Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Þ orgerður Ingólfsdóttir kórstjóri hlaut á dögun- um heiðursverðlaun Ís- lensku tónlistarverð- launanna fyrir ómetanlegt frumkvöðulsstarf í tón- list og menningaruppeldi. Hún stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og Hamrahlíð- arkórinn árið 1982. Foreldrar Þorgerðar, Ingólfur Guðbrandsson og Inga Þorgeirsdóttir, voru bæði kennarar og Ingólfur varð þekktur kórstjóri. „Fyrstu minningar mínar eru tengdar tónlist,“ segir Þorgerður. „Það var mikil tónlist á heimili okk- ar og við systurnar, sem erum fimm, sungum allar mikið og lærð- um á hljóðfæri. Þar ber ekki síst að þakka móður okkar, sem ól okkur upp í ást á tónlist. Mamma minntist þess alla ævi þegar hún heyrði í fiðlu í fyrsta sinn, það var fegursti tónn sem hún gat hugsað sér. Kannski var það þess vegna að við systurnar lærðum allar að spila á fiðlu sem börn. Mamma var alltaf syngjandi. Við heyrðum létt fótatak hennar þegar hún gekk upp tröpp- urnar syngjandi. Hún aðstoðaði okkur systurnar við námið, saumaði öll föt á okkur og ég geng enn í föt- um sem hún saumaði. Mamma var mesti listamaðurinn í fjölskyldunni. Hún lærði tónlist og tók söngkennarapróf, eins og pabbi. Pabba dreymdi stóra drauma og mömmu ekki síður, en þetta var á þeim tímum þegar það þótti sjálf- sagt að karlar færu frekar í fram- haldsnám. Mamma gerði allt til að hjálpa honum að komast til náms í tónlist. Hún var einstök kona, mikil hetja og lífssnillingur. Hún var grunnskólakennari og kenndi fulla kennslu allt sitt líf. Á tímabili var sagt að mörg vandræðabörn í Reykjavík væru send til hennar vegna þess að hún hafði ótrúlega mikið lag á fólki og nærvera hennar var sterk og hlý. Pabbi var mikið á faraldsfæti og þegar ég var rétt orðin átján ára flutti hann út af heimilinu. Frá þeim tíma ól mamma okkur ein upp og vann fulla vinnu sem kennari. Hún sá okkur fyrir öllu og lagði upp úr að við stunduðum framhaldsnám og það veitti henni mikla gleði að á tíu árum urðum við fimm systur stúd- entar frá MR. Allar vorum við svo í háskólanámi.“ Hvað varð til þess að þú gerðir tónlistina og vinnu með ungu fólki að lífsstarfi? „Ég er elst okkar systranna og reyndi að vera mjög ábyrg stóra systir, sem kannski átti sinn þátt í að ég fór að leiðbeina og kenna. Í móðurættinni er mikið um kennara. Móðuramma mín var kennari á tíma þegar sjaldgæft var að konur færu í slíkt starf. Hún átti átta börn og sex þeirra urðu kennarar. Ég hafði frá barnsaldri gaman af öllu sem sneri að músík og lærði á hljóðfæri sem unglingur en tvítug var ég kölluð til að kenna músík í Melaskóla í forföll- um. Þegar sú beiðni barst hugsaði ég með mér að það væri allt lagi að prófa þetta. Þetta starf hafði mikil áhrif á mig, ég var ung og ég man hvað ég vandaði mig mikið. Kennsl- an var svo skemmtileg og síðan hef- ur gleðin fylgt starfi mínu með ungu fólki. Ég lauk prófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík og eftir það fór ég í framhaldsnám til Bandaríkjanna.