Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 49
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
hverju spori starfsfólks, næstum elti það eft-
ir göngunum og spurði hvort væri ekki búið
að gefa mér hitt og þetta. En það kom að
góðum notum og þurfti fyrir það sem á eftir
fylgdi.“
Fjölnir „Bryndís dvaldi í tvær vikur á spít-
alanum. Hún varð skiljanlega fyrir miklu
áfalli þegar hún gengur í gegnum þetta og
er farin að finna til kvíða og þunglyndis á
spítalanum, þrátt fyrir að aðstæður á
kvennadeildinni séu eins og best verður á
kosið á spítalanum, starfsfólkið afar gott við
hana og umhverfið fallegt. Læknir spyr hana
hvort hún vilji prófa þunglyndislyf sem sé
óhætt að taka á meðgöngu og hún þiggur
það. Hún er vöruð við því að á þriðja til
fjórða degi geti hún farið langt niður en svo
muni hún fara aftur upp.“
Bryndís „Það stemmir og á þriðja degi fer
ég mjög langt niður og langar hreinlega ekki
fram úr. Mér er þá gefinn tími með geð-
lækni, klukkan 12 á hádegi, og Fjölnir er
með mér. Við bíðum í fjörutíu mínútur og þá
kemur læknirinn loks, spjallar við mig í
nokkrar mínútur og segir að ég sé akút mál
og ég þurfi að leggjast inn á geðdeild. Það
tekur hann aðeins tíu mínútur að taka þessa
ákvörðun og ég er svo dofin og máttlaus að
ég kann varla að mótmæla eða spyrja út í en
Fjölnir gerir það hins vegar.“
Fjölnir „Ég hef komið inn á geðdeild, ég veit
hvernig hún lítur út að innan, og veit að þú
býður fólki ekki upp á veru þar nema komið
sé í öngstræti. Þarna hafði læknirinn, eftir
að hafa verið með okkur í aðeins tíu mín-
útur, tekið þá ákvörðun á hlaupum að Bryn-
dís væri best sett hinum megin á spítalanum
á geðdeildinni. Ég segist vilja ræða þetta
nánar en hún svarar að hún hafi ekki tíma,
hún þurfi að hitta aðra sjúklinga. Ég læt
ekki bjóða mér þessi svör og hún er hér um
bil stokkin á flótta en ég var orðinn mjög
reiður. Ég spurði hana hvað henni þætti um
það ef einhver myndi koma inn á spítalann
og mála hann allan að innan á tíu mínútum
og láta gott heita. Ég þoli ekki fúsk, alveg
sama hvort það er í heilbrigðiskerfinu, tamn-
ingum eða iðnaðarmennsku.“
Bryndís „Þetta var svo skrýtið því ég var
einmitt á þeim degi lyfjanna sem viðbúið var
að ég færi niður og það sem var enn skrýtn-
ara er að læknirinn skuli hafa staðið í því að
rífast við manninn minn fyrir framan mig.
En ég var mjög vanmáttug gagnvart þessum
aðstæðum og segist bara vilja fara inn á
deildina, enda hafði ég ekki hugmynd um
hvernig það umhverfi var.“
Niðurlægjandi
umhverfi fyrir sjúka
Bryndís segir reynsluna af því að koma inn
á geðdeild súrrealíska. Hún hafi ekki getað
ímyndað sér að á spítalanum fyrirfyndust
vistarverur sem væru svo hrörlegar. Hún
segist finna til með því veika fólki sem þarna
dvelji því greinilega séu ekki til fjármunir til
að bjóða upp á mannsæmandi umhverfi.
Bryndís „Þarna hafði ég líka viðmiðunina frá
Kvennadeildinni. Þar var fallegt. Ég var
send í umhverfi sem var kalt, ekki einn
blómapottur. Umhverfið miðast auðvitað að
því að enginn geti skaðað sig og því er afar
lítið af munum almennt í umhverfinu en það
sem er þó fyrir er mjög sjúskað og komið til
ára sinna. Ég horfði á brunablettina á hill-
unum og umhverfi sem er komið vel til ára
sinna og fann að ég myndi ekki ná neinum
bata þarna. Mér leið verr ef eitthvað var.
Mun verr og brotnaði endanlega niður þegar
mér var vísað inn á herbergi og ég spurð
hvað ég vildi í kvöldmat. Ég skil enn þann
dag í dag ekki hvernig þessum lækni datt í
hug að þetta væri besti staðurinn, innan um
fólk sem var mjög veikt líka og það miklu
veikara en ég að ég átti ekki samleið með
því. Ég fann að andlega hliðin myndi ekki
fara upp þarna inni. Fjölnir sagði að hann
myndi koma mér strax út og hann var fastur
fyrir og heimtaði að ég færi heim. Á meðan
bað hann mig að láta sem mér liði betur í
nokkrar mínútur, bara svo við kæmumst út.
Allt heldur en þetta. Þetta umhverfi sem ég
var sett í átti alls ekki við í mínu tilfelli.
