Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Hæstiréttur vísaði áfimmtudag máli olíufé-laganna, OlíuverslunarÍslands hf., Skeljungs hf. og Kers hf. (Essó) gegn Samkeppn- iseftirlitinu og ríkinu frá dómi. Auk þess var olíufélögunum þremur gert að greiða bæði Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu 15 milljónir króna hvoru í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þar með stendur úr- skurður áfrýjunarnefndar frá því í janúar 2005 þar sem olíufélögin voru sektuð um 1,5 milljarða fyrir brot á samkeppnislögum. Tólf árum eftir að Samkeppnis- stofnun hóf rannsókn á málinu hefur Hæstiréttur komist að niðurstöðu í þessu máli sem vakti gríðarlega at- hygli almennings á sínum tíma. Málið hófst með miklum látum í desember árið 2001 þegar starfsmenn Sam- keppnisstofnunar og lögreglu mættu á skrifstofur olíufélaganna þriggja og framkvæmdu ítarlegar húsleitir. Á annnan tug manna frá lögreglu og samkeppnisyfirvöldum mættu sam- tímis á skrifstofur olíufélaganna og stóðu húsleitirnar yfir í heilan dag. Vakti gríðarlega athygli Í aðdraganda húsleitanna hafði verið töluverð umræða í samfélaginu um verðlagningu olíufélaganna. Þá- verandi formaður LÍÚ hafði t.a.m. kallað eftir opinberri rannsókn á starfsháttum olíufélaganna skömmu áður. Þá höfðu Samtök iðnaðarins óskað eftir að athugun Samkeppnis- stofnunar á verklagi olíufélaganna yrði hraðað. Í október 2004 komst Samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hefðu gerst sek um al- varleg brot á samkeppnislögum. Var samráðið sagt hafa staðið yfir í að minnsta kosti níu ár. Sektirnar námu um 2,6 milljörðum króna. Í kjölfarið magnaðist umræða um málið í sam- félaginu og hart var deilt á for- ystumenn olíufélaganna sem í hlut áttu. Þrír einstaklingar sem voru í forystu hjá olíufélögunum á þeim tíma drógu sig út úr ábyrgð- arstörfum sem þeir gegndu í sam- félaginu, í kjölfar úrskurðarins, í því augnamiði að sefa reiði almennings. Hæst bar afsögn Þórólfs Árnasonar, þáverandi borgarstjóra, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Essó. Úrskurði Samkeppnisráðs var áfrýjað til áfrýjundarnefndar sam- keppnismála sem úrskurðaði í málinu í lok janúar 2005. Áfrýjunarnefndin komst að svipaðri niðurstöðu og Sam- keppnisráð en lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða. 2005 höfðuðu öll olíufélögin þrjú mál á hendur Samkeppniseftir- litinu og kröfðust ógildingar á úr- skurði áfrýjunarnefndarinnar eða lækkana á sektum. Mál félaganna þriggja var sameinað og í mars á síð- asta ári felldi héraðsdómur ákvörðun úrskurðarnefndar samkeppnismála úr gildi og gerði íslenska ríkinu að end- urgreiða olíufélögunum sekt- argreiðslur. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að annmarkar á upp- haflegri málsmeðferð leiddu til þess að fella yrði úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi. Það var svo á fimmtudag sem Hæstiréttur vísaði máli olíufélag- anna frá héraðsdómi. Í dómi Hæstaréttar eru m.a. raktir veru- legir annmarkar á málatilbúnaði fé- laganna þriggja. Því stendur úr- skurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 2005. Frá því mál olíufélaganna voru sameinuð í febrúar 2006 hafði það verið tekið fyrir 48 sinnum í héraði þar til aðal- meðferð fór fram í byrjun árs 2012. Í dómi Hæstaréttar segir frá fá- heyrðum töfum á málinu og að þær megi að mestu rekja til óútskýrðs dráttar á vinnslu endurtekinna matsgerða. Hinsvegar beri dómara að stuðla að því að mál sé rekið með hæfilegum hraða í samræmi við lög um meðferð einkamála. Á því hafi orðið mikill misbrestur, en þó er tekið fram að tafirnar séu að mestu aðilum málsins að kenna. Átta ára gamall úrskurður stendur Hagsmunir Olíusamráðið hefur verið vinsælt umræðuefni þjóðarinnar í tólf ár. