Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 B jarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sló réttan streng í setningarræðu Landsfundar. Þetta eru ekki úrskurðarorð bréfritara, enda hefur hann ekki meira um það að segja en hver annar. Þetta er sagt vegna þess að ræðan hitti í mark. „Salurinn“, sálin í Sjálfstæðisflokknum á hverjum tíma, var móttæki- legur fyrir þessari ræðu. Mótvindur mæðir Því er ekki að neita að núverandi formaður hefur átt á brattann að sækja frá því að hann var fyrst kjörinn. Hluti skýringarinnar á því er í senn einföld og eðlileg. Hans fyrsta formannskjör fór fram í skugga uppþota. Þegar þannig var komið hafði flokkurinn og forysta hans misst allt sjálfstraust og þá er stutt í að menn missi fótanna líka. Samfylkingin hafði ekki gengið til stjórnarsam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn af fullum heilindum vorið 2007. Hún kom til þess samstarfs ráðin í að starfa í anda „borgarnesræðunnar“, þar sem lögð var sú lína að engar hömlur skyldu lengur lagðar á þau öfl sem voru að leggja undir sig allt fjármálalíf landsins í skjóli einokunar eða ígildis hennar á fjölmörgum svið- um, heldur skyldi hið pólitíska vald láta af sínu andófi og lýðræðislegri varðgæslu og snúast á sveif með „sigurvegurum hinna nýju efnahagslögmála“ eins og það var kallað. Innan Sjálfstæðisflokksins voru til öfl sem voru óþægilega móttækileg fyrir slíku. Gekk þetta svo langt að Samfylkingin knúði yfirlýs- ingu inn í stjórnarsáttmála vorið 2007 um stuðning ríkisstjórnarinnar við „útrásina“, með ráðum og dáð. Og þessu stjórnmálaafli tókst svo að bíta höfuðið af skömm sinni áður en yfir lauk. Það náði að klína af- leiðingum af baráttu sinni frá tímum borgarnesræð- unnar og bandalagi við þau öfl sem þar voru hafin til skýja, og framgöngu allt til falls þeirrar ríkisstjórnar frá 2007, eingöngu á Sjálfstæðisflokkinn. Það var vel af sér vikið þótt ljótt væri. Sjálfstæðisflokkurinn, undir nýrri forystu Bjarna Benediktssonar, fékk verstu útreið sögu sinnar í kosningunum vorið 2009. Það var enn meiri hrakför en flokkurinn fór vorið 1987, sem flokksmenn höfðu vonað að yrði hinn eilífi botn. En Bjarna varð ekki kennt um þau úrslit. Það var sameiginlegt skipbrot Sjálfstæðisflokksins alls. En það var á hinn bóginn ekki öfundsvert hlutverk sem hinn nýi formaður hafði fengið. Í fyrsta sinn í sögunni var flokkurinn ekki stærsti þingflokkur landsins. Höggbylgja heiftar Áróðurinn gegn flokknum var ofsafenginn. Ekki fór þar aðeins óvenju hatursfullt stjórnarlið, sem sýndi framgöngu gagnvart andstæðingum sem ekki hafði sést glitta í áratugum saman í þessu landi. Rík- isútvarpið og 365 miðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar voru eins og samvaxnir tvíburar í áróðurstilburðum sínum fyrstu ár þeirrar ríkisstjórnar og lengi vel var lítil viðspyrna annars staðar. Sjálfstæðisflokkurinn var óneitanlega næsta óburðugur í stjórnarandstöðu lengi vel, sem þarf ekki að koma alveg á óvart í stöðunni. Hann var þó vafalít- ið eftirgefanlegri en efni stóðu til fyrsta kastið. En smám saman fór sjálfstraust hans vaxandi í réttu hlutfalli við axarsköft ríkisstjórnarinnar og eftir því sem vanhæfni hennar afhjúpaðist í hverju stórmálinu á fætur öðru. Það lá í loftinu að andrúmsloftið var að snúast. Þá tók forysta flokksins skyndilega óskilj- anlega ákvörðun um að stökkva um borð í hripleka icesaveskútu ríkisstjórnarinnar. Engin skynsamleg skýring hefur enn fengist á því uppátæki, né heldur á hinu að fjölmargir reyndir fyrrverandi forystumenn Landsfundur lofar góðu * En það sem var eftirtektar-verðast var einmitt svo ólíktspunanum í Speglinum. Bjarni Benediktsson lét það ekki eftir sér að fara í yfirboð við aðra flokka. Hann sýndi gætni og eðlilega varúð við þær aðstæður sem nú ríkja. Reykjavíkurbréf 22.02.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.