Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 24
Hönnun: Hans J. Wegner Framleiðandi: PP MØBLER. Stóllinn pp129 var hannaður árið 1968 og sneri aftur á danska hönnnunarmarkaðinn í fyrra. Hönnun: Louis Poulsen. Framleiðandi: Louis Poulsen. Doo-Wop var framleitt í fyrsta sinn á sjötta áratug síðustu aldar og vegna aukins áhuga í uppboðshúsum fór ljósið aftur í framleiðslu, nema nú í mörgum nýjum litum. BO BEDRE-VERÐLAUNIN 2013 Sígilt en samt ferskt DÖNSK HÖNNUN FRÁ MIÐRI SÍÐUSTU ÖLD NÝTUR STÖÐUGRA VINSÆLDA. HÉRNA MÁ SJÁ NOKKRA GRIPI, SEM HANNAÐIR VORU FYRIR NOKKRUM ÁRATUG- UM EN HAFA NÚ FENGIÐ NÝTT LÍF. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hönnu n: Mogen s Lasse n. Framle iðandi: By Lass en Copen hagen. Stóllinn er hannað ur árið 1942 o g þykir mjög þæ gilegur. Hönnun: Illum Wikkelsø. Framleiðandi: Stouby. Eftir þrjátíu ár í uppboðshúsum setti Stouby V11-sófann frá 1965 aftur í framleiðslu Dönum og öðrum til mikillar gleði. Hönnun: Arne Jacobsen o.fl. Framleiðandi: Boråstapeter. Nú hafa verið endurvakin veggfóðurmunstur sem eru hönnun norrænna hönnuða frá sjötta áratug síðustu aldar, t.d. Arne Jacobsen, Sven Markelius, Karl Axel Pehrson og Stig Lindberg. D anska hönnunartímaritið Bo Bedre veitir árleg verðlaun sín í næsta mánuði. Verðlaun eru veitt í sex flokkum: húsgagn ársins, hönnun ársins, hönnuður ársins, eftirtektarverðasta hönnun ársins, lampi ársins og síðast en ekki síst sí- gild hönnun ársins. Í síðasta flokknum eru átta tilnefningar, sem sýndar eru á meðfylgjandi myndum. Það er gaman að skoða þessa hönnun, sem öll er gömul hönnun sem fékk á síðasta ári nýtt líf með endurvakinni framleiðslu. Dönsk hönnun frá því um miðja síðustu öld hefur lengi átt upp á pallborðið hjá Íslendingum og nýtur nú mikilla vinsælda um allan heim. Fyrir áhugasama er ennþá hægt að kjósa í þessum flokki á vefsíðu tímaritsins, bobedre.dk. Hans Wegner-stóllinn fékk mitt atkvæði. Kosningin stendur til 1. mars og verðlaunin verða síðan afhent 7. mars. Hönnun: Nanna Ditzel. Framleiðandi: Kvadrat. Hallingdal-efnið er hönnun frá 1965 en Kvadrat bauð í fyrra yngri kynslóð hönnuða að koma með sína túlkun á því. Hönnun: Helge Sibast. Framleiðandi: Sibast Furniture. Hannaður árið 1953 en kom á markað á ný í fyrra. Hönnun: Arne Jacobsen og Flemming Lassen. Framleiðandi: &tradition. Sófinn var hannaður fyrir ráðhúsið í Søllerød árið 1939 og hefur aldrei fyrr farið í framleiðslu. *Heimili og hönnunBókstafirnir í Hönnunarmars mynda nærri fimm metra háan skúlptúr sem hefur farið víða »26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.