Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Græjur og tækni andi tölvu, sem hefur kosti – gefur kost á gagnlegum og þörfum við- bótum og minnkar líkur á böggum – en líka ókosti – notandi þarf að bíða, jafnvel mánuðum saman, eftir nýrri uppfærslu, ef hann fær þá upp- færslu. Olivetti fer þá leið að leyfa Android að vera í friði, er ekki með eigin notendaskil, og ekki keppir það í verði, því OliPad 3 er á áþekku verði og helstu keppinautar, kostar um 100.000 kr. Viðbót fyrirtækisins og sú leið sem það fer til að greina sig frá samkeppnisaðilum, er þjónusta sem fyr- irtækið kallar hugbúnaðarvöruhús, Application Warehouse, þar sem gert er ráð fyrir að viðskiptavinir, eigendur OliPad og ámóta Olivetti-tóla, fyrirtæki og opinberir aðilar, hafi aðgang að rekstrarhugbúnaði og þjónustu, eins og til að mynda samvinnu- hugbúnað, sölumannakerfi og svo má telja. Eins og nefnt er þá er OliPad prýðilega spræk með fjögurra kjarna Nvidia 3 örgjörva, 1,4 Ghz. Stýrikerfið er Android 4.0, Ice Cream Sandwich. Uppfærsla í Jelly Bean (4.1/4.2) er ekki tiltæk, enda heldur Olivetti utan um kerf- isuppfærslur – traustvekjandi fyrir fyrirtæki, en hugsanlega pirrandi fyrir nýjungagjarna. Ottó B. Arnar er umboðsaðili fyrir Olivetti á Íslandi. Þegar nafn ítalska fyrirtækisins Olivetti er nefnt muna ríflega miðaldraeftir ritvélum og nokkru yngri eftir tölvum, en þeir yngstu eru alvegblankir. Það er nefnilega löngu liðin tíð að Olivetti sé helsti framleið- andi ritvéla í Evrópu og líka langt síðan fyrirtækið var einn helsti einka- tölvuframleiðandi heims. Síðasta áratug hefur Olivetti, sem er ríflega hundrað ára gamalt, verið hluti af ítalska símaris- anum Telecom og aðallega framleitt reiknivélar, ljósritunarvélar og símbréfavélar, en tók til við tölvunar aftur fyrir nokkrum árum og hefur geng- ið vel í heimalandinu og nálægum Evrópulönd- um. Fyrir rétt tæpum tveimur árum sendi Oli- vetti svo frá sér spjald- tölvu, OliPad, sem þriðja útgáfa hennar, OliPad 3, er hér tekin til kosta. Þegar velflestar spjaldtölvur keyra sama stýrikerfið, Android, þá er um lítið annað að keppa en verð og hraða. Vissulega hafa sumir framleiðendur smíðað sérstök notendaskil sem þeir leggja ofan á Android-útgáfuna á viðkom- MANSTU EFTIR OLIVETTI? OLIVETTI VAR EINU SINNI RISINN Í RITVÉLUM OG TOPPURINN Í TÖLVUM. NÚ SÆKIR FYRIRTÆKIÐ INN Á SPJALDTÖLVUMARKAÐ. Græja vikunnar * Myndavél á fram-hlið er 2 MP, sem er prýðilegt, og á bakhlið er vélin 8 MP með leift- urljósi og sjálfvirkri skerpu. Vinnsluminni er 1 GB em gagnaminni 16 GB. Hægt er að auka það með því að stinga í hana minniskorti. * Rauf er fyrir 3Gkort í tækinu til viðbótar við þráðlasut net og Bluetooth. GPS er inn- byggt, nema hvað, hrey- fiskynjari, birtuskynjari, NFC og þar fram eftir götunum. Það er á henni Micro USB-tengi. ÁRNI MATTHÍASSON * Skjárinn er 10,1",en nokkuð breið brún frá honum að kanti. kanturinn eða ramminn er úr áli en bakið úr plasti með stömum röndum efst og neðst á því og því mjög gott að halda á henni. kostir RSS hafa farið fram hjá mörgum, og því er ekki úr vegi að skoða aðeins hvernig þú getur nýtt þér RSS betur. RSS hjálpar þér að safna öllu á einn stað Það fyrsta sem þarf er RSS les- ari. Algengasta þjónustan í dag er frá Google og nefnist Google Rea- der. Til þess að nýta sér hana nægir að vera með netfang frá Gmail. Þeir sem hafa skráð sig fyrir slíku geta opnað Google.com/ Reader og byrjað að bæta þar við áskriftum með einföldum hætti. (Ef þú vilt síður notast við Google eru aðrar þjón- ustuveitur í boði, en þessi grein mun miða við notkun Google Reader.) Þegar síðan hefur verið skráð í RSS les- arann, þá kannar lesarinn með skömmu millibili hvort nýtt efni