Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Niðurstaðan í Icesave-málinu varmikið áfall fyrir forystumenn og helstu talsmenn ríkisstjórn- arflokkanna. Hún afhjúpaði end- anlega að þeir höfðu allt aðra hags- muni en íslenska í huga þegar þeir tóku þá afstöðu að hengja óbærilegar skuldir á íslenskan almenning.    Og niðurstaðanþýddi að þeir gátu ekki notað dóm- inn til að réttlæta gjörðir sínar.    Þess vegna þoraþeir ekki að ræða málið og afboða frek- ar fundi en að þurfa að ræða niðurstöðu sem var svo hagfelld fyrir þjóðina en um leið óhagfelld fyrir þá sjálfa.    En það er ekki allt. PR-mennflokkanna, sem urmull er af í nýjum stöðum í stjórnarráðinu, komust að þeirri niðurstöðu að nú nægði ekki að láta lítið fyrir sér fara.    Nú þyrfti að þyrla upp moldviðriog færa umræðuna annað.    Og þá var ekkert annað í stöðunnien að grafa upp gamalt og ónothæft frumvarp Steingríms J. um endurtekna árás á sjávarútveginn.    Fyrir Icesave-dóminn voru Mörð-ur og ýmsir aðrir í Samfylking- unni alfarið á móti frumvarpinu svo að það var dregið til baka.    En neyð brýtur lög og nú eruMörður og félagar orðnir ein- dregnir stuðningsmenn þess að ráð- ast frekar á sjávarútveginn en að ræða áfall ríkisstjórnarflokkanna vegna Icesave-niðurstöðunnar. Steingrímur J. Sigfússon Neyð brýtur lög STAKSTEINAR Mörður Árnason Veður víða um heim 1.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Bolungarvík -5 heiðskírt Akureyri -8 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 1 slydda Vestmannaeyjar 5 skýjað Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 1 skýjað Ósló -6 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 skúrir Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -1 skýjað Lúxemborg 5 skúrir Brussel 7 skúrir Dublin 5 skúrir Glasgow 6 léttskýjað London 7 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 3 skýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 8 alskýjað Moskva -1 alskýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -27 léttskýjað Montreal -12 snjókoma New York -1 alskýjað Chicago -16 léttskýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:04 17:20 ÍSAFJÖRÐUR 10:25 17:09 SIGLUFJÖRÐUR 10:09 16:51 DJÚPIVOGUR 9:38 16:45 Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál gegn tveimur fyrrverandi lög- reglumönnum og starfsmönnum sérstaks saksóknara. Þeir voru sak- aðir um brot á þagnarskyldu í op- inberu starfi er þeir unnu fyrir þrotabú Milestone, í gegnum fyr- irtæki sitt PPP, um leið og þeir unnu fyrir sérstakan saksóknara. Jón Þór Ólason, lögmaður mann- anna, sagði það verða skoðað vand- lega að krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem þeir hefðu orðið fyr- ir vegna málsins. „Þetta hefur tekið níu mánuði af lífi þeirra,“ sagði Jón Þór. „Þeir voru bornir röngum sök- um og þeir hafa orðið fyrir gríð- arlegu tjóni vegna þess.“ Jón Þór sagði það hafa komið fram í yfirheyrslum hjá ríkis- saksóknara að tiltekinn starfs- maður embættis sérstaks saksókn- ara hefði haft samband við einn af viðskiptavinum PPP og gefið í skyn að ekki væri eðlilegt að vera áfram með eigendur PPP í vinnu vegna þess að þetta mál væri til rann- sóknar hjá lögreglu. Þetta varð til þess að viðskiptavinurinn sleit við- skiptasambandinu við PPP. Annar maðurinn sá sig knúinn til að hætta kennslu vegna kærunnar. Jón Þór sagði málið einnig hafa verið meið- andi fyrir æru þessara manna, en nú hefðu þeir verið hreinsaðir af öllum sakargiftum. gudni@mbl.is Skoða að krefjast skaðabóta  Hreinsaðir af öll- um sakargiftum Morgunblaðið/Eggert Ríkissaksóknari Felldi niður mál gegn fyrrverandi lögreglumönnum. Vikuferð 03.04.–10.04. 2013. Fimm golfdagar ásamt mat og kvöldskemmtun. Lokakvöld með veglegri verðlaunaafhendingu og stórtónleikum með fyrirliðunum Stebba Hilmars og Eyfa. Fyrsta daginn verður þó sjálfstætt upphitunarmót á Las Ramblas með „Texas Scramble“ fyrirkomulagi svona rétt til að koma golfurum á bragðið eftir lítið golf um veturinn. • Flug báðar leiðir ásamt öllum sköttum • Flugvallaakstur og akstur til og frá golfvöllum • Gisting í hótelíbúðum á Playa Marina í strandhverfinu Cabo Roig • Morgunverðarhlaðborð á veitingastað íbúðahótelsins • Allt golf í 5 daga • Kvöldmatur og skemmtun, 5 kvöld • Lokahóf ásamt verðlaunaafhendingu og tónleikar með Stebba & Eyfa Fyrirspurnir eða frekari upplýsigar á aktravel@aktravel.is eða info@costablanca.is og einnig 4600600 eða 6621447. O P E N Golfmót Íslendinga á Spáni ásamt þátttöku í Costablanca Open golfmótinu, ærlegri skemmtun og tónleikum með Stebba & Eyfa. Stebbi & Eyfi verða fararstjórar ferðarinnar og um leið fyrirliðar sinna liða í Costablanca Open golfmótinu. Hópnum verður skipt upp í tvö lið sem keppa innbyrðis alla daganna. Einnig verður keppt í parakeppni (Betri Bolti) þar sem samanlagt skor alla daganna með tilliti til for- gjafar ræður úrslitum. Costablanca Open er 4ra daga mót og spilaðar 72 holur á eftir- farandi völlum: Spilaðir tveir hringir á hinum eftirsótta og margrómaða Las Colinas go lfvellinum Myndir úr síðustu ferð á www.facebook.com/costablanca.is Léttleikandi golfferð til Spánar Beðið eftir Tigerhollinu á 18. h olu á Las Colinas Spilaðir 2 hringir Spilaður 1 hringur Spilaður 1 hringur Verð kr. 182.500, m.v. 4 saman í íbúð og kr. 195.500 m.v. 2 saman í íbúð og innifalið:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.