Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Þ að er í mörg horn að líta hjá Margréti Hallgrímsdóttur þjóð- minjaverði og samstarfsfólki hennar fáeinum dögum fyrir 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins en það verður haldið hátíðlegt í dag, sunnudag. Hún kemur beint af fundi afmælisnefndar til að sinna útsendurum Sunnudagsblaðs Morg- unblaðsins og eftir það bíða eflaust fleiri áríðandi verkefni. Oft hafa menn líklega ver- ið niðursokknir af minna tilefni. 150 ára af- mæli er sannarlega varða á merkilegri vegferð safns sem í grunninn hefur það hlut- verk að varðveita minjar þessarar þjóðar, stórar sem smáar. Að sögn Margrétar er það mjög víðtækt verkefni. „Þjóðminjasafnið varðveitir ýmsa muni og gersemar, auk þess sem Ljós- myndasafn Íslands er innan vébanda þess. Þetta á líka við um ýmsar heimildir um mannlíf og þjóðhætti gegnum aldirnar. Þá á Þjóðminjasafnið á fimmta tug húsa út um allt land. Rannsóknir á þessum brunni og arfi eru líka í verkahring safnsins og er þeim ætlað að skapa þekkingu. Þá er ótalin öll miðlun efnis, það er sýningar, útgáfa og fleira. Þjóðminjasafnið er einnig þjóðmenn- ingarstofnun með öllum þeim skyldum sem því fylgja“ Vill efla enn frekar samstarf við systurstofnanir Margrét segir það yfirlýst markmið á afmæl- isárinu að efla samstarf við aðrar stofnanir og taka höndum saman um ýmis verkefni. „Þjóðminjasafnið er höfuðsafn á sviði menn- ingarminja og leiðandi á því sviði og vill gjarnan vera í góðu sambandi við öll minja- söfnin vítt og breitt um landið. Eins finnst okkur mikilvægt að vera í nánum tengslum við aðrar þjóðmenningarstofnanir, eins og Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Ís- lands, sem eru hin tvö höfuðsöfnin, Minja- stofnun Íslands en einnig Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn og Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Þetta eru syst- urstofnanir okkar og brýnt að styrkja tengslin við þær. Dæmi um það er ný grunn- sýning í Þjóðmenningarhúsinu sem verður hluti af Þjóðminjasafninu á þessu ári. Í anda þeirrar samvinnu og verklags er stefnt að því að þær stofnanir sem fótuðu sig upp- runalega í húsinu komi saman á nýjum for- sendum, hver með sitt framlag þar sem menningararfurinn verður sýndur í hnot- skurn frá listrænu sjónarhorni, það er þjóð- minjar, listaverk og handrit. Eins viljum við gjarnan skoða öryggismál þessara stofnana, varðveislu á menningararfinum heildrænt.“ Hún segir nýtt lagaumhverfi einmitt til þess fallið að auka samvinnu og þétta eining- arnar en ný safnalög tóku gildi um áramótin. „Söfn geta hæglega hjálpast að en um leið skerpt á sinni sérstöðu. Þannig verður best unnið úr fjármununum í því skyni að efla faglegt starf.“ Þess má geta að Margrét er settur for- stöðumaður Náttúruminjasafns Íslands í eitt ár og á þeim vettvangi er nú unnið að því hörðum höndum að Perlan verði aðsetur fyr- ir safnið. Safnið verði háskólastofnun Þjóðminjasafnið horfir einnig til mennta- mála. „Það er sífellt aukin áhersla á mennt- unarhlutverk safna og á afmælisári viljum við formgera og efla ennfrekar tengslin við Háskóla Íslands, okkar næsta nágranna. Til umræðu er nú á Alþingi frumvarp frá mennta- og menningarmálaráðherra að okk- ar frumkvæði þess efnis að Þjóðminjasafnið verði háskólastofnun. Þessar stofnanir hafa vaxið og dafnað hlið við hlið undanfarna öld og nú er tímabært að standa enn þéttar saman. Það myndi koma báðum stofnunum til góða, eins og hefur sýnt sig víða erlendis. Ég vona að þetta frumvarp fái brautargengi. Það yrði góð afmælisgjöf frá Alþingi til okk- ar Íslendinga.