Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 53
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 stóru pakkhúsi og við vorum þar meira og minna í hálft ár að setja hana upp. Í kjölfar- ið settum við upp slíkar sýningar í Vín- arborg 1995, í Marseilles 1995 og í Hauser & Wirth í Zürich 1998. Við fengum kjarna ís- lenskra aðstoðarmanna í lið með okkur því Íslendingum er alveg sama hvað klukkan er, ef þeir fá bara að drekka, borða og vinna. Við skemmtum okkur konunglega við að setja upp þessar stóru sýningar. Nú hafa synir mínir tekið við sem aðstoð- armenn. Þessi sýning í New York var opnuð 22. janúar fyrir blaðamenn og 3. febrúar fyr- ir almenning, en við hófum uppsetninguna 17. desember. Við vorum rúmar fimm vikur að vinna og vorum ekki alveg búnir þegar opnað var því það tók viku í viðbót að steypa öll súkkulaðiverkin. Við áttum einn frídag, fyrsta janúar. Unnum líka um jólin.“ Dieter átti í samstarfi við marga listamenn en það við Björn varði lengst. Með þessari sýningu er að sjá að farið sé að gera meira úr þætti Björns á þessu lokaskeiði sköpunar föður hans. Hann samþykkir að svo sé. „Tveimur árum áður en hann dó var orðið ljóst í hvað stefndi. Þá kom hann að máli við mig og sagði að það væri tími til að brjóta odd af oflæti sínu og finna gott gallerí að vinna með. Þá var hann mögulega líka að hugsa um mína framtíð. Hann hóaði í Iwan og ári síðar sýndum við hjá honum. Dieter dó tíu dögum eftir opnun sýningarinnar. Nokkru áður sagði hann við mig: ef við ímyndum okkur að við séum í lestarferð og ég hoppa af á næstu stöð, heldur þú þá áfram með lestinni? Ég svaraði að það lægi í hlutarins eðli því ég kynni ekkert annað. Og ég hélt áfram. Ég hef fyrst og fremst unnið í hans anda enda er ég lærlingur hans og nota þær aðferðir sem við beittum.“ Fækkaði vinnustofunum Stór hluti tíma Björns fer í að annast mál- efni dánarbús Dieters en hann vinnur sam- hliða í verkum sínum á vinnustofunum. „Þetta er allt í einum hrærigraut!“ segir hann og hlær. „Við vorum með vinnustofur á mörgum stöðum; í Vínarborg, Hamborg, þrjár í Sviss og þrjá staði á Íslandi. Rekstr- arkostnaður var að ganga frá mér og ég skar þetta grimmt niður og held eftir gamla stúdíóinu okkar í Basel. Þar er ég mikið og skipti tíma mínum milli Sviss og Íslands. Ég er með vinnustofu á Álafossi.“ En hann stoppar ekki lengi á hverjum stað; er núna kominn austur á Seyðisfjörð, þar sem er ein af vinnustofum feðganna. „Ég er alltaf að reyna að finna einhverja leið til að vera ekki sífellt á ferðalögum en það er svo mikið að gera! Ég get illa stopp- að,“ segir Björn. Feðgarnir Einar, Björn og Oddur við uppsetningu sýningarinnar „Dieter Roth. Björn Roth“ í Hauser & Wirth-galleríinu nýja í New York. Þar unnu þeir í fimm vikur og standa hér við háan turn með súkkulaðiverkum og í baksýn er annað stóra gólfið úr vinnustofunni á Bala. Ljósmynd/Bjarni Grímsson Kvikmyndaunnendur ættu að sjá nýjustu kvikmynd danska leikstjórans Thomas Vinterbergs, Jagten, sem sýnd er í Háskólabíói. Mads Mikkels- en fékk verðlaun í Cannes fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu. 2 Héraðsbúar og aðrir Aust- firðingar eru hvattir til að líta á opnun málverkasýn- ingar Stefáns Her- mannssonar í Skemmunni í Skóg- argerði í Fellum á laugardag klukkan 14. Á sýningunni eru olíumálverk sem Stefán hefur unnið að þar á und- arförnum vikum, út frá umhverfinu. 4 Leikfélagið Geirfugl sýnir á sunnudagskvöldið leikrit Hávars Sigurjónssonar, Segðu mér satt, í Kúlu Þjóðleikhússins. Rýnir Morgunblaðs- ins sagði leikhúsfólkið hætta sér hér út á jaðarinn. 5 Dagný Heiðdal listfræð- ingur fjallar um verk kvenna á sýningum Listasafns Íslands á sunnudag klukkan 14. Ann- ars vegar er um að ræða sýninguna „Erlenda áhrifavalda“ með verkum listamanna víða að, en þau mynduðu meðal annars stofngjöf safnsins. Á hinni sýningunni, „Gamlar gersemar“, eru mörg verk í safneigninni sem sjaldan sjást opinberlega. 3 Sýning Eddu Heiðrúnar Backman, Lóan, stendur yfir í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins til mánaðamóta og nú er síðasta sýning- arhelgin. Verkin málar Edda Heiðrún með munninum. MÆLT MEÐ 1 Brot er heiti sýningar sem Sirra SigrúnSigurðardóttir opnar í SverrissalHafnarborgar í dag, laugardag, klukk- an 15. Hún hefur á undanförnum árum verið í framvarðarsveit ungra listarmanna hér á landi og leggur um þessar mundir stund á framhaldsnám við School of Visual Arts í New York. Í desemder síðastliðnum var hún ein 24 alþjóðlegra listamanna sem ritstjórn tímaritsins Modern Painters hvatti lesendur til að gefa gætur. Sirra segir sýninguna í fjórum hlutum sem tengjast og eru unnir með Sverrissal í huga. „Eitt verkið er ljósmyndapar, líkar myndir en önnur er tekin af morgunbláma himinsins og hin er blái skjárinn á tölvunni minni.“ Hún bætir við að viss undirtónn sýning- arinnar sé að skoða heiminn. „Gegnum tíð- ina hafa menn öðlast þekkingu við að horfa upp í himininn og kanna þrívíðan efnisheim- inn, en í dag horfum við mikið í skjáinn.“ Annað verk sýningarinnar er par stöpla; annars vegar dæmigerður stöpull úr geymslum Hafnarborgar en hinn er eft- irgerð Sirru og það er eins og sá gefi eftir. Þriðja verkið er skífa þar sem unnið er með liti og hreyfingu; ljós umhverfisins birtist sem litir fyrir tilstilli einfaldra límbanda. Loks gengur gegnum salinn veggteikning sem er eins og rúðustrikað blað. Sirra Sig- rún segir það vera eins konar vísun í ab- strakt myndlist, sem hún hafi alltaf heillast af. „Þá er viss tenging í sýningunni við eðl- isfræði og stærðfræði. Jöfnurnar sem segja mest um eðli heimsins eru oft þær einföld- ustu og fallegustu,“ segir hún. List og vís- indi þurfi ekki alltaf að vera andstæður. „Bara það að raða hlutum inn í rými er jafnvægisleikur. Ég þekki stærðfræðinga sem segjast leita fegurðar og tala eins og listamenn. Ég sé snertifleti þarna á milli.“ SIRRA SIGRÚN SÝNIR NÝ VERK Í HAFNARBORG Snertifletir lista og vísinda Í SVERRISSAL HAFNARBORGAR OPNAR SIRRA SIGRÚN SIGURÐ- ARDÓTTIR SÝNINGU Á NÝJUM OG FORVITNILEGUM VERKUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Bara það að raða hlutum inn í rými er jafnvægisleikur,“ segir Sirra Sigrún. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.