Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 6
HEIMURINN
KÍNA
PEKING Kínverska varnarmála-
ráðuneytið hafnaði skýrslu þar sem
það var sagt viðriðið aukningu í
árásum tölvuþrjóta á bandarísk
fyrirtæki. Í skýrslunni, sem bandarískt
netöryggisfyrirtæki, Mandiant, gaf út,
er komist að þeirri niðurstöðu að
hópur tölvusérfræðinga, sem tengjast
kínverska hernum, sé sennilega einn
af „afkastamestu tölvunjósnahópum“
heims. Kínverska varnarmálaráðu-
neytið sagði að engar „tæknilegar
sannanir“ væru í skýrslunni.
SUÐUR-AFRÍKA
PRETORÍA Fatlaði spretthlauparinn Oscar Pistorius var
á föstudag látinn laus gegn tryggingu en hann er sakaður
um að hafa myrt unnustu sína, Reevu Steenkamp. Pistorius
neitar sök, kveðst hafa skotið Steenkamp á baðherberginu
heima hjá sér vegna þess að hann hafi haldið að hún væri innbrotsþjófur.
Málið tók óvænta stefnu þegar í ljós koma að lögreglumaðurinn, sem
stjórnaði rannsókninni, sætir sjálfur rannsókn vegna morðtilraunar.
Hann hefur verið settur af.
EKVADOR
QUITO Rafael
Correa náði auð-
veldlega endurkjöri
í forsetakosningun-
um í Ekvador. Hann
fékk 57% atkvæða
og vinstri flokkur hans fékk einnig afgerandi
meirihluta á þjóðþinginu. Correa er fyrsti
forsetinn sem sigrar tvívegis í forsetakosn-
ingum án þess að halda þurfi aðra umferð
til þess að skera úr um sigurvegara.
BÚLGARÍA
SOFIA Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu,
tilkynnti afsögn stjórnar sinnar eftir að mörg
þúsund manns mótmæltu háu rafmagnsverði og
aðhaldsaðgerðum á götum úti. Borisov hafði áður
lagt til lækkun verðs á rafmagni og rekið fjármála-
ráðherra sinn, en það dugði ekki til að slá á aðgerðirnar.
Hamid Karzai, forseti Afgan-
istans, hefur veitt sérstöku
friðarráði umboð til að
semja um frið fyrir stjórnina.
Ráðið hefur sett fram vegvísi
að friði 2015. Inntak hans er
óljóst, en kunnugir segja slá-
andi hvað mikið sé gefið eftir
þar gagnvart talibönum og
Pakistönum. Þar kveði
á um að talibanar
verði stjórnmála-
flokkur og fái stöður í
lögreglu, sveit-
arstjórnum og ráðu-
neyti. Þjóðarbrot,
sem liðu hvað mest
undir stjórn talibana,
óttast afturhvarf til
ástandsins fyrir inn-
rás Bandaríkja-
manna og banda-
manna þeirra.
Hættu í vinnunni,“ sagðikarlmannsrödd í símann.„Annars mun hún kosta
þig lífið.“ Tarik Ayub er túlkur
fyrir þýska herinn í Afganistan.
Hann hafði fengið svona símtöl áð-
ur, en samt var honum brugðið
þegar síminn hringdi kvöld eitt í
rafmagnsleysi í janúar. „Hættu að
hóta mér,“ svaraði Ayub. „Ef þú
ert maður er kominn tími til að þú
sýnir þig.“ Maðurinn í símanum
hló: „Þú hefur ekki hugmynd um
hvað við erum voldugir.“ Síðan
lagði hann á.
Ef við kæmumst í burtu
Ayub lýsti reynslu sinni fyrir
þýska vikuritinu Die Zeit. Eftir
símtalið spurði sextán ára dóttir
hans, sem hafði vaknað við hring-
inguna, hvað væri á seyði. Hann
sagði að vinur sinn hefði verið að
stríða sér. Síðan hefði hann farið
inn í eldhús og fengið sér tvo eða
þrjá snafsa og hugsað með sér:
„Ef við kæmumst bara héðan í
burtu.“
Í vikunni voru í árlegri skýrslu
Sameinuðu þjóðanna birtar tölur
um fallna í Afganistan. Þar kom
fram að í fyrra hefði í fyrsta skipti
í sex ár dregið úr fjölda óbreyttra
borgara, sem voru felldir í landinu.
Þessi tíðindi voru fyrst og
fremst rakin til þess að dregið hef-
ur úr átökum, afganskar hersveitir
séu að taka við af sveitum Atlants-
hafsbandalagsins og þær séu ekki
jafnþungvopnaðar auk þess sem
vestræni heraflinn hafi lagt áherslu
á að hlífa óbreyttum borgurum.
