Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkrókur Sá ótíðarkafli sem dunið hefur á landsmönnum undanfarna daga sneiddi að mestu hjá Skagafirði, og hefur veðurfar það sem af er ári verið þokkalega gott. Enda er nú dag tekið að lengja og ekki sortnaði yfir með góðri niðurstöðu ICESAVE-málsins. Hér hefur nú hver viðmælandi ná- kvæmlega sömu skoðun og forsætis- ráðherra, sem í hjarta sínu vissi allan tímann að óbilgjarnar kröfur væru lögleysa og sigur mundi vinnast, enda öll lög með Íslendingum.    Eftir að Alexandersflugvöllur hefur staðið ónotaður um margra mánaða skeið, hófst aftur áætl- unarflug til Sauðárkróks nú í vikunni, Skagfirðingum til mikillar ánægju, og þó að fyrsta ferðin hafi ekki geng- ið alveg samkvæmt áætlun hugga menn sig við að fall er fararheill.    Þó margt sé á uppleið er þó ýmislegt sem er til lítillar ánægju, og þannig upplýsti sveitarstjóri Ásta Pálmadóttir, að kostnaður við snjó- mokstur á liðnu ári hefði verið nánast þrefaldur miðað við undanfarin ár, og það sem af væri vetri væri kostn- aðurinn kominn í um tuttugu millj- ónir.    Skagfirðingar eru ekki hressir í andanum þessa dagana vegna þess hve fjölmörg störf eru að hverfa úr héraði og nægir þar að nefna að Rík- harður Másson sýslumaður hefur nú vegna aldurs látið af störfum, en embættinu a.m.k. næsta ár þjónað af sýslumanninum á Blönduósi. Þá hef- ur umdæmisstjóri Vegagerðarinnar verið fluttur til Akureyrar.    Tugir starfa við Heilsustofn- unina, Fjölbrautaskólann, Háskólann á Hólum, svo einhverjar stofnanir séu nefndar, hafa tapast og eins og víðar á landinu gerist um þessar mundir, hafa ungir Skagfirðingar ver- ið að fæðast í bílsætum hingað og þangað um héraðið, þegar ófært hefur verið til Akureyrar, en fyrir er lagt að flytja allar fæðandi konur þangað.    Sveitarstjóri nefnir að „sunn- anþjónustan“ færist sífellt í vöxt og nefnir sem dæmi að ekki megi heil- brigðisfulltrúi sveitarfélagsins lengur taka sýni t.d. vegna urðunar sorps, heldur verði að koma til sérstakur fulltrúi að sunnan, en síðan berist reikningur upp á einhver hundruð þúsunda, enda sæki miðstýring og stofnanavald Reykjavíkursvæðisins sífellt í sig veðrið.    Ný viðbygging við Árskóla er í fullum gangi, og var nýlega samþykkt í sveitarstjórn að ganga til samninga við Kaupfélag Skagfirðinga um sex hundruð milljón króna lán til fram- kvæmdanna. Lánið ber enga vexti en fylgir byggingavísitölu þar til ári eftir að framkvæmdum lýkur, en þá verður greiddur helmingur þess, en 300 millj- ónir lánaðar áfram á sömu kjörum til fimm ára.    Á hafnarsvæðinu er einnig mik- ið um að vera, unnið er að gerð nýrrar smábátahafnar, sem tekin verður í notkun 15. júní næstkomandi. Tilboð í flotbryggjurnar verða opnuð í næstu viku. Þá er Ísfell hf. að reisa glæsi- legt netaverkstæði á hafnarsvæðinu og sagði Rúnar Kristjánsson neta- gerðarmeistari að um ámóta bylt- ingu yrði að ræða við flutning í nýja húsið og þegar flutt var úr torfbæ í raflýst og upphitað nútímahúsnæði. Nýja verkstæðið er um 600 m² og með öllu sem til þarf vegna starfs sem þar á að fara fram. Rúnar áætl- aði kostnað við bygginguna um 100 milljónir og er afhending hússins áætluð 22. mars nk.    Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, fagnar 20 ára afmæli á þessu ári og sendir af því til- efni m.a. glæsilegan kynningarbækl- ing um skólann og það námsframboð sem þar er. Er nánast með ólíkindum hversu fjölbreytt og yfirgripsmikið starf fer fram í þessari stofnun, sem sannanlega hefur fest sig sessi og sannað ágæti sitt.    