Maður skilur að í erfiðum tilfellum séu geð-
deildir sá kostur sem er í boði. En þessi
hluti spítalans býr greinilega við fjársvelti og
álagið er allt of mikið á spítalann í heild, á
oftast nær yndislegu starfsfólki.“
Eftir skrautlegar vikur á spítalanum, sem
endaði á geðdeild í nokkrar mínútur, fór
Bryndís eina nótt inn á kvennadeild og loks
á heilsuhælið í Hveragerði. Þar dvaldi hún í
mánuð og segir vistina þar hafa gert krafta-
verk fyrir sig. Hún hefur sprautað sig tvisv-
ar á dag með blóðþynningarlyfjum þar til
núna fyrir viku. Daginn eftir geðdeildarinn-
lögnina hitti hún hins vegar geðlækninn að
eigin ósk og sagði sína meiningu. Nokkru
síðar fékk hún afsökunarbeiðni frá lækninum
í gegnum þriðja aðila.
Fjölnir „Eftir mína reynslu af veikindum
bróður míns, sem lést þrítugur úr krabba-
meini, og svo bara því sem ég hef sjálfur
lent í í gegnum tíðina veit ég að maður þarf
að standa með sjálfum sér í öllum veik-
indum. Ég hef líka verið heppinn að ég er
næmur á fólk. Nei, ég er nú ekki trúaður,
því miður. Ég missti trúna þegar bróðir
minn dó. En ég get oft séð hvar fólki er illt
og fæ stundum hugboð. Ég er mjög tengdur
hestunum mínum og finn yfirleitt á mér ef
eitthvað er að í stóðinu, hvort sem einhver
er fastur í girðingu eða annað. Við vorum
búin að panta flugmiða til Spánar og hefðum
átt að fara í ferðina næstum daginn sem
Bryndís fer á Landspítalann. Einhverra
hluta vegna fæ ég hugboð um að ég verði að
fresta ferðinni, vonda tilfinningu, það var
mjög skrýtið.“
Bryndís „Þetta var svo ótrúlegt því við vor-
um meira að segja búin að segja börnunum
frá ferðinni – að við værum á leið til Spánar.
Og þegar maður gerir það þá stendur maður
við það. Svo vill Fjölnir skyndilega hætta al-
veg við. Hann hefði sennilega farið með mig
í kistu heim ef ég hefði ekki samþykkt þess-
ar tillögur hans um að geyma ferðina.
Fjölnir: Þetta var eitt af þeim verkefnum
sem maður fær. Þegar Bryndís segist ætla
að hætta að syngja í kjölfarið á þessu og er
enn langt niðri kem ég henni á óvart og
kaupi söngkerfi fyrir hana og segi henni að
drífa sig heim. Þá er ég búin að hækka vel í
græjunum og er að spila á gítar. Ég rétti
henni míkrafóninn og segi henni að hún sé
sannarlega ekki hætt að syngja. En núna má
hún aldrei byrja að reykja aftur, sem gleður
mig mikið. Höfum við orðið einhvers vísari
eftir þetta? Þú segir nokkuð. Mér hefur nú
reyndar alla tíð komið á óvart hversu um-
burðarlynd hún er gagnvart mér. Ég er ekki
léttasti pakkinn í búðinni get ég ímyndað
mér. Fastheldinn og vil helst alltaf fara á
sama básinn eins og kýrnar. Reyndar erum
við bæði mjög orkumikil og eigum vel saman
þess vegna kannski. Bryndís kveikir aldrei á
þremur til fjórum kertum á kvöldin heldur
340. Þegar hún eldar hrísgrjón með matnum
dugar sá skammtur út vikuna.“
Bryndís: „Núna erum við aðeins að huga
að búsetunni. Fjölnir minn fær auðvitað inni-
lokunarkennd í bænum og skilur ekki af
hverju ég þarf að vera innan um lattelepj-
andi lopatrefla. Við tökum því rólega og vit-
um núna að við höfum ekki tíma fyrir það
sem sýgur úr manni orku í lífinu eða leið-
indi. Við erum þakklát fyrir hvern dag. Má
ég vera væmin? Ég er rosalega heppin að
eiga hann Fjölni minn.“
„Þegar lungnasérfræðingurinn sér mig daginn eftir horfir hún á mig gapandi og segir að þetta geti
engan veginn verið einungis lungnabólga,“ segir Bryndís um greiningarferlið á veikindum sínum.
Fjölnir kyssir Aríu frá Hásæti en rúmur áratugur er frá því að hann snéri sér nær alfarið að hesta-
mennsku. Bryndís kann betur við sig í þéttbýlinu og reynir að fá Fjölni með sér yfir heiðina.
• Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst.
• Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun.
• Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla.
• Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél.
• Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð.
• Skilar sama afli og venjuleg díselolía og 5% meira afli en hefðbundin lífdíselolía.
• Er mjög kuldaþolin og geymist vel, jafnt í hita sem kulda.
Nánari upplýsingar á olis.is