Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 9
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Dagsverk forsætisráðherrans hefst árla morg-uns í svefnherbergi hans. Eftir morgunverð-inn finnst honum gott að vinna uppi í rúmi. Þar unir hann sér við fyrsta árdagsvindilinn sinn. Loftið verður fljótlega mettað af kafþykkum vindla- reyk og hann tekur til við að lesa dagblöðin. Sjálfur fer hann yfir helminginn af þeim, en konan hans lít- ur yfur hinn helminginn og krossar við þær greinar, sem hún telur athyglisverðar, og bendir honum á þær. Aðstoðarmenn og einkaritarar taka til að hvarfla inn og út og taka á móti fyrirskipunum. Og einn ritarinn kemur með hljóðlausa ritvél og ritar upp eftir forlestri Churchills. Honum finnst hraðrit- arar ekki komast nógu hratt. Churchill er geysilega önnum kafinn liðlangan dag- inn. Það eru stjórnarfundir, hann þarf að fara á mannamót, mæta á þingfundum, athuga aragrúa af stjórnarskjölum o.s.frv. Hinn frægi miðdegisblundur En einhverntíma um miðjan dag fær hann sér ófrá- víkjanlega miðdegisblund, en að sofa um miðjan dag telur hann nauðsynlegt til að halda fullri starfsorku. Í þessu er ekki frekar hálfkák en öðru, sem Churc- hill tekur sér fyrir hendur. Honum nægir ekki að kasta sér um stund á legubekk, heldur afklæðist hann og sofnar vært í rúminu sínu. Um kvöldið fer hann svo enn að nýju að lesa rit- urum sínum fyrir, og oft er hann að því fram til tvö eða þrjú að nóttu. Churchill hefur aldrei hlíft sér. Hann sýndi þegar á yngri árum þrek sitt. Hann stóð t.d. í kosningabaráttu 1910. Frá morgni til kvölds flutti hann kosningaræður og talaði við kjósendurna. Kl. 1 um kvöldið sneri hann heim á gistihúsið sitt. Nokkrir blaðamenn buðu honum að tylla sér niður og ræða við þá í makindum yfir góðu vínglasi. En Churchill hristi höfuðið. – Nei þakka ykkur fyrir, ég má ekki vera að því, ég verð að halda áfram að skrifa bókina mína. Og með það fór hann upp á her- bergi sitt og treysti sér til að skrifa nokkra klukku- tíma, þrátt fyrir svo erilsaman og þreytandi vinnu- dag, að margur hefði verið alveg úttaugaður eftir það. Honum hefur líka tekizt að rita 29 þykkar bæk- ur, sem þó eru hver annarri skemmtilegri. Samdægurs og Churchill varð aftur forsætisráð- herra, sl. nóvember, gekk sú skipun út til allra stjórnardeilda, að á hverjum degi skyldi semja skýrslu um helztu verkefni og gang mála þar og ráðuneytisfundir voru haldnir daglega. Churchill er kröfuharður við sjálfan sig, en hann er líka kröfu- harður við samstarfsmenn sína. Unir sér vel í spurningatímanum Hversu önnum kafinn, sem Churchill er, þá lætur hann þó aldrei niður falla hina daglegu spurninga- tíma í þinginu. Þegar þing situr, getur hvaða þing- maður sem er, lagt hverskonar spurningar fyrir for- sætisráðherrann. Þetta er óvenjulegur réttur jafnvel þótt í þingræðisríki sé og stjórnarandstaðan notar sér þetta óspart. Á hverjum degi er lagður fram listi með fimm eða fleiri fyrirspurnum og á hverjum þingdegi hefur hann svarað þeim umsvifalaust. Þegar hann hefur lokið að svara þessum spurningum, mega þingmenn leggja fyrir hann óformlegar spurningar og þá líkar Churchill við lífið, því að hvergi njóta hin snörpu og hárbeittu andsvör hans sín svo vel sem þar. Erfiðar lexíur Churchill skrapp fyrir skömmu til Harwell-skólans, sem hann stundaði einu sinni nám við. Hann er van- ur að fara þangað alltaf einu sinni á ári, syngja með drengjunum í morgunsöngnum. Síðan talaði hann nokkur orð og mæltist m.a. á þessa leið: – Eftir styrjöldina fékk ég nokkurra ára frítíma, en nú hef ég aftur verið kvaddur til þjónustu, það er mjög erf- ið þjónusta, skal ég segja ykkur. Kennslustundirnar þar eru mjög langar og lexíurnar mjög þungar. Síkvikur og sívakandi Andstæðingar Churchills hafa margir haft við orð, að Churchill hljóti nú að fara að láta á sjá, sakir ald- urs. En sjálfur afsannar hann það bezt með því að vera síkvikur og sívakandi. DAGUR Í LÍFI WINSTONS CHURCHILLS FORSÆTISRÁÐHERRA BRETA Winston Churchill var forsætisráðherra Breta frá 1940-45 og aftur frá 1951-55. Hann setti sterkan svip á sinn samtíma. Reuters Hefur aldrei verið hræddur hjörs í þrá SUMARIÐ 1952 BIRTIST Í MORGUNBLAÐINU LÝSING Á DEGI Í LÍFI WINSTONS CHURCHILLS SEM ÞÁ VAR FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS, 78 ÁRA AÐ ALDRI. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS VILL NÚ DEILA HLUTA AF ÞESSU SKRIFI MEÐ LESENDUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.