Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Hollustuhjónin Eva Ósk og Davíð grilla folaldalund þegar þau vilja gera vel við sig um helgar »30 Sigrún Þorsteinsson matarbloggari og áhugamanneskja um hollmeti og næringu. Drykkur fyrir óléttar konur JÁRNSKAMMTUR Í GLASI MATARVEFUR SIGRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR NÝTUR MIKILLA VINSÆLDA EN HÉR DEILIR HÚN UPPSKRIFT AÐ JÁRNRÍKUM DRYKK MEÐ LESENDUM SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hgk4@mbl.is S igrún Þorsteinsdóttir hefur haldið úti heimasíðunni cafesigrun.com síðan 2003 en þar er að finna fjöl- breyttar og hollar uppskriftir ásamt alls konar fróðleik. Sigrún flutti til London árið 2001 ásamt eiginmanni sínum Jóhannesi Erlingssyni. Í London kynntist Sigrún nýjum hráefnum og byrjaði að dunda sér í eldhúsinu. Hún ákvað að stofna heimasíðu fyrir uppskriftirnar sínar og í dag er síðan mjög vinsæl og fer heimsóknum sífellt fjölgandi. Sigrún segir mikilvægt að hugsa um mataræðið þar sem næring hafi áhrif á allar frumur líkamans. Aðspurð hvaða ráð hún hafi fyrir óléttar konur sem hafa ekki lyst á mat segir hún að mikilvægt sé að við- halda orkunni jafnt og þétt yfir daginn með járnríku nasli. „Drykkurinn hér að ofan hentar mjög vel fyrir óléttar konur. Hann er járnríkur og slekkur á syk- urlönguninni og heldur blóðsykrinum jöfnum. Einnig er gott að borða holla og góða fitu á borð við kókosolíu, avókadó, hnetur, egg, ólífuolíu og svo framvegis. Ef mik- il ógleði er til staðar er gott að frysta ísmola með svo- litlu af pressuðum engifersafa og setja molana út í kalt vatn. Það slekkur aðeins á ógleðinni,“ segir Sigrún. Hún tekur það fram að hún sé hvorki ljósmóðir, læknir né næringarfræðingur en ávallt skuli ráðfæra sig við viðeig- andi aðila. Morgunblaðið/Sverrir Uppskrift (fyrir tvo) 1 lúka rúsínur ½ lúka mjúkar sveskjur, steinlausar 2 lúkur spínat 4 döðlur 200 ml appelsínusafi (eða meira) 100 ml sojamjólk/haframjólk/hrísmjólk/möndlu- mjólk 2 bananar, vel þroskaðir 2 msk haframjöl (má sleppa) 1 msk quinoakorn ½ mtsk cashewhnetumauk nokkrir ísmolar Aðferð Setjið ísmola út í blandarann og svolitla slettu af app- elsínusafa. Blandið í nokkrar sekúndur. Setjið döðlur, sveskjur, rúsínur og spínat í blandarann ásamt afganginum af appelsínusafanum og sojamjólk. Blandið í 10 sekúndur. Bætið banönum, haframjöli, quinoa og cashew- hnetumauki út í blandarann og blandið í 20-30 sekúndur eða þangað til drykkurinn er orðinn silkimjúkur og þykkur. Berið fram strax. Nota má hnetusmjör eða tahini í staðinn fyrir cas- hewhnetumauk. JÁRN Í GLASI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.