið- urstaðan í ritgerð Magnúsar Gísla Sveinssonar sem á dögunum lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræði við Há- skólann á Bifröst. Þessi niðurstaða er öndverð við- horfum kaupmanna á Selfossi. Þeir óttast að verði þjóðvegurinn færður muni slíkt skaða verslun í bænum. Segja þeir viðskipti sumarbústaða- fólks mikil og hagsmunir séu í húfi. Fjórir milljarðar kr. í framkvæmdir Bygging brúar yfir Ölfusá árið 1891 markaði kaflaskil. Þetta var ein fyrsta stórframkvæmdin á Íslandi og í framhaldinu fór að myndast þéttbýli á Selfossi. Sú þróun varð mjög hröð eftir 1930. Brúin er eins- konar burðarvirki bæjarins og tákn- mynd þess á margan hátt. Núver- andi Ölfuárbrú er frá 1945. Hún er barn síns tíma sem hvetur til smíði nýrrar brúar – jafnframt því sem umferðarþungi í gegnum Selfossbæ á aðalgötu bæjarins, Austurvegi, er mikill og óhöpp nokkuð algeng. Í áraraðir hefur bygging nýrrar Ölfusárbrúar ofan við bæinn verið í umræðunni. Tveir staðir eru nefndir í þessu sambandi; annars vegar brú sem yrði á stöpli yfir Efri-Laug- ardælaeyju og hins vegar brú nokkru ofar, þar sem vestan megin árinnar heita Grímsklettar. Er Vegagerðin áfram um framkvæmdir á síðarnefnda staðnum, telur brú þar kosta einum milljarði minna en á fyrrnefnda staðnum. Útfærsla beggja þessara leiða er annars sú að sveigt yrði að nýju brúarstæði nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar við Ingólfs- fjall. Þar yrði ekið fram svonefnda Hellismýri að Ölfusárbökkum. Aust- an megin ár myndi vegurinn liggja um heimatún á kirkjustaðnum Laugardælum og þaðan áfram inn á núverandi þjóðveg skammt austan við Selfoss. Einnig hafa verið settar fram hug- myndir um að byggja brú yfir Ölfusá fyrir sunnan Selfossbæ, en umræða um þann valkost hefur þó aldrei komist á skrið. Og nú nálgast verkefni þetta, sem er á vegaáætlun, framkvæmdastig. Áformað er að setja fjóra milljarða kr. í verkið á árunum 2015 til 2018. Uggandi um sinn hag „Ljóst er að margir kaupmenn eru uggandi um sinn hag og þeir svartsýnustu vilja meina, að verslun muni stórskaðast ... Á meðan virðast aðrir líta á þetta sem tækifæri,“ seg- ir Magnús í ritgerð sinni. Þegar hann kannaði viðhorf sumarhúsa- fólks í þessu máli sendi hann spurn- ingalista til um sextíu félaga eigenda sumarhúsa í Grímsnes- og Grafn- ings-hreppi. Heimtur voru allgóðar. Áætlað er að sumarhús í sveitarfé- laginu séu um 3.000 en mun fleiri þegar allar uppsveitir Árnessýslu eru í breytunni. Niðurstöður í könnun Magnúsar eru skýrar. Þegar spurt er um lík- lega verslunarhætti, verði vegurinn verður færður framhjá Selfossi, telja um 12% sumarhúsafólks sig áfram munu versla á Selfossi, tæpur helm- ingur telur slíkt líklegt, 38% reikna með að koma sjaldnar en 2% telja að sig ekki koma áfram í bæinn. Andvígir og einn hræddur En eftir hverju er fólkið að sækj- ast? Jú, flestir fara í matvörubúðir og byggingavöruverslanir. Meðal kaupmanna á Selfossi er afstaða skýr. Magnús ræddi við nokkra og sögðust tíu andvígir því að brúar- stæðið verði flutt, einn kvaðst hræddur en tveir voru ekki á móti. Nefna kaupmenn að umferð í gegn- um bæinn sé minni nú en fyrir hrun. Betri kostur sé að fækka tálmum á Austurvegi og greiða þannig leiðina um bæinn. Ef ekki, fari umferðin framhjá og fyrir vikið missi þeir af ferðamönnum sem viðskiptavinum, s.s. þeim sem fara í Landeyjahöfn til Eyja en tilleggþeirra skipti miklu. Kaupmenn hafa þó ekki gert ráð- stafanir með tilliti til þess að ný brú verði byggð, en telja markaðsátak og merkingar fyrsta skref mótvæg- isaðgerða. Ný brú mun litlu breyta  Ný Ölfusárbrú við Selfoss á teikniborðinu  Sumarhúsafólk ætlar að versla áfram í bænum, skv. háskólarannsókn  Kaupmenn í bænum eru uggandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Til greina kemur að ný brú yfir Ölfusá ofar á ánni er nú er. Með því myndi létta á umferðarþunga en kaupmenn óttast hvert áhrifin af því verði. „Ég hef ekki áhyggjur af því að bygging nýrr- ar brúar austan við Selfoss hefði neikvæðar af- leiðingar fyrir verslun og þjón- ustu á Selfossi,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir sem situr í bæjarstjórn Árborgar fyrir hönd Samfylkingarinnar. „Fjölmargir sem dvelja í sum- arbústöðum í nágrenninu velja að versla á Selfossi frekar en á höf- uðborgarsvæðinu. Með nýrri brú þurfa þeir sem ekki ætla sér að stoppa á Selfossi, eins og t.d. flutn- ingabílar, ekki að aka í gegnum bæ- inn. Með því fáum við aukið öryggi og umferðin mun ganga greiðar fyrir sig.“ Fáum aukið öryggi Arna Ír Gunnarsdóttir „Afkoma fyr- irtækja á Selfossi byggist talsvert á þjónustu við sumarhúsafólk. Að leið þess hingað í bæinn sé greið skiptir miklu. Verði byggð brú yfir Ölfusá, sem fær- ir umferðaræðina fram hjá bænum fylgja því áhrif til hins verra á at- vinnulíf hér,“ segir Sverrir Ein- arsson, rekstrarstjóri Húsasmiðj- unnar á Selfossi. Sverrir telur umferðarþunga í gegnum bæinn ekki slíkan að brú á nýjum þurfi. „Hér myndast teppur örfáa föstudagseftirmiðdaga á sumrin og þær eru fljótar að rakna upp. Vandamálið er ekki stórt.“ Áhrifin til hins verra Sverrir Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.