Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 43
Hugarafl og Geðheilsumiðstöð Árið 2003 stofnaði Auður, ásamt fjórum einstaklingur með geðrask- anir, samtökin Hugarafl. Samtökin vinna að heill og hamingju þeirra ein- staklinga og fjölskyldna sem kljást við geðraskanir. Þau hafa unnið markvist gegn almennum fordómum á þessu sviði og gegn þröngsýnum, stöðluðum stofnanaviðbrögðum. Þess í stað leggja þau áherslu á persónuleg og einlæg samskipti; mikilvægi þess að draga úr hlutverkaaðgreiningu sjúklings og starfsmanna; trú á sjúk- linginn og virkni hans; möguleikann á bata, og umfjöllun og vonina um bata; aðkomu og samvinnu fjölskyldna í heild; mikilvægi tengslaneta og að- stoð við fjölskyldur í bráðavanda, og mikilvægi þess að nýta persónulega reynslu þeirra sem eru eða hafa verið að kljást við geðraskanir. Hugarafl hefur gjarnan farið óhefðbundnar og svolítið ögrandi leiðir í viðleitni sinni til að vekja at- hygli á mikilvægi þessa málaflokks, draga úr almennum fordómum og hafa uppbyggileg áhrif á viðhorf og aðferðir á þessu sviði. Geðheilsa - Eftirfylgd var stofnuð sama ár og Hugarafl, árið 2003, og hefur starfað með Hugarafli sl. ára- tug. Auður hefur verið forstöðumað- ur Geðheilsu - Eftirfylgdar frá stofn- un. Hallgrímur - Maður eins og ég Auður hefur starfað í fjölda nefnda og starfshópa á vegum heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis um málefni geðsjúkra og valdeflingu. Hún hefur stundað kennslu við ýmsa framhalds- skóla og HÍ og hefur haldið fyr- irlestra hér á landi og erlendis. Kvikmyndin Hallgrímur - Maður eins og ég, sem fjallar um málefni geðsjúkra, var gerð til styrktar þeim málstað sem Hugarafl hefur beitt sér fyrir. Höfundar myndarinnar eru Ei- ríkur Guðmundsson, Jón Egill Berg- þórsson og Bjarni Felix Bjarnason, en hún vakti mikla athygli er hún var sýnd í sjónvarpi árið 2011, er nú not- uð sem kennsluefni í skólum og er að- gengileg á vefnum Hugarafl.is. Fjölskylda Eiginmaður Auðar er Eiríkur Guð- mundsson, f. 7.4. 1957, hótelstjóri, byggingameistari og kennari. Hann er sonur Guðmundar Jónssonar, f. 1924, byggingameistara á Höfn í Hornafirði, og Sigrúnar Eiríksdóttur, f. 1924, d. 2008, húsfreyju. Dóttir Auðar er Guðlaug Auðar Nielsen, f. 23.12. 1980, nemi. Synir Auðar og Eiríks eru Guð- mundur Hrannar, f. 26.4. 1988, nemi og tónlistarmaður; Höskuldur, f. 11.5. 1989, tónlistarmaður. Albróðir Auðar er Torfi Axelsson, f. 25.12. 1957, matreiðslumeistari í Reykjavík. Hálfsystir Auðar, samfeðra, er Hildur Axelsdóttir, f. 29.11. 1984, húsfreyja í Garði. Foreldrar Auðar: Guðmundur Ax- el Guðmundsson, f. 27.6. 1935, móta- smiður, og Guðlaug Guðrún Torfa- dóttir, f. 23.7. 