Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Qupperneq 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Qupperneq 60
Jóhanna og Steingrímur stíga upp úr valdastólum um þessar mundir og þótti sumum tímabært. Vöngum er nú velt af miklum móð á Eng- landi og víðar hvort franski knattspyrnuprófessorinn svokallaði, Ar- sene Wenger, sé á förum úr sínum stól. Ekki úr pólitík, í hefð- bundnum skilningi, heldur sleppi stjórnvelinum hjá enska félaginu Arsenal, sem hann hefur þjálfað á sautjánda ár, frá 1996, með frábærum árangri – framan af. Hvaða Arsene? spurði götublaðið Evening Standard í frægri fyrirsögn daginn sem Frakkinn tók við, um mánaðamótin september-október árið 1996. Einhverjir tóku undir, en svör fengust fljótlega. Arsene Wenger er vafalaust einn snjallasti knattspyrnuþjálfari samtímans og án efa sá útlendingur sem markað hefur varanlegust spor í enskum knattspyrnuheimi. Mourinho gjörbreytti vissulega liði Chelsea og fleiri hafa komið við sögu, en það var ekki fyrr en Wenger kom til starfa hjá Arsenal að farið var að leiða hugann af einhverju viti að hollustu og skynsamlegu líf- erni. Ruslfæði og pöbbaferðir voru allt að því daglegt brauð hjá fjölda leik- manna. Það gjörbreyttist eftir að Wenger fluttist til London. Fyrst hjá Ars- enal og forráðamenn annarra knattspyrnufyrirtækja fylgdu í þau fótspor þegar í ljós kom hvern árangur leið Wengers bar. Fyrsta heila ár Frakkans með félagið fögnuðu Arsenalmenn tvöföldum sigri; liðið varð bæði Englandsmeistari og enskur bikarmeistari vorið 1998. Fjórum árum síðar endurtóku Wenger og hans menn leikinn og veturinn 2003-2004 var sögulegur af því leyti að Arsenal tapaði ekki einum einasta leik í deildinni. Engu liði hafði tekist það áður. Þegar 20 ára afmæli úrvalsdeildarinnar var haldið hátíðlegt í fyrra var lið Arsenal umrætt keppnistímabil einmitt valið hið besta í sögu úrvalsdeildarinnar! Merkilegt nokk, þrátt fyrir ómælda sigurgöngu Manchester United og stórkostleg Chelsea-lið. Síðustu ár hefur hins vegar hallað undan fæti. Arsenal hefur ekki unnið titil síð- an félagið varð bikarmeistari vorið 2005; átta ár liðin í vor og ekki verður breyt- ing á nú, nema áður óþekkt undur og stórmerki eigi sér stað. Glöggt kom í ljós í Meistaradeildarleiknum gegn Bayern München í London í vikunni hve langt Ars- enal stendur nú að baki bestu liðum Evrópu. Orðstír deyr aldregi – en menn lifa ekki á fornri frægð til lengdar. Á það benda þeir sem nú telja tímabært að skipta um þjálfara. Ekki bætir úr skák að erki- fjendurnir í Tottenham Hotspur eru feti framar í augnablikinu og meiri líkur á að Spurs hreppi fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í vor, sem gefur þátttökurétt í meistaradeildinni næsta vetur. Wenger er hugsjónamaður. Fegurðin er ofar flestu, auðvitað vill hann sigra, en er ekki alveg sama hvernig farið er að því. Stefna hans hefur verið að kaupa ekki stjörnuleikmenn heldur búa til stjörnur sjálfur. Kaupa góðan efnivið, óslípaða demanta og gera úr þeim fegursta skartið. Það hefur margoft tekist en með ólíkindum er, sem margoft hefur komið fram í fréttum, að Wenger afþakki fé til kaupa á afburðaleikmönnum. Þrátt fyrir prinsippið þykir þeim sem þetta skrifar það ekki trúlegt. Nægt fjármagn er sagt fyrir hendi enda Arsenal einstaklega vel rekið fyrirtæki. En hvers vegna ætti Wenger ekki að vilja kaupa leikmenn sem þegar hafa sannað sig á stóra sviðinu? Menn sem myndu örugglega skipta sköp- um og gera að verkum að Arsenal berðist enn og aftur um alla stóru titlana. Eitthvað fleira en einstrengingsháttur Wengers þjálfara hlýtur að búa þarna að baki. Erfitt er að trúa að jafn snjall starfsmaður og þessi franski boltaprófessor skuli ekki vilja næla í bestu bitana ef þeir standa til boða. Arsene Wenger var ekki blíður á manninn á hliðarlínunni gegn Bayern í vikunni, og engin ástæða til. AFP Hvaða Wenger? VERULEGA NÆÐIR UM ARSENE WENGER, GÆÐA- ÞJÁLFARANN HJÁ ARSENAL. EINHVERJIR TELJA TÍMABÆRT AÐ HANN TAKI HATT SINN OG STAF. * „Fegurðin við fótboltann er sú að Jakob á alltaf möguleika á sigri gegn Golíat.“Terry Butcher, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, ekki alveg með hlutina á hreinu!BoltinnSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.