Skagfirðingar blóta þorrann sem ákaflegast með þjóðlegum heimafengnum mat og kannski drykk líka og skemmtiatriðum, þar sem tíminn frá síðasta þorrablóti er tekinn saman í revíuform og stund- um víst farið á ystu nöf, en vonandi komast allir ósárir og í góðu skapi frá þeim leik. Mannlífið býsna gott í Skagafirði þrátt fyrir allt Ný starfsstöð Ísfell hf. er að reisa glæsilegt netaverkstæði á hafnarsvæð- inu. Hér má sjá Rúnar Kristjánsson netagerðameistara að störfum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum handtekið sjö öku- menn sem óku undir áhrifum fíkni- efna. Um var að ræða sex karlmenn og eina konu. „Kannabislyktin af einum þeirra var beinlínis yfirþyrmandi þegar hann var færður inn í lögreglu- bifreið,“ segir í frétt frá lögregl- unni. Við húsleit á heimili annars öku- manns fundu lögreglumenn kanna- bisefni í skúffu, poka með hvítu efni í ísskáp, stera og steratöflur. Þriðji ökumaðurinn, af þessum sjö, var með kannabis á sér þegar hann var handtekinn. Í fjórðu bifreiðinni, sem stöðvuð var vegna fíkniefna- aksturs ökumanns, reyndist annar tveggja farþega vera með kannabis í fórum sínum. Ökumennirnir sjö sem handteknir voru eru á aldr- inum frá sautján ára til tæplega þrí- tugs. Þá voru fjórir ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík í fyrrinótt. Morgunblaðið/Júlíus Margir teknir fyrir fíkniefnaakstur Þriðjudaginn 5. febrúar klukkan 12:00 mun Heimssýn standa fyrir opnum fundi um framtíð aðild- arumsóknar Íslands að ESB í Nor- ræna húsinu. Ásmundur Einar Daðason, for- maður Heimssýnar, setur fundinn, en fundarstjóri verður Páll Magn- ússon útvarpsstjóri. Talsmenn stjórnmálaflokkanna munu flytja framsöguræður en þeir eru: Árni Þór Sigurðsson – þing- flokksformaður Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs, Bjarni Benediktsson – formaður Sjálf- stæðisflokksins, Guðmundur Stein- grímsson – formaður Bjartrar framtíðar, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson – formaður Framsókn- arflokksins og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, en kjöri hans verður lýst í dag. Rætt um framtíð aðildarumsóknar Raddir fólksins boða til útifundar um stjórnarskrármálið á Aust- urvelli laugardaginn 2. febrúar, kl.15:00. Ræðumenn verða Katrín Fjeld- sted læknir og Þorvaldur Gylfason, prófessor. Fundarstjóri er Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur Í lok fundar mun Hróshópurinn veita grasrótarhreyfingum og sjálf- boðaliðum sem hafa unnið gegn Icevave-málinu viðurkenningu. Fundur á Austurvelli STUTT Góð hóteltilboð eru í boði, t.d. 7 nætur á 5 stjörnu hóteli frá ca. 196 evrum með morgunmat og kvöldverði (Tveir í tvöföldu herbergi). KEF - AYT AYT - KEF ISK 14.02.2013 21.02.2013 ISK 58‘000* 21.02.2013 28.02.2013 ISK 62‘000* 28.02.2013 07.03.2013 ISK 68‘000* 07.03.2013 14.03.2013 ISK 58‘000* 14.03.2013 21.03.2013 ISK 58‘000* 21.03.2013 28.03.2013 ISK 62‘000* 28.03.2013 04.04.2013 ISK 62‘000* Þjónustudeild: 5 711 888 www.oska-travel.is ÓTRÚLEGT TILBOÐ - FLUG KEFLAVÍK - ANTALYA TYRKLAND 58.000KR FRÁ AFSLÁTTARKÓÐI: INF132MB * Fæst ekki endurgreitt / fæst ekki skipt - Verð fyrir einn fram og til baka. Bókunar-og fluggjöld innifalin, að undanskildum eldsneytis- og alþjóðagjöldum. Aðrar flugsamsetningar ekki mögulegar. Styrking • Jafnvægi • Fegurð CCFlax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Víði. www.celsus.is Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur! Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa og tryggja góða starfsemi ristilsins. Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.