1938, fyrrv. gjaldkeri á Reykjalundi. Úr frændgarði Auðar Axelsdóttur Auður Axelsdóttir Sigríður G. Brandsdóttir húsfr. í Ólafsdal Torfi Markússon bílstj. í Rvík Gunnhildur S. Kristinsdóttir húsfr. í Rvík Guðlaug Guðrún Torfadóttir fyrrv. gjaldkeri á Reykjalundi Sigríður Guðjónsdóttir húsfr. í Rvík Kristinn Steinar Jónsson bílstj. í Rvík Guðný Jónasdóttir húsfr. í Pottagerði Friðrik Sigfússon b. í Pottagerði í Staðarhreppi Margrét Friðriksdóttir húsfr. í Keflavík Guðmundur Kristinn Guðmundsson húsasm. í Keflavík Axel Guðmundur Guðmunsson mótasmiður í Garði Guðríður Vigfúsdóttir húsfr. í Keflavík Guðmundur Kristinn Guðmundsson sjóm. og verkam. í Keflavík Jósteinn Jónasson b. í Hróarsdal Jónas K. Jósteinsson skólastj. Austur- bæjarskóla Kári Jónasson fyrrv. fréttastj. RÚV Júlía Guðmundsdóttir húsfr. í Keflavík Guðfinnur G. Sigurvinsson deildarstj. í Keflavík Sigurvin Guðfinnsson útgerðarm. í Keflavík, faðir Guðfinns G. Sigurvins- sonar fréttamanns Markús Torfason b. í Ólafsdal og kaupfélagsstj. Ásgeir Torfason efnaverkfræðingur Torfi Ásgeirsson hagfræðingur Áslaug Torfadóttir húsfr. á Ljótsstöðum í Laxárdal Ragnar H. Ragnars tónlistarfrömuður á Ísafirði Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla Íslands Ragnheiður Torfadóttir húsfr. á Skeljabrekku Snorri Hjartarson skáld Torfi Hjartarson sáttasemjari Ragnheiður Torfadóttir fyrrv. rektor MR Hjörtur Torfason fyrrv. hæstaréttardómari ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is Jóhann Gunnar Sigurðsson skáld fæddist í Miklaholtsseli í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi 2.2. 1882. For- eldrar hans voru Sigurður Sigurðs- son bóndi og k.h., Guðríður húsfreyja Jónasdóttir, bónda á Kársstöðum Ögmundssonar. Þau voru fremur fátækt bændafólk, höfðu eignast fimm börn og misst þau öll áður en Jóhann Gunnar fæddist. Jóhann Gunnar ólst þó upp við þokkalegar aðstæður en þótti ein- rænn og dreyminn. Hann var lengst af veill fyrir brjósti og veikbyggður unglingur. Jóhann Gunnar hóf utanskólanám 1896, stundaði síðan undirbúnings- nám hjá séra Sigurði Gunnarssyni í Stykkishólmi 1897, hóf nám við Reykjavíkurskóla 1898 og lauk stúd- entsprófi með fyrstu einkunn heima- stjórnarárið 1904. Hann hafði lengi haft áhyggjur af bágri heilsu sinni en skömmu áður en hann útskrif- aðist kom í ljós að hann hafði veikst af berklum. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám við Prestaskólann í Reykjavík og lauk heimspekiprófi árið 1905. Hann veiktist svo í nóvember á því ári, varð að leggjast inn á spítala og átti ekki afturkvæmt þaðan. Hann féll fyrir hvíta dauða einungis tutt- ugu og fjögurra ára að aldri, 20.5. ár- ið 1906. Jóhann Gunnar var um margt mjög dæmigerður fyrir hin nýróm- antísku skáld. Hann orti gjarnan tregablandin og döpur ljóð en yrk- isefni hans eru oftar en ekki dauð- inn, ástin og hin óslökkvandi lífsþrá, enda lifði hann síðustu misserin í skugga dauðans. Auk þess sótti hann yrkisefni í dulúð íslenskra þjóðsagna. Þau skáld sem höfðu mikil áhrif á hann voru Jónas Hall- grímsson og Kristján fjallaskáld. Jóhann Gunnar var afkastamikið skáld þegar haft er í huga hve skammlífur hann var. Auk ljóða hans samdi hann nokkrar smásögur, s.s. Bréf. Flest verka hans er að finna í bókinni Kvæði og sögur sem kom út að honum látnum, 1909 og var endurútgefin 1944. Þá kom út úrval ljóða hans árið 1957. Merkir Íslendingar Jóhann Gunn- ar Sigurðsson Laugardagur 90 ára Ragnhildur Ólafsdóttir 85 ára Ólöf Jóhannsdóttir 80 ára Erla Charlesdóttir Finnfríður Hjartardóttir Sigríður Eysteinsdóttir