Samkvæmt skýrslu SÞ féllu
2.754 óbreyttir borgarar í fyrra, en
3.021 árið 2012. Frá því að stofn-
unin hóf að taka saman tölur um
fall óbreyttra borgara 2007 hafa
tæplega 15 þúsund fallið og segir
það sína sögu um daglegt líf í
landinu.
Þótt tölfræði Sameinuðu þjóð-
anna bendi til átaka í rénun er ein
tala sláandi. Árásum á opinbera
starfsmenn fjölgaði um 700% árið
2012 frá árinu á undan. Jan Kubis,
sérlegur eriendreki SÞ í Afganist-
an, sagði að mannfallið í átökunum
væri óviðunandi og benti sérstak-
lega á að sprengjur, sem upp-
reisnarmenn kæmu fyrir í
vegköntum, felldu flesta
almenna borgara. „Sjálfs-
morðsárásir eru sér-
staklega óhugnanlegar,
þar á meðal að nota
heilaþvegin börn til að
myrða óbreytta borgara,
sem einnig er skýrt brot
á venjum íslams,“ sagði hann. Kub-
is sagði að aukningin í árásum á
fólk, sem talið væri hliðhollt stjórn-
inni, væri „enn eitt alvarlegt brot á
alþjóðlegum lögum um mannrétt-
indi“.
Um þessar mundir eru um
hundrað þúsund hermenn á vegum
Bandaríkjanna og annarra aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins í
Afganistan. Á næsta ári eiga þeir
að hverfa á braut og framhaldið er
í uppnámi.
Vonlitlar friðarumleitanir
Engar friðarumleitanir áttu sér
stað seinni hluta liðins árs. Bar-
dagar geisuðu í Afganistan og í
Bandaríkjunum stóð yfir kosninga-
barátta. Nú er hins vegar hafin
viðleitni til þess að hefja viðræður
milli afganskra stjórnvalda og upp-
reisnarliðs talibana. Snemma í
febrúar hittust David Cameron,
forsætisráðherra Bretlands, Hamid
Karzai, forseti Afganistans, og Asif
Ali Zardari, forseti Pakistans, í
Checkers, sveitabýli þess fyrst-
nefnda, og ræddu nauðsyn þess að
setja friðarviðræður í forgang.
Þessar þreifingar virðast hins
vegar lítinn árangur hafa borið.
The New York Times birti frétta-
skýringu þar sem sagði að samtöl
við á þriðja tug embættismanna
bæru því vitni að litlar líkur væru
á að það tækist einu sinni að fá
stjórnvöld og talibana til að setjast
niður til að ræða málin áður en
þorri bandaríska herliðsins hverfur
á braut á næsta ári.
Þá gjalda hasarar og tadjíkar
varhug við að friðmælast við talib-
ana, sem eru pastúnar að upplagi
líkt og Karzai.
Þessar horfur eru ekki til þess
að róa fólk eins og Tarik Ayub.
Talibanar líta á það sem svikara og
hafa í hótunum við samverkamenn
Vesturlanda. Þetta fólk óttast það
sem tekur við þegar vestræna her-
liðið hverfur á braut.
Óvissan
blasir við í
Afganistan
HERLIÐ BANDARÍKJAMANNA OG BANDAMANNA ÞEIRRA
HVERFUR FRÁ AFGANISTAN 2014 OG ÓVISSA BLASIR VIÐ.
TALIBANAR BEINA SPJÓTUM SÍNUM AÐ EMBÆTTISMÖNN-
UM OG AFGÖNSKUM STARFSMÖNNUM ERLENDRA RÍKJA
OG STOFNANA, SEM ÞEIR KALLA SVIKARA.
Hamid
Karzai
VEGVÍSIR AÐ FRIÐI
Kona í búrku gengur um götur Kabúl með byrðar sínar á höfðinu. Dregið hefur úr mannfalli óbreyttra borgara í landinu,
en talibanar beina spjótum sínum sérstaklega að konum, sem fara með embætti í stjórnkerfinu.
AFP
* „Ég held að það þurfi að gjalda frið í landi eftir 33 eða 34 ár háu verði – mjög háu verði.“
Rangin Dadfar Spanta, þjóðaröryggisráðgjafi afganskra stjórnvalda, um nauðsyn þess að ræða við talibana.
Alþjóðamál
KARL BLÖNDAL
kbl@mbl.is
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013