“ Vitaskuld er við hæfi á afmælinu að hugsa til frumkvöðlanna sem lögðu grunninn að safninu. „Þegar Sigurður Guðmundsson mál- ari og menningarfrumkvöðull skrifaði hug- vekju í Þjóðólf til að brýna Íslendinga og eig- inlega skamma þá fyrir að standa ekki nægilega vel að varðveislu fornminja vildi hann efla menn- inguna í landinu og um leið samfélagið. Lagði þar til að stofnað yrði þjóð- legtt forngripsafn til að við gætum sjálf varðveitt okkar merkustu minjar. Þetta á alveg eins við í dag, við meg- um alls ekki sofna á verðinum. Það er ekki nóg að þekkja söguna, við verðum að skilja hana líka.“ Einmitt þess vegna er æska landsins Þjóð- minjasafninu ofarlega í huga á afmælisárinu. „Það er liður í því að líta til framtíðar. Safn- ið leggur mikið upp úr fræðslustarfi og sam- vinnu við skólana í landinu. Því fyrr sem komandi kynslóðir kynnast safninu þeim mun betra. Að því kemur að þær taki við keflinu,“ segir Margrét en þess má geta að aðgangur að safninu er ókeypis fyrir átján ára og yngri og í dag sjá börn um leiðsögn á grunnsýningunni þar sem þau fjalla um uppáhaldsgripina sína „Safnið er auðvitað ekkert án þeirrar forvörslu og varðveislu sem fer fram bak við tjöldin en sama má segja um dagskrá fyrir börn. Það er líka lög- bundið hlutverk. Tali Þjóðminjasafnið ekki til barnanna í landinu er grunnurinn brost- inn.“ Hefur vaxið með þjóðinni Þjóðminjasafnið hefur löngum verið lands- feðrunum og þjóðinni allri ofarlega í huga. Þannig var það eitt af fyrstu verkum stjórn- valda eftir stofnun lýðveldisins 1944 að sam- þykkja að byggja hús undir safnið. Einskonar „morgungjöf til lýðveld- isins“, eins og Margrét kemst að orði. „Sú ákvörðun segir margt um hugarfarið og allar götur síðan hefur safnið vaxið með þjóðinni. Vonandi verður svo áfram.“ Um leið og Þjóðminjasafninu ber að byggja á traustum grunni rannsókna og fræða þarf það að ná til almennings í land- inu, eigenda sinna. „Það eiga allir að finna sig velkomna á Þjóðminjasafninu og hlutverk okkar sem hér störfum er að veita þjónustu og skapa vellíðan. Liður í því er að bjóða upp á fjölbreyttar sýningar en líka að starf- rækja spennandi safnbúð og kaffihús sem nýtur mikilla vinsælda.“ Að sögn Margrétar gengur safninu vel að ná til fólks og frá því að því var lokað vegna endurbóta 1998 og fram á þennan dag hefur gestafjöldi allt að því tífaldast í á annað Söfn eru ekki til fyrir sig sjálf „AFMÆLIÐ ER MIKILVÆGT TÆKIFÆRI TIL AÐ VELTA FYRIR SÉR HLUTVERKI SAFNSINS Í SAMTÍMANUM. FYRIR HVAÐ ÞAÐ VILJI STANDA OG HVERT STARFSEMIN STEFNIR,“ SEGIR MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR EN ÞJÓÐMINJASAFNIÐ ER 150 ÁRA Í DAG. HÚN METUR STÖÐU SAFNSINS STERKA, GESTUM FER FJÖLGANDI OG SÓKNARFÆRIN MÖRG. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, til hægri, og Steinunn Sigurðardóttir hönnuður sýningarinnar Silfur Íslands bregða á leik í Bogasalnum. * „Fagmennska erauðvitað ekkertannað en vandvirkni og af henni á starfs- fólk safnsins nóg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.