Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaListaverk geta verið sannkölluð kostakaup en kaupandinn þarf að vita hvað hann er að gera
Þegar einstaklingar og fjölskyldur vilja halda neyslunni stöðugri er algengt að setja upp áætlun um hvernig tekjunum séráðstafað. Þá er nauðsynjum og öðrum útgjöldum raðað í flokka eða svokallaða sjóði. Hver sjóður er sú upphæð semvið ætlum að eyða í eitthvað fyrirfram ákveðið. Dæmi um slíka sjóði og upphæðir er matur 50.000, eldsneyti 20.000, föt
15.000 og svo framvegis. Þegar við veljum upphæðir þurfum við að fylgjast með venjulegri neyslu í mánuð eða að velja raun-
hæfa upphæð. Ef við eyðum 60 þúsund í mat eigum við ekki að setja 50 þúsund í áætlunina. Við setjum raunverulega neyslu í
áætlunina en getum í staðinn vandað okkur