“ Móðurást og kórvinir Þú stofnaðir Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og síðar framhaldskór, Hamrahlíðarkórinn. Þessir kórar skiptu ekki bara máli fyrir ungt fólk heldur einnig fyrir íslenskt tónlistar- líf. „Þetta var algjört brautryðjanda- starf í byrjun. Það voru ekki til blandaðir skólakórar á þessum tíma og þetta var strembið í upphafi. En með tímanum hefur kórstarfið vaxið og þroskast og verkefni kóranna í Hamrahlíð hafa verið margvísleg og fjölbreytt. Þessir tveir kórar hafa verið eins konar lifandi tilrauna- smiðja fyrir íslensk tónskáld sem hafa samið rúmlega hundrað verk fyrir þá. Þorkell Sigurbjörnsson var kennari minn og náinn vinur, nánast eins og bróðir, og fyrsta verkið fyrir Kór Menntaskólans við Hamrahlíð setti hann inn um bréfalúguna mína vorið 1970. Íslensku tónskáldin hafa verið svo rausnarleg við okkur í Hamrahlíð, þau hafa treyst þessum ungu óreyndu kórsöngvurum fyrir tónsmíðum sínum og það oft á stórum stundum. Jón Nordal og Atli Heimir Sveinsson hafa samið mikið fyrir kórana og fylgst með okkur og stutt alveg frá fyrstu árum kór- starfsins. Og marga mætti nefna og eru þar líka tónskáld sem áður voru kórfélagar okkar. Einnig hafa erlend tónskáld samið fyrir okkur og Arvo Pärt tileinkaði mér eitt af sínum kórverkum.“ Þarf ekki mikið úthald til að vera jafnlengi í kórstarfi og þú hefur ver- ið? „Mamma hafði mikið úthald og ég held að við systurnar höfum erft það frá henni að gefast ekki upp og reyna til hlítar að koma einhverju góðu áleiðis. Í starfi eins og mínu er nauðsynlegt að hafa úthald. Ég er ekki að spila á hljóðfæri eins og flautu eða fiðlu sem ég get sett í kassa, farið með heim til mín, æft mig á og átt svo við sjálfa mig hvort árangur náist. Ég vinn með hljóð- færi þar sem allir strengirnir eru lif- andi manneskjur. Í rauninni hef ég aldrei litið á kór- starfið sem vinnu. Kröfur um launa- kjör og vinnutíma eru ekki til í huga mínum í sambandi við kórstarfið. Ég hugsa bara um að reyna að gera hlutina nógu vel og að finna tíma til þess.“ Þú hefur unnið með fjölda ung- menna í kórstarfi. Er ekki erfitt að sjá svo á eftir þeim þegar þau yfir- gefa kórinn og önnur verkefni taka við í lífi þeirra? „Þetta er líklega að einhverju leyti sama kennd og þegar barn manns fer að heiman. Ég bar ekki gæfu til að eignast börn og hef kannski yf- irfært móðurástina á þessa kórvini mína, sem eru útvíkkuð fjölskylda mín. Sú vinátta fylgir mér alltaf og svo bætast stöðugt nýir einstaklingar í hópinn.“ Sterkir áhrifavaldar Þú lærðir guðfræði um tíma, hefurðu áhuga á trúmálum? „Ég lærði guðfræði um tíma eftir að ég lauk stúdentsprófi. Guðfræði- námið var afar áhugavert þótt ég lyki því ekki. Það hefur alltaf blund- að í mér þörf fyrir að skynja og skilja eitthvað annað og meira en þennan veraldlega og vélræna heim okkar. Ég hafði líka áhuga á kirkju- tónlist og lítúrgíu og var undir mikl- um áhrifum frá dr. Róbert A. Ott- óssyni, en heimili hans og konu hans var eins og aukaheimili mitt. Róbert kenndi við guðfræðideildina. Hann hafði ótrúleg áhrif á nemendur sína.“ Þú nefndir móður þína fyrr í þessu viðtali sem sterka manneskju sem hafði mikil áhrif á þig og Róbert Abraham sem áhrifavald. Hverjir aðrir voru áhrifavaldar í þínu lífi? „Fyrst og fremst var mamma sterkur áhrifavaldur. Sigurður Nor- dal var mikill vinur mömmu minnar og okkar systra. Hann vildi mennta mig sem unga stúlku og setti mér fyrir að lesa hinar ýmsu bækur og svo las hann fyrir mig og útskýrði lesefnið. Ég bý enn að þessari Gleðin fylgir starfi mínu ÞORGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR KÓRSTJÓRI RÆÐIR UM TÓNLIST- INA, UPPVÖXTINN, ÁHRIFA- VALDA OG KÓRSTARFIÐ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * „Mamma hafði mikið úthald og égheld að við systurnar höfum erft þaðfrá henni að gefast ekki upp og reyna til hlítar að koma einhverju góðu áleiðis.“ Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.