Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Sjávarútvegsmálin eru fyrirferð- armikil á landsfundi og tónninn harður í garð ríkisstjórnarinnar, sem gagnrýnd er fyrir að hafa skap- að óvissu „með óraunhæfum hug- myndum um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu sem meðal annars hafa leitt til hruns fjárfest- inga“. „Ofurskattlagning“ Í tillögunum er kveðið á um að áfram verði stuðst við aflamarkskerfi, þar fái frelsi einstaklingsins notið sín samfara ábyrgð á eigin athöfnum. Breyta þurfi lögum um veiðileyfa- gjald, þannig að sjávarútvegurinn greiði hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir að nýta sameiginlegar nátt- úruauðlindir. „Ofurskattlagning“ ríkisstjórnarinnar komi í veg fyrir að ráðist sé í nauðsynlegar fjárfest- ingar, nýsköpun og þróunarstarf. „Þannig tapar Ísland því samkeppnisforskoti sem náðst hefur í sjávarútvegi og verðmætasköpun í greininni dregst saman.“ Athygli vekur að varað er við sam- þjöppun í sjávarútvegi. „Álagning veiðigjalds á sl. ári hefur haft nei- kvæð áhrif sjávarútveginn, eink- anlega lítil og meðalstór fyrirtæki. Grunnurinn að skattlagningunni er ekki afkomutengdur og mun því leiða til verulegrar samþjöppunar í greininni með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir fjölmargar byggðir landsins. Þessi þróun er þegar hafin með samþjöppun aflaheimilda á fá og stór fyrirtæki.“ Víðtæk sátt mikilvæg Þá segir að mikilvægt sé að sem víð- tækust sátt náist um fiskveiðistjórn- arkerfið, þannig að atvinnugreinin fái starfsfrið til langs tíma. Í því skyni eru gerðar eftirfarandi til- lögur: „Gerðir verði afnotasamn- ingar við núverandi fiskveiðirétt- arhafa. Samningstími taki mið af öðrum afnotasamningum, sem til dæmis verða gerðir við þá er nýta orkuauðlindir í eigu ríkisins. Tryggt verði að tímalengdin stuðli að lang- tímahugsun og arðbærri fjárfest- ingu í sjávarútvegi. Í samningunum verði að finna skýr endurnýjunar- ákvæði. Fyrir afnotaréttinn komi hóflegt gjald er renni til ríkisins.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Varað við samþjöppun Í fyrsta skipti í langan tíma erútlit fyrir að landsfundur Sjálf-stæðisflokksins komi til með að snúast fyrst og fremst um mál- efni. Það verður þó formannskjör eins og vant er, en í gær tilkynnti Halldór Gunnarsson formanns- framboð og verður kosið á milli hans og Bjarna Benediktssonar. Það er þá í fjórða skipti sem Bjarni fær mótframboð frá því hann varð formaður árið 2009. Einnig er tekist á um sæti í átta málefnanefndum, en kosið er til þeirra í fyrsta skipti í samræmi við nýjar skipulagsreglur flokks- ins. Alls hafa 124 boðið sig fram, þar af 59 konur og 65 karlar. Í þessum flokki einkaframtaksins bjóða flestir eða 24 sig fram í atvinnu- veganefnd, en einum færri eða 23 í velferðarnefnd. Margar tillögur liggja fyrir fundinum frá málefna- nefndum. Þær eru oft róttækari á því stigi, en eftir að um 1.700 landsfundarfulltrúar í Laugardals- höll hafa afgreitt þær frá sér. Nýr gjaldmiðill? Á meðal slíkra hugmynda er tillaga sem felur í sér að nú fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða“ og engin trúverð- ug lausn hafi verið sett fram um af- nám þeirra, sé nauðsynlegt að flokkurinn kanni til þrautar „alla möguleika“ fyrir Ísland í gjaldeyr- ismálum. Afnám gjaldeyrishafta eigi að vera efst á forgangslista í rík- isstjórn og til þess að svo megi verða sé rétt að „hafist verði handa við undirbúning um að taka í notk- un alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar“. Einkum beri að kanna þau kjör og valkosti sem bjóðist við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals. Ólíklegt sé að útgáfulönd þessara mynta setji sig upp á móti því að Íslendingar not- ist við þeirra mynt og sé Kan- adadollar áhugaverðari kostur í þeim efnum. Með því að skipta út íslensku krónunni gefist íslenskum fyrirtækjum í raun algjört frelsi um hvaða gjaldmiðill henti best miðað við rekstur þeirra. „Þar með væri gríðarlega kostnaðarsamri óvissu í íslensku viðskiptalífi eytt.“ Bjarni Benediktsson kom inn á þessa tillögu í ræðu sinni í upphafi landsfundar og sagði sjálfsagt að taka umræðuna, „rétt eins og við höfum í gegnum tíðina rætt fleiri stór mál sem við höfum verið ósam- mála um og varða afkomu okkar og lífsskilyrði“. Ekki þarf að fara í grafgötur um afstöðu hans. „En krónan er og verður gjaldmiðill okkar í fyrir- sjáanlegri framtíð. Það er mikið hættuspil að taka upp nýjan gjald- miðil þegar nauðsynlegar forsendur skortir og sem stendur tel ég þær alls ekki til staðar. Verkefnið er að byggja upp efnahagslífið á grund- velli krónunnar.“ Farsældin meira virði Hann gagnrýndi Samfylkinguna fyrir að tefla fram evru sem lausn á vanda heimilanna og sagði að valið stæði um lækkun gengis eða aukið atvinnuleysi. Atvinnuleysi hefði aldrei verið hærra en nú á evru- svæðinu þar sem það mældist tæp 12%. Og tölur yfir atvinnuleysi ungs fólks innan Evrópusambands- ins væru hrikalegar. Þá rifjaði hann upp orð Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæð- isflokksins, sem ræddi gengismál og atvinnuleysi á flokksráðsfundi í október 1966 og sagði þar: „Svo mikils virði sem ég tel gildi peninganna – að festa þá í verð- mæti, þá tel ég enn þá meira virði farsæld borgaranna. Ef stjórnar- stefna þarf að leiða til þess, að vís- vitandi sé stefnt að því að svipta stóran hóp borgaranna eðlilegu lífs- framfæri, ef til vill ekki öllum tekjum, heldur möguleikum til þess að neyta starfskrafta sinna, sjálfum sér og þjóðfélaginu til heilla, þá er það úrræði, sem ég vil ekki fallast á.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Gengisfelling eða atvinnuleysi? ÝMSAR RÓTTÆKAR TILLÖGUR ERU Í DRÖGUM AÐ ÁLYKTUNUM LANDSFUNDAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. LAGT ER TIL AÐ UPPTAKA KANADADOLLARS VERÐI SKOÐUÐ OG VÍÐTÆK SÁTT SKÖPUÐ UM SJÁVARÚTVEGINN. * „Stóru málinu eru staðan í heilbrigðiskerfinu, samband nefndakerfisinsog atvinnulífsins, stórar spurningar um málefni heimila og gjaldmið-ilinn. Undir liggur hvernig blessuðum garminum ríkissjóði reiðir af.“ Kristján Þór Júlíusson, 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is Lagt er til að framhaldsskólinn færist yfir til sveitarfélaganna og skólaskil verði leyfð með lögum. Þannig náist samfella og hagræðing í skólarekstri. Dregið verði úr vægi verðtryggingar á Íslandi. Almenningi standi til boða jafnt verðtryggð sem óverðtryggð lán. Alþingi samþykki upphaflegu rammaáætlunina, sem byggist á faglegu mati og sjónarmiðum sátta í samfélaginu, sem er nauðsynlegt svo rjúfa megi þá stöðnun sem skapast hefur um virkjunarkosti í landinu. Þótt selja megi til langs tíma afnotarétt af sameiginlegum orkuauðlindum þá skuli varanlegur eignarréttur á þeim ekki seldur. Þá gegni Reykjavíkurflugvöllur óumdeilanlega lykilhlutverki sem miðstöð sjúkra- og innanlandsflugs. ÚR DRÖGUM * * * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.