Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Hollensk stjórnvöld þjóðnýttu fjórða stærsta banka landsins, SNS Reaal, fyrir 3,7 milljarða evra eða 638 millj- arða króna í gær en hann er sagður kerfislega mikilvægur. Stjórnendur bankans höfðu undanfarnar vikur leitað eftir fjármagni frá einkaaðil- um, án árangurs, vegna þess að er- lendar fasteignir bankans, einkum á Spáni, höfðu rýrnað jafnt og þétt í verði og var svo komið að bankinn var ekki lengur greiðslufær. Hlut- hafar og eigendur víkjandi lána töp- uðu eign sinni. ABN Amro var þjóðnýttur árið 2009 og eru nú tveir af fjórum bönk- um landsins sem sagðir eru kerfis- lega mikilvægir í eigu hollenska rík- isins. Stjórnvöld munu láta bankanum í té 2,2 milljarða evra og afskrifa 800 milljóna evra lán sem hollenska ríkið veitti í fyrri björg- unaraðgerð í fjármálakreppunni. Einnig verða 700 milljónir evra af- skrifaðar af fasteignasafni bankans. Til að koma til móts við hve miklu af skattfé hefur verið varið í björg- unina á SNS Reaal, sem margir eru óánægðir með, verður lagður á eins milljarðs evra skattur á hollenska banka árið 2014 og er litið á það sem framlag þeirra til að viðhalda heil- brigðum rekstri fjármálakerfisins, segir í frétt Financial Times. Forstjóri og fjármálastjóri sögðu upp störfum eftir þjóðnýtinguna. Fjármálaráðuneytið segir að stjórn- endur bankans muni ekki fá bónus- greiðslur og að búast megi við launa- lækkunum. helgivifill@mbl.is AFP Þjóðnýting Yfirmaður Seðlabanka Hollands og fjármálaráðherra landsins fengu það leiðinlega verkefni að tilkynna þjóðnýtinguna í gær. Þjóðnýta fjórða stærsta bankann  Holland á 2 af 4 stærstu bönkunum Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ WAVE lounge Áklæði 269.000.- Leður 289.000.- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.