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórn-in fer ekkileynt með vilja sinn til að þoka Íslandi inn í Evrópusam- bandið og eru stjórnarflokkarnir samstiga í því þrátt fyrir yfirlýsta skoð- un ýmissa forystumanna Vinstri grænna um hið gagn- stæða. Eftir því sem tíminn líður og aðförin að sjálfstæði og fullveldi Íslands verður augljósari, kemur ásetningur þessara forystumanna æ skýrar fram. Á sama tíma og þeir segjast andvígir því að Ísland gerist aðili að Evr- ópusambandinu eða verði lagað að sambandinu á með- an viðræður um aðild standa yfir, vinna þeir baki brotnu að aðlöguninni við hlið Sam- fylkingarinnar. Enginn mun- ur er á störfum þessara flokka í nefndum þingsins og enginn munur er á störfum ráðherra þeirra eftir að Vinstri grænir hröktu and- stæðing aðildar úr ráðherra- stóli. Á þingi í vikunni vakti Bjarni Benediktsson athygli á að í fram komnu frumvarpi til stjórnskipunarlaga segi að ástæða sé til að tryggja stjórnskipulegan grundvöll fyrir frekari þróun EES- samningsins og að lagt sé til að opnað verði fyrir framsal ríkisvalds til stofnana sem Ísand eigi ekki aðild að. Lát- ið sé að því liggja af hálfu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að þetta sé nauðsynlegt. Bjarni spurði utanríkis- ráðherra að því hvers vegna í ósköpunum við ættum að gera breytingar á stjórnar- skrá okkar að kröfu Evrópu- sambandsins þó að sú breyt- ing eigi sér engan grundvöll í EES-samningnum. Svar utanríkisráðherra við þessu var á þá leið að EES- samningurinn hefði breyst svo mikið að breytingar á ís- lensku stjórnarskránni væru nauðsynlegar. Ennfremur að ef við breyttum ekki stjórn- arskránni og heimiluðum valdaframsalið kynnum við að standa frammi fyrir því að þurfa að hætta í EES- samstarfinu. Bjarni svaraði því til að til- laga ríkisstjórnarflokkanna fæli í sér grundvallarbreyt- ingu á EES-samstarfinu og að það væri rangt hjá utan- ríkisráðherra að samstarfið hefði þróast með þeim hætti sem hann lýsti. „Það sem hefur gerst er að Evrópusambandið fer í auknum mæli fram á að allt vald verði fært til stofnana þess en það er fráhvarf frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, það er meiri háttar breyting á samkomulagi sem gert var á sínum tíma. Við eigum ekki að undirgangast það með því að fara í breytingar á stjórn- arskránni.“ Í svari ráðherra við þess- um athugasemdum kom fram hvað í raun og veru býr að baki þeim breytingartillög- um sem stjórnarflokkarnir hafa gert. Hann sagði að eins og mál hefðu þróast væri „miklu hreinlegra fyrir okk- ur að ganga í Evrópusam- bandið“. Þó að við gerðum það ekki þyrftum við hvort sem er að fara þá leið að framselja valdið. Sú breyting á stjórnar- skránni sem þarna er lögð til er með öðrum orðum, eins og flest annað sem ríkisstjórn- arflokkarnir taka sér fyrir hendur, liður í því að þvinga Ísland inn í Evrópusam- bandið. Því er haldið fram að ef ekki verði fallist á að fram- selja valdið til Brussel verði Ísland þvingað út af EES- svæðinu. En á hverju byggist sú fullyrðing utanríkis- ráðherra? Hver hefur hótað því að ýta Íslandi út? Og hvaða breytingar eru það sem orðið hafa á EES- samstarfinu sem gera Íslandi ókleift að taka þátt í því áfram að óbreyttri stjórnar- skrá? Niðurstaðan af orðaskipt- um Bjarna Benediktssonar og Össurar Skarphéðins- sonar er vitaskuld sú að ekk- ert knýr Ísland til að breyta stjórnarskránni að því leyti sem hér um ræðir nema í huga þeirra sem mega ekki til þess hugsa að Ísland standi áfram sjálfstætt og fullvalda utan Evrópusam- bandsins. Öllum ráðum er beitt til að klípa smám sam- an utan af landinu þannig að það renni sem greiðlegast of- an í Evrópusambandið. Mikilvægt er, ekki síst á lokadögum þessa síðasta þings núverandi ríkisstjórn- ar, að varðstöðunni sé haldið og þess gætt að Vinstri grænum og Samfylkingunni takist ekki áformin um áframhaldandi aðlögun Ís- lands. Öllum brögðum, þar með talið falsrökum, er beitt til að laga Ísland að