Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 31
Þá skapar tölvu- væðing ríkisins ákjós- anleg skilyrði fyrir nýsköpun. Til þess að framkvæma hana þarf ríkið þekkingu og nýj- ar stjórnarstofnanir – en umfram allt þó skilning á hlutverki sínu. Við tölvuvæð- ingu opinberra verka og þjónustu verða til tæknilegar lausnir sem geta orðið verð- mætar á markaði. Einnig geta fagstofnanir stutt sprotafyrirtæki við að þróa sér- hæfðan hugbúnað, en alþjóðlegur markaður er fyrir búnað sem ber með sér nýja fagþekkingu og við- urkennd vinnubrögð. Ríkið á einnig að auðvelda sprotafyrirtækjum aðgang að fjár- magni og eru innlendir og erlendir rannsóknarsjóðir mikilvægir í því efni. En fleira þarf til – samstarfs- vilji opinberra stofnana við sprota- fyrirtæki er oft lykilatriði og for- senda aðgangs að fjármagni. Verkin sýna merkin Alþjóðlegar mælingar sýna veika stöðu. Í nýrri rannsókn World Economic Forum er áhersla ríkisstjórna á upplýs- ingatækni mæld og er Ísland þar í 42. sæti af 142 í heildareinkunn, í félagsskap með Kazakhstan og Úrugvæ. Hin Norðurlöndin eru í 10.-17. sæti í heildina á eftir Kan- ada og á undan Frakklandi, (sjá mynd 1.) Samkvæmt mælingum World Intellectual Property Organization fengu íslensk fyrirtæki tvö einka- leyfi á árinu 2011, finnsk 394 og sænsk 669, (sjá mynd 2,) sem birt- ir reiknaðar samanburðarhæfar tölur. Sjá má að jafnvel norsk fyr- irtæki, en Noregur fjárfestir í hefðbundnum auðlindum, fengu 50% fleiri einkaleyfi en íslensk. Gamaldags skólastarf Þótt Íslendingar séu vel mennt- aðir má spyrja hvort þeir hafi rétta þekkingu. Grunnskólarnir hafa veika aðstöðu til raungreina- og tölvukennslu. Önnur skólastig standa lítið betur, en öll vantar þau skýra stefnumörkun og fram- kvæmd til stuðnings opnu tækni- og tölvunámi og frjáls afnot ung- menna af tölvubúnaði undir leið- sögn eru nánast óþekkt. Þá hafa skólarnir ekki opnað störf sín út á netið nema í litlum mæli, samstarf skóla er sjaldnast stutt með nýrri tækni og skörun, Finnland Svíþjóð Dannmörk Noregur Ísland 80,00 70,00 60,00 50,00 40,00 30,00 20,00 10,00 0,00 Fj öl di pr .1 .0 00 .0 00 íb úa Mynd 2. Norræn einkaleyfi í upplýsingatækni árið 2011 (pr. 1 millj. íbúa) Mynd 1. Áhersla norrænna ríkisstjórna á upplýsingatækni Svíþjóð Finnland Dannmörk Noregur Ísland 6,2 6 5,8 5,6 5,4 5,2 5 4,8 4,6 4,4 Ei nk un n (f rá 0- 7) Áhersla á upplýsingatækni Mikilvægi upplýsingatækni í framtíðarsýn Margir telja fjár- festingar í nýsköpun og uppfinningum and- stæðu hefðbundinnar auðlindanýtingar og benda á að afrakstur af þeim sé meiri til skemmri og lengri tíma, auk annarra já- kvæðra samfélags- legra áhrifa. Þannig er jafnvel fullyrt að hér á landi hafi verið fjárfest í röngum greinum – og um það gerðar bækur og bíómyndir. Ríkisstjórnin hefur sýnt þessum sjónarmiðum skilning. En margt bendir til þess að forsendur máls- ins séu veikar og að lítill skiln- ingur ríki á því hvað til þarf. Hér er ekki fjallað um aðstöðu hefðbundinna skapandi greina, sem vonandi er góð, en athyglinni beint að mikilvægasta sviðinu, upplýsingatækninni. Hún veldur mannaflsfækkun við nánast öll hefðbundin störf og skapar um leið ný störf fyrir breytta starfs- ferla – tækifærin felast í ógn- uninni. Hlutverk ríkisins Upplýsingatæknin er að miklu leyti tækni ríkisvaldsins, enda er það handhafi flestra upplýsinga í samfélaginu og staðfestir gildi annarra. Það safnar saman upp- lýsingum með skattskilum, eft- irlitsstarfsemi og söfnun tölulegra staðreynda – auk hinna augljósari hlutverka þess í upplýsingamálum stjórnmála og stjórnsýslu. Þótt upplýsingatæknin taki til margra annarra sviða er enginn einn aðili í jafn sterkri aðstöðu og ríkið til þess að styðja nýsköpun. Ríkið þarf að leiða samfélagið með stefnumörkunum og gera ráð- stafanir í stóru og smáu sem stuðla að sterkari stöðu mannauðs og sprotafyrirtækja. Því ber að skapa þróuninni aðstæður, fjár- festingar þess skapa nýju atvinnu- lífi grundvöll, það safnar ekki einkaleyfum sjálft. Leiðir til nýsköpunar Gögn eru oft grunnur nýrrar þekkingar og opinberir aðilar eiga að mynda, opna og reka gagnasöfn og styrkja starfsemi sprotafyr- irtækja með aðgangi þeirra að þeim. Dæmi um slíkt gætu verið gögn RUV, Fjársýslunnar og heil- brigðiskerfisins. sérhæfing og samvinna skóla og skólastiga á netinu er varla hafin – og tækjabúnaður skóla er oft hlægilega gamall ef hann er yf- irleitt fyrir hendi. Þetta kann að hafa bein neikvæð áhrif á framtíð okkar allra. Vannýttur mannauður Mjög ólíklegt er að fyrir hendi sé ónýttur mannauður með tækni- þekking og má m.a. ráða það af auglýsingum hugbúnaðarfyr- irtækja. Til þess að breyta því mætti flytja inn doktora með raungreinamenntun frá þriðja heiminum gegn veitingu íslensks ríkisborgararéttar. Þá mætti loka flestum tölvudeildum í landinu þannig að rekstur þeirra fari til sérhæfðra gagnavera, hann er oft- ast óhagkvæmur og hugsanlega má þjálfa starfsfólk þeirra hratt til þess að takast á við skapandi störf. Lokaorð Grundvallarmunur er á sviðs- myndum framtíðar fyrir íslenskt samfélag eftir því hvaða fjárfest- ingarkostir eru valdir – og við þurfum að velja farsælustu leið- irnar fyrir afkomendur okkar. Þótt einstaka nýsköpunarverkefni hafa náð árangri án stuðnings rík- isins er atbeini þess oftast skilyrði velgengni. Ef ríkisstjórninni, Al- þingi og Stjórnarráði Íslands auðnast ekki að móta metn- aðarfulla stefnu í nútímalegri hag- nýtingu upplýsingatækni og fram- kvæma hana af alvöru er framtíð okkar háðari raforkuvinnslu, stór- iðju og annarri hefðbundinni auð- lindanýtingu en margir hafa áhuga á. Eftir Hauk Arnþórsson »Ef ríkisvaldið styður ekki uppbyggingu upplýsingatækni kann framtíð okkar að verða háðari hefðbundinni auðlindanýtingu en margir hafa áhuga á. Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Að fjárfesta í mannauðnum UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Yamaha píanó og flyglar með og án “silent” búnaðar. Áratuga góð reynsla gerir Yamaha að augljósum kosti þegar vanda skal valið. Veldu gæði, veldu Lokið er prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi og líkaði mönnum niðurstaðan á ýmsa vegu eins og gengur. Einn sem fannst hann ekki hafa erindi sem erfiði var prest- urinn í Holti undir Eyjafjöllum, sem hafði vænst miklu meira fylgis. Það sem hins vegar kom undirrituðum á óvart var að presturinn skyldi svala von- brigðum sínum á síðum Morg- unblaðsins sl. miðvikudag með því að finna sér nýjan andskota og veitast að formanni flokksins með ónotum, sem reyndar eru ekki svara verð. Frekar átti ég von á að maður sem hefur útvalið sjálf- an sig til að boða trú og siðferði beitti sér af alefli fyrir friði með því að sameinast í því að reka af höndum okkar fjanda þann, sem núverandi ríkisstjórn er, óalandi og óferjandi. Það er rétt að Bjarni Benedikts- son núverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins er ekki gallalaus maður og hvað ættum við svo sem að gera við slíkan mann, svo vitnað sé í orð Jóns Pálmasonar forseta Alþingis, þegar hann tilkynnti um kjör Bjarna Benediktssonar til formennsku í flokknum á lands- fundi á sínum tíma, þegar hann tók við af Ólafi Thors. Við sem þekkjum vel til Bjarna til langs tíma erum öndverðrar skoðunar við prestinn um getu hans og hæfileika til starfans sem flokks- menn hafa ítrekað falið honum á réttum vettvangi. Hann hefur allt sem prýða má einn stjórnmálafor- ingja, enda hógvær og kurteis, vel menntaður og hefur aflað sér dýr- mætrar reynslu. Bjarni hefur umfram alla flokksmenn getu og undirbúning til þess að byggja brýr yfir í aðra stjórnmálaflokka, sem hlýtur að reyna á eftir kosningarnar. Það er glapræði og hið mesta óhappaverk að efna til átaka um forystu Sjálfstæðisflokksins, þegar við blasir að einmitt nú eiga menn að æfa áralagið og leggjast síðan á árarn- ar og róa í eina átt. Ekki skortir á að áhöfnin er góð en sundruð mun hún engu landi ná. Við skulum láta vinstri mönnum eftir þá list að slíta sund- ur friðinn og splundrast í allar átt- ir eins og þeir hafa náttúru til. Presturinn í Holti er vissulega góður liðsmaður og hefur gjarnan látið muna um sig í starfi Sjálf- stæðisflokksins og stundum farið mikinn á landsfundum. Hann syndir sjói stjórnmálanna eins og flatfiskur og enginn veit á hverj- um tíma hvorri hliðinni hann snýr upp, þeirri ljósu eða dökku. Nú er meiri þörf á að hann snúi þeirri dökku niður. En ég held að Bjarni Benedikts- son missi ekki svefn þótt ein- hverjir narti í hann annað slagið, því honum er gefið að greina kjarnann frá hisminu og ég reikna með að í þessu tilviki hugsi hann áþekkt og Hákon alþingismaður í Haga. „Þetta leggur Drottinn á mann til þess að reyna mann.“ Ergi prestsins í Holti Eftir Árna Emilsson Árni M Emilsson » Það sem hins vegar kom undirrituðum á óvart var að presturinn skyldi svala vonbrigðum sínum á síðum Morgun- blaðsins með því að finna sér nýjan and- skota og veitast að for- manni flokksins með ónotum... Höfundur er sjálfstæðismaður og fyrrverandi bankamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.