er að finna á síðunni. Í flestum tilfellum er óþarfi að gerast áskrifandi að síðum sem þú heimsækir oft, eða jafnvel daglega. Galdurinn gerist þegar þú hefur safnað saman áskriftum að fjölda áhugaverðra síðna sem þú skoðar mögulega ekki alla jafna, og upp- færa hugsanlega ekki daglega. Segjum sem svo að þú viljir fylgj- ast með umræðu um umhverf- I nternetið er stór staður og ekki heiglum hent að fylgast með öllu því sem þar fer fram. En það er svo sem óþarfi, því ekki er allt það sem á netinu má finna þess virði að með því sé fylgst. Og iðulega getur maður treyst því að ef eitthvað óvanalega sniðugt ratar á netið, þá finnur það leið sína til manns í gegnum tölvupóst, samfélagsmiðla eða einhverja snið- uga vefsíðu sem maður les öðru hvoru. Það er sem sagt ekki ástæða til að örvænta þó að þú gleymir stundum að lesa netið. En svo er líka bara hægt að fá smá hjálp. RSS stendur fyrir Real Simple Syndication eða Rich Site Summ- ary, eftir því hver er til frá- sagnar. RSS er staðall sem sam- einar kosti tölvu- pósts og bóka- merkja og gerir þér kleift að gerast áskrifandi að ákveðnum síð- um og fá tilkynningu um það þeg- ar síðan er uppfærð. Þannig er til dæmis hægt að vera áskrifandi að síðunni Innlendar fréttir á mbl.is og fá jafnóðum að sjá þegar nýjar fréttir bætast við. Fyrsta útgáfan af þessu þarfatóli leit dagsins ljós árið 2000, og fyrir suma er þetta jafn órjúfanlegur hluti netsins og tölvupóstur. En það er jafnvíst að ismál. Þegar þú hefur safnað áskriftum að áhugaverðum vefsíð- um og bloggum um umhverfismál á einn og sama stað í RSS les- aranum þínum, nægir þér að fara þangað til að sjá allt það nýjasta, í stað þess að skoða marga vefi til að sjá hvað er nýtt. Þannig er hægt að vinna sig í gegnum netið, hægt og rólega, og gerast áskrif- andi að því sem manni finnst áhugavert og safna því á sama stað. Breyttu RSS í sérsniðið vefrit fyrir þig Einn kosturinn við Google Reader er að eins auðvelt og það er að safna þangað áhugaverðu efni, þá er jafn auðvelt að taka það út aft- ur og gera eitthvað sniðugt við það. Viðmót fæstra RSS lesara er mjög notendavænt, og minnir um margt á tölvupóst. Margs konar þjónusta er hins vegar í boði sem sækir nýjustu greinarnar í RSS lesaranum þínum og birta þær með betri hætti. Ein slík er ókeypis vefþjónustan Feedly, sem er einskonar framendi á Google Reader. Feedly sækir áskriftirnar þínar til Google Reader og birtir þær á svipaðan hátt og um frétta- vef eða vefrit væri að ræða sem gerir þær bæði læsilegri og skemmtilegri að skoða. Feedly er einnig hægt að fá sem símaforrit fyrir bæði iPhone og Android og með því er tryggt að þér leiðist aldrei aftur á biðstofu hjá lækn- inum. Önnur þjónusta er Reeder sem er einskonar framendi, líkt og Feedly. Munurinn er að Reeder er forrit, frekar en vefsíða og býð- ur upp á fleiri möguleika sem eru innbyggðir í Google Reader, svo sem eins og að stjörnumerkja greinar sem eru sérstaklega áhugaverðar, eða deila þeim með vinum. Enn önnur útgáfa er Flipboard sem er einungs fáanlegt fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Flipboard er sérstaklega hannað til þess að líkja eftir upplifuninni að lesa tímarit, og er einstaklega ánægjulegt að nota, sérstaklega á spjaldtölvum. Nýttu símann í lengri greinar Eins og flestir vita er tölvuskjár ekki heppilegt tæki til þess að lesa lengri greinar. Spjaldtölvur Ein veita til að stjórna þeim öllum ÞRÁTT FYRIR AÐ RSS ÞJÓNUSTAN SÉ „HUNDGÖMUL“ Í INTERNET-ÁRUM, ÞÁ HEFUR HÚN SJALDAN VERIÐ GAGNLEGRI EN EINMITT NÚNA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com * RSS stendurfyrir RealSimple Syndication eða Rich Site Summary.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.