Stefanía G. Þorbergsdóttir Unnur Magnúsdóttir 75 ára Ásta Eygló Pálsdóttir Bergsveinn Jóhann Gíslason Gunnar Berg Ólafsson Þorgeir Örn Elíasson 70 ára Geir Lúðvíksson Guðný Guðjónsdóttir Jónína Jónsdóttir Magnús Sigurðsson Sigríður Crawford Victorsdóttir Steinunn Þorsteinsdóttir Thorvald Imsland Þórunn Elísabet Guðnadóttir 60 ára Ágúst Árni Stefánsson Björg Jóhannesdóttir Gísli Stefánsson Kristín Magnadóttir Kristján Sigurður Þórðarson Níels Nuka A.M. Davidsen Óskar Friðriksson Sigmundur Stefánsson Smári Karl Kristófersson Sveinn Friðriksson Þórarinn H. Sigvaldason 50 ára Ása Óskarsdóttir Edda Dagný Örnólfsdóttir Einar Karl Karlsson Elfar Jóhannes Eiríksson Elsa Kolbrún Gunnþórsdóttir Gunnþór Eiríksson Ingólfur Björnsson Ingvar Örn Guðjónsson Jóhann Ágústsson Kristbjörg Guðmundsdóttir Kristín Guðnadóttir Magnús Möller Ólöf Hafdís Guðlaugsdóttir Sigursteinn Magnússon Stefán Viðar Erlingsson Þorsteinn Þ. Þorsteinsson 40 ára Alda Björk Valdimarsdóttir Friðrik Garðar Þórðarson Halldór Steinsson Hugrún Ósk Hermannsd. Ingibjörg Magdalena. Överby Ingibjörg Rósa Sigurjónsdóttir Iso Kukalj Jóhann Pétur Kristjánsson Rakel Óladóttir 30 ára Ardee Capsa Medina Barbara M. Gancarek-Sliwinska Einar Magnús Sigurðsson Eva Lára Vilhjálmsdóttir Gunnlaugur Ingi Haraldsson Helena Ósk Óskarsdóttir Jennifer Grace Smith Jóhann Örn Sveinbjörnsson Katrín Dröfn Guðmundsdóttir Kristrún Sif Gunnarsdóttir Lárus Óskarsson Óskar Guðmundsson Sigurbjörn Þór Benediktsson Sigurjón Birgisson Þorsteinn Smári Guðlaugsson Sunnudagur 95 ára Hildigunnur Eggertsdóttir 90 ára Jóhannes Guðmundsson 85 ára Jón Vídalín Karlsson Vigfús Ingimundarson 80 ára Ásthildur Ólafsdóttir Gústaf Sæmundsson Jóhannes Pétursson Þorsteinn G. Húnfjörð Þuríður B. Jónsdóttir 75 ára Alda Guðrún Friðriksdóttir Böðvar Guðmundsson Einar Már Magnússon Eyrún Jóhannsdóttir Hængur Þorsteinsson Kjartan S. Kjartansson Reynald Jónsson 70 ára Ari Sigþór Eðvaldsson Ágústa Pétursdóttir Erla Einarsdóttir Friðleif Valtýsdóttir Kristján Benediktsson María Vilhjálmsdóttir Rósanna Louise Steindal Webb 60 ára Alda Bogadóttir Arndís Inga Helland Guðrún Jónsdóttir Ingólfur Arnar Helgason Jóhanna Kristjánsdóttir Louisa Norðfjörð Einarsdóttir Páll Þór Bergsson Ragnar Bragason Rúnar Pétursson Sigríður Björnsdóttir Vera Ósk Valgarðsdóttir Viðar Einarsson 50 ára Ármann Elísson Baldur Sæmundsson Guðbjartur Kristján Högnaberg Helena Hilmarsdóttir Margrét Dóra Eðvarðsdóttir Marian Blazej Kajdan Ólína Björk Kristinsdóttir Óskar Arnarsson Sigríður María Torfadóttir Stefanía Birna Jónsdóttir Þórunn Jónasdóttir 40 ára Bjarki Elí Ólafsson Bjarnveig B. Sigurðardóttir Dagfinnur Smári Ómarsson Einar Mikael Sölvason Halla Bára Gestsdóttir Jóhannes Birgir Ársælsson Lára Steina Konráðsdóttir Lovelia Sanchez Diaz Rúnar Þór Sævarsson Sigrún Brynja Einarsdóttir Stefanía Unnarsdóttir Sveinn Tryggvason 30 ára Bára Friðjónsdóttir David Vrsovský Erla Ingibjörg Árnadóttir Gunnar Örn Eggertsson Kamila Maria Byczkowska Ómar Freyr Auðunsson Rannveig Hrólfsdóttir Þorbjörn Þórðarson Þuríður Annabell Tix Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.