Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 20
metnað í deildina og sjá hverju það skilar. Ég er með hesta í allar greinar. Ef allt heppnast vel þá get ég unnið en það á við um marga aðra og ég get ekki stjórn- að því hvernig þeim gengur,“ segir Eyjólfur um markmiðin í ár. Hann náði sér í gull í saman- lögðum fjórgangsgreinum á síð- ustu Heimsleikum íslenska hests- ins, á frænku Hlekks, Ósk frá Þingnesi, sem einnig er úr ræktun VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er langbesti hestur sem ég hef unnið með og er þakklátur fyr- ir að hafa tekið hann. Ekki dregur úr ánægjunni að hann er úr rækt- un hjá pabba og ég hef tamið hann og þjálfað svo þetta er allt innan fjölskyldunnar,“ segir Eyjólfur Þorsteinsson sem sigraði glæsilega í fyrstu keppni vetrarins í meist- aradeildinni í hestaíþróttum, í fjór- gangi í Ölfushöllinni. Hann ræðir um hest þeirra feðga, Hlekk frá Þingnesi. „Hann er fallegur og kátur og skemmtilegur og hefur svo margt sem aðrir hafa ekki. Maður fær eitthvað gott hvern einasta dag í þjálfun. Ég hef verið með hesta í fremstu röð en aldrei fengið þessa sérstöku tilfinningu,“ segir Eyjólf- ur. Tímir ekki að láta Hlekk Eyjólfur hefur áður náð góðum árangri í meistaradeildinni, hefur til dæmis orðið í 2. og 3. sæti í heildarstigakeppninni. „Ég var ekki nógu vel undirbúinn í fyrra en nú ætla ég að leggja allan minn Þorsteins Eyjólfssonar togaraskip- stjóra í Hafnarfirði. Hann á því rétt á að taka þátt í HM í Berlín í sumar. Ekki hefur hann ákveðið hvaða hesti hann keppir á, segist eiga nokkra möguleika hér heima og einnig aðgang að hestum erlendis. „Ég fer ekki á HM aðeins til að vera með, ég fer með hross sem ég tel að ég geti náð góðum árangri með,“ segir Eyjólfur. Hann vill ekki fara með Hlekk, ef hann kemst hjá því. „Ég held í Hlekk eins lengi og ég get. Þetta er ung- ur hestur sem á framtíðina fyrir sér og ég tími ekki að missa hann. Mikilvægt er fyrir mig að hafa góðan hest og erfitt að finna annan ef hann fer.“ Eyjólfur lauk reiðkennaranámi frá Háskólanum á Hólum og kenndi tvo vetur við skólann eftir það. Hann hefur einnig kennt tölu- vert erlendis. „Mér finnst það gaman, maður kynnist fólki og lærir mikið af því sjálfur. Þetta stækkar heiminn fyrir mig.“ Hann tekur undir þau orð að sigur í sterkum mótum veki athygli á knöpum. „Reynslan hefur þó kennt mér að taka slíku með jafnaðar- geði. Það er svo stutt á milli hlát- urs og gráts,“ segir Eyjólfur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigurvegarar Eyjólfur Þorsteinsson og Hlekkur frá Þingnesi taka við viðurkenningum að lokinni keppni. Mikilvægur Hlekkur  Eyjólfur Þorsteinsson leggur metnað í þátttöku í meist- aradeildinni og fer á HM í Berlín til að ná árangri 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Stærsta atriðið er aðhald. Við byrj- uðum á því að minnka stjórnkerfið og erum með kostnað við yfirstjórn og sameiginlegan kostnað með því allra lægsta reiknað á íbúa á öllu landinu. Við fækkuðum stjórnunarstöðum úr 18 í níu. Við innleiddum kúltúr sem byggist á því að fara vel með pen- ingana án þess að skerða þjónustu,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar. Sveitarfélagið fékk bréf frá eftir- litsnefnd með fjármálum sveitarfé- laga 21. janúar 2013 þar sem tilkynnt var að sveitarfélagið væri ekki lengur undir sérstöku eftirliti. Sneru rekstri við á fyrsta ári „Það má segja að við höfum fengið þungt verkefni í fangið. 206% skuld- setningu af tekjum [árið 2010] og auk þess var rekstrarafgangurinn allt of lítill,“ segir Eyþór. Hann segir að ekki megi skulda meira en tíu sinnum rekstrarafgang sem þýði að miðað við markmið um 15% rekstrarafgang megi skuldirnar vera 150%. Eyþór segir að sveitarfélög hafi tíu ár til að ná þessum markmiðum en Árborg hafi náð þeim á þremur árum. „Í okkar tilfelli var meira en fjór- tánföld skuldsetning,“ segir Eyþór. Hann segir að fjárhagsáætlun árs- ins 2009 hafi ekki gert ráð fyrir um- skiptum fyrr en 2014 en segir meiri- hluta sjálfstæðismanna, sem tók við vorið 2010, hafa strax á því ári tekist að snúa rekstrinum við. Áætlun hafi gert ráð fyrir 429 milljóna halla en niðurstaðan hafi verið 172 milljóna rekstrarafgangur. Eyþór þakkar starfsfólki sinn þátt í árangrinum og gott samstarf innan bæjarstjórnar hafi einnig skipt miklu máli. „Ég fagna því að sjálfsögðu. Það þarf þó að gæta að því í umræðunni hvernig skuldirnar urðu til og við njótum sannarlega góðs af þeim framkvæmdum sem voru á árunum 2005 til 2008 í dag,“ segir Eggert Val- ur Guðmundsson, oddviti Samfylk- ingarinnar í Árborg. „Þegar framkvæmdir eru í lág- marki er ekkert kraftaverk að það sé verið að lækka skuldir,“ segir hann. „Ég held að eitt af stóru málunum í þetta góðum árangri í rekstrinum sé þokkalega góð samstaða innan bæj- arstjórnar. Ég held að það megi ekki vanmeta það,“ segir Eggert og bætir við: „Stjórnmálin á landsvísu mættu læra margt af störfum á sveitar- stjórnarstiginu.“ Hann bendir einnig á að mjög góð samstaða hafi verið um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árin 2012 og 2013. Árborg komin undir skuldaþakið  Ekki lengur undir sérstöku eftirliti  Skuldir úr 206% í 150% á 3 árum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árborg Skuldir sveitarfélagsins hafa lækkað mikið á 3 árum. „Þetta er þrenns lags. Það er jafn- vægisreglan, skuldareglan og svo einhver sem stóðust hvor- ugt,“ segir Þórir Ólafsson, for- maður eftirlits- nefndar með fjár- málum sveitarfélaga, um erindi sem nefndin sendi 39 sveit- arfélögum í haust. Jafnvæg- isreglan gengur út á að þriggja ára rekstur samanlagt verði að vera hallalaus. Átján fengu slíkt bréf. Skuldareglan segir að skuldir megi ekki vera yfir 150% af árlegum tekjum en ellefu fengu slíkt bréf. Tíu standast hvorugt. „Það var óskað eftir að þau gerðu aðlögunaráætlun um hvern- ig þau næðu þessum ramma,“ seg- ir Þórir, en sveitarfélög geta haft allt að tíu ár til þess. Að sögn Þóris hafa flest þeirra nú sent áætlun um hvernig ná eigi jafnvægi á rekstrinum í samræmi við lögin. Um helmingur fékk bréf EFTIRLITSNEFND MEÐ FJÁRMÁLUM SVEITARFÉLAGA Þórir Ólafsson Gústaf Ásgeir Hinriksson tók þátt í meistaradeildinni í fyrsta skipti og þurfti undanþágu vegna þess að hann er einungis sextán ára gamall. Hann stóð sig vel á Nask frá Búlandi og þeir komust í B-úrslit og höfnuðu að lokum í 12. sæti. Gústaf keppti við foreldra sína í úrslitum, Huldu Gústafsdóttur og Hinrik Bragason, en þau mynda lið Hestvits/Árbakka. Hann missti foreldrana þó fram úr sér. Á undanþágu FJÖLSKYLDA Í B-ÚRSLITUM Þótt nóg sé af kindakjöti í landinu munu nokkur sláturhús bjóða upp á páskaslátrun í lok mars eða vor- slátrun sauðfjár eins og sum húsin nefna aukaslátrunina. Sláturhús KVH á Hvammstanga boðar páskaslátrun 19. mars, SAH afurðir á Blönduósi slátra 20. mars og Norðlenska boðar vorslátrun á Húsavík 20. mars og á Höfn í Hornafirði 21. mars. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðár- króki, býst við að boðið verði upp á slátrun í kringum páskana, eins og venjulega. Hann reiknar með að það verði þegar búið verður að telja fósturvísa í ám til þess að bændur geti losað sig við geldærnar. Það gæti jafnvel orðið eftir páska. Meiri birgðir eru af lambakjöti en verið hefur síðustu ár vegna sam- dráttar í útflutningi til ákveðinna markaða í Evrópu. Ágúst segir nóg til af góðu lambakjöti í landinu en tekur fram að páskaslátrun hafi ekki grundvallast nema að litlu leyti á að bjóða ferskt lambakjöt í verslunum. Enginn geri út á að slátra lömbum á þessum tíma en þegar það gerist fari kjötið ferskt á markað. Þurfa að losa sig við geldfé „Þetta er fyrst og fremst þjónusta við bændur. Þeir eru að heimta fé allt árið og þurfa losa sig við geldfé,“ segir Ágúst. Hann hefur ekki áhyggjur af lambakjötsbirgðunum. Segir að birgðir hafi verið orðnar litlar fyrir tveimur árum, eins og umræða skap- aðist um, og því ákveðið svigrúm. Telur hann að KS nái að selja allar sínar birgðir áður en sláturtíð hefst í haust. helgi@mbl.is Páskaslátrun til þjónustu við bændur Morgunblaðið/G.Rúnar Páskalamb Einhverjir fá sér ferskt lambakjöt um páskana.  Nóg til af góðu lambakjöti fáanleg á ný! www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.