ESB} Stjórnarskráin löguð að Evrópusambandinu E kki er með öllu útilokað að smáa letrið sé jafnsmátt og sagt er til að enginn átti sig á hvað þar kemur fram. Ekkert skal þó fullyrt. Þetta var á ósköp venjulegum fimmtudags- morgni. Unglegur maður á miðjum aldri vaknaði laust fyrir klukkan sjö, þegar út- varpsklukkan á náttborðinu fór í gang. Ung- legi maðurinn sneri sér á hina hliðina og hlust- aði á fréttirnar; heyrði af sprengingu í útlandinu, fíkniefnaakstri í höfuðborginni, veðri og færð um land allt. Strax að loknum fréttum steig sá unglegi gætilega fram úr rúminu. Gekk því næst niður þrettán tröppur til þess að vekja unglinginn, sem sefur á jarðhæðinni. Að því búnu – eftir um það bil stundarfjórðung – lá leiðin stuttan spöl inn á baðherbergi til að pissa. Þegar eiginkonan, sem enn var á efstu hæðinni, heyrði óvenjulegan dynk tók hún stökk niður tröppurnar þrett- án og þar lá sá unglegi í hnipri á ganginum. Henni datt fyrst sóknarpresturinn í hug og þvínæst líkkistusmið- urinn en ákvað, þegar karlmaðurinn sýndi lífsmark, að hringja í vaktlækni. Sá ráðlagði henni að drösla eigin- manninum út í bíl og koma upp á spítala, en snerist fljót- lega hugur og sagðist myndu koma á vettvang. Læknirinn var ekki í vafa: blóðþrýstingsfall. Einmitt býsna algengt að sögn hjá miðaldra karlmönnum þegar þeir fara fram úr á morgnana til þess að kasta af sér vatni. Ekki var tekið fram hvort það væri algengara hjá unglegum miðaldra körlum en öðrum mið- aldra körlum. Ekki vildi betur til en svo að þegar leið yfir herramanninn, við blóðþrýstingsfallið, var hann kominn að klósettinu og skall harkalega með andlitið á postulíninu með þeim afleið- ingum að tönn sprakk. Klósettið skemmdist blessunarlega ekki. Vegna kvala afréð sá óheppni að panta sér tíma hjá tannlækni og sá kom vitaskuld fljót- lega auga á að ekki var allt með felldu; tönnin illa sprungin og rótin reyndar með öllu ónýt. Eftir vangaveltur, í beinni og óbeinni merkingu þess fallega orðs, lá tönnin á borði læknisins, sem og rótin, en herrann gat loks flautað uppáhaldslag afa síns með því fagra blásturshljóði sem eingöngu tannlausir af- reka. Gekk í barndóm að því leyti. Tönninni fátækari gekk unglegi, miðaldra maðurinn út í hversdaginn og velti strax fyrir sér hvernig best væri að ná sér í aukavinnu til að brúa bilið þar til trygginga- félag hans til áratuga reiddi fram greiðslu fyrir nýrri tönn í stað þeirrar sem klósettið kom fyrir kattarnef. Hann bægði hugmynd um tímabundna aukna vinnu fljótlega frá sér og hugleiddi þess í stað bankarán. Tjónið yrði nefnilega því miður ekki bætt þar sem ekki var um að ræða slys. Slys er „skyndilegur utanaðkomandi at- burður sem veldur meiðslum á líkama þess sem vá- tryggður er og gerist án vilja hans“. Hefði klósettið dott- ið á manninn hefði hann fengið tönnina bætta en ekki fyrst það var öfugt. Ansans ólán. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Ólán í óláni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hjá lögmanni Olíuverslunar Ís- lands hf. fengust þær upplýsingar að lagalega sé ekkert því til fyrir- stöðu að félagið geti höfðað annað mál. Hinsvegar sé dómur nýfallinn og möguleikar á slíku hafi ekki ver- ið ræddir. Hann sagði það hafa komið mjög á óvart að málið hefði ekki fengið efnislega umfjöllun fyrir Hæstarétti en vildi að öðru leyti ekki tjá sig nánar um dóminn að svo stöddu. Heimir Örn Her- bertsson, lögmaður Samkeppnis- eftirlitsins, segir dóminn ekki endilega koma á óvart. Samkeppn- iseftirlitið hafi bent á annmarka í málatilbúnaði olíufélaganna fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur taki und- ir þær athugasemdir og geri í raun frekari athugasemdir í dómi sínum en samkeppnisyfirvöld höfðu áður gert. Gætu höfðað annað mál ER DEILU SEM STAÐIÐ HEFUR YFIR Í TÓLF ÁR LOKIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.