Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013
Sjávarútvegsmálin eru fyrirferð-
armikil á landsfundi og tónninn
harður í garð ríkisstjórnarinnar,
sem gagnrýnd er fyrir að hafa skap-
að óvissu „með óraunhæfum hug-
myndum um breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu sem meðal
annars hafa leitt til hruns fjárfest-
inga“.
„Ofurskattlagning“
Í tillögunum er kveðið á um að áfram
verði stuðst við aflamarkskerfi, þar
fái frelsi einstaklingsins notið sín
samfara ábyrgð á eigin athöfnum.
Breyta þurfi lögum um veiðileyfa-
gjald, þannig að sjávarútvegurinn
greiði hóflegt og sanngjarnt gjald
fyrir að nýta sameiginlegar nátt-
úruauðlindir. „Ofurskattlagning“
ríkisstjórnarinnar komi í veg fyrir að
ráðist sé í nauðsynlegar fjárfest-
ingar, nýsköpun og þróunarstarf.
„Þannig tapar Ísland því
samkeppnisforskoti sem náðst hefur
í sjávarútvegi og verðmætasköpun í
greininni dregst saman.“
Athygli vekur að varað er við sam-
þjöppun í sjávarútvegi. „Álagning
veiðigjalds á sl. ári hefur haft nei-
kvæð áhrif sjávarútveginn, eink-
anlega lítil og meðalstór fyrirtæki.
Grunnurinn að skattlagningunni er
ekki afkomutengdur og mun því
leiða til verulegrar samþjöppunar í
greininni með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum fyrir fjölmargar byggðir
landsins. Þessi þróun er þegar hafin
með samþjöppun aflaheimilda á fá
og stór fyrirtæki.“
Víðtæk sátt mikilvæg
Þá segir að mikilvægt sé að sem víð-
tækust sátt náist um fiskveiðistjórn-
arkerfið, þannig að atvinnugreinin
fái starfsfrið til langs tíma. Í því
skyni eru gerðar eftirfarandi til-
lögur: „Gerðir verði afnotasamn-
ingar við núverandi fiskveiðirétt-
arhafa. Samningstími taki mið af
öðrum afnotasamningum, sem til
dæmis verða gerðir við þá er nýta
orkuauðlindir í eigu ríkisins. Tryggt
verði að tímalengdin stuðli að lang-
tímahugsun og arðbærri fjárfest-
ingu í sjávarútvegi. Í samningunum
verði að finna skýr endurnýjunar-
ákvæði. Fyrir afnotaréttinn komi
hóflegt gjald er renni til ríkisins.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Varað við
samþjöppun
Í fyrsta skipti í langan tíma erútlit fyrir að landsfundur Sjálf-stæðisflokksins komi til með
að snúast fyrst og fremst um mál-
efni. Það verður þó formannskjör
eins og vant er, en í gær tilkynnti
Halldór Gunnarsson formanns-
framboð og verður kosið á milli
hans og Bjarna Benediktssonar.
Það er þá í fjórða skipti sem
Bjarni fær mótframboð frá því
hann varð formaður árið 2009.
Einnig er tekist á um sæti í átta
málefnanefndum, en kosið er til
þeirra í fyrsta skipti í samræmi
við nýjar skipulagsreglur flokks-
ins.
Alls hafa 124 boðið sig fram, þar
af 59 konur og 65 karlar. Í þessum
flokki einkaframtaksins bjóða
flestir eða 24 sig fram í atvinnu-
veganefnd, en einum færri eða 23 í
velferðarnefnd. Margar tillögur
liggja fyrir fundinum frá málefna-
nefndum. Þær eru oft róttækari á
því stigi, en eftir að um 1.700
landsfundarfulltrúar í Laugardals-
höll hafa afgreitt þær frá sér.
Nýr gjaldmiðill?
Á meðal slíkra hugmynda er tillaga
sem felur í sér að nú fimm árum
eftir að gjaldeyrishöft voru sett á
„til bráðabirgða“ og engin trúverð-
ug lausn hafi verið sett fram um af-
nám þeirra, sé nauðsynlegt að
flokkurinn kanni til þrautar „alla
möguleika“ fyrir Ísland í gjaldeyr-
ismálum.
Afnám gjaldeyrishafta eigi að
vera efst á forgangslista í rík-
isstjórn og til þess að svo megi
verða sé rétt að „hafist verði handa
við undirbúning um að taka í notk-
un alþjóðlega mynt á Íslandi í stað
íslensku krónunnar“. Einkum beri
að kanna þau kjör og valkosti sem
bjóðist við upptöku Kanadadollars
og Bandaríkjadals. Ólíklegt sé að
útgáfulönd þessara mynta setji sig
upp á móti því að Íslendingar not-
ist við þeirra mynt og sé Kan-
adadollar áhugaverðari kostur í
þeim efnum. Með því að skipta út
íslensku krónunni gefist íslenskum
fyrirtækjum í raun algjört frelsi um
hvaða gjaldmiðill henti best miðað
við rekstur þeirra. „Þar með væri
gríðarlega kostnaðarsamri óvissu í
íslensku viðskiptalífi eytt.“
Bjarni Benediktsson kom inn á
þessa tillögu í ræðu sinni í upphafi
landsfundar og sagði sjálfsagt að
taka umræðuna, „rétt eins og við
höfum í gegnum tíðina rætt fleiri
stór mál sem við höfum verið ósam-
mála um og varða afkomu okkar og
lífsskilyrði“.
Ekki þarf að fara í grafgötur um
afstöðu hans. „En krónan er og
verður gjaldmiðill okkar í fyrir-
sjáanlegri framtíð. Það er mikið
hættuspil að taka upp nýjan gjald-
miðil þegar nauðsynlegar forsendur
skortir og sem stendur tel ég þær
alls ekki til staðar. Verkefnið er að
byggja upp efnahagslífið á grund-
velli krónunnar.“
Farsældin meira virði
Hann gagnrýndi Samfylkinguna
fyrir að tefla fram evru sem lausn á
vanda heimilanna og sagði að valið
stæði um lækkun gengis eða aukið
atvinnuleysi. Atvinnuleysi hefði
aldrei verið hærra en nú á evru-
svæðinu þar sem það mældist tæp
12%. Og tölur yfir atvinnuleysi
ungs fólks innan Evrópusambands-
ins væru hrikalegar. Þá rifjaði hann
upp orð Bjarna Benediktssonar,
fyrrverandi formanns Sjálfstæð-
isflokksins, sem ræddi gengismál
og atvinnuleysi á flokksráðsfundi í
október 1966 og sagði þar:
„Svo mikils virði sem ég tel gildi
peninganna – að festa þá í verð-
mæti, þá tel ég enn þá meira virði
farsæld borgaranna. Ef stjórnar-
stefna þarf að leiða til þess, að vís-
vitandi sé stefnt að því að svipta
stóran hóp borgaranna eðlilegu lífs-
framfæri, ef til vill ekki öllum
tekjum, heldur möguleikum til þess
að neyta starfskrafta sinna, sjálfum
sér og þjóðfélaginu til heilla, þá er
það úrræði, sem ég vil ekki fallast
á.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gengisfelling
eða atvinnuleysi?
ÝMSAR RÓTTÆKAR TILLÖGUR ERU Í DRÖGUM AÐ ÁLYKTUNUM LANDSFUNDAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.
LAGT ER TIL AÐ UPPTAKA KANADADOLLARS VERÐI SKOÐUÐ OG VÍÐTÆK SÁTT SKÖPUÐ UM SJÁVARÚTVEGINN.
* „Stóru málinu eru staðan í heilbrigðiskerfinu, samband nefndakerfisinsog atvinnulífsins, stórar spurningar um málefni heimila og gjaldmið-ilinn. Undir liggur hvernig blessuðum garminum ríkissjóði reiðir af.“
Kristján Þór Júlíusson, 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðmál
PÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is
Lagt er til að framhaldsskólinn færist yfir til sveitarfélaganna
og skólaskil verði leyfð með lögum. Þannig náist samfella og
hagræðing í skólarekstri.
Dregið verði úr vægi verðtryggingar á Íslandi. Almenningi
standi til boða jafnt verðtryggð sem óverðtryggð lán.
Alþingi samþykki upphaflegu rammaáætlunina, sem byggist á
faglegu mati og sjónarmiðum sátta í samfélaginu, sem er
nauðsynlegt svo rjúfa megi þá stöðnun sem skapast hefur um
virkjunarkosti í landinu.
Þótt selja megi til langs tíma afnotarétt af sameiginlegum
orkuauðlindum þá skuli varanlegur eignarréttur á þeim ekki
seldur.
Þá gegni Reykjavíkurflugvöllur óumdeilanlega lykilhlutverki
sem miðstöð sjúkra- og innanlandsflugs.
ÚR DRÖGUM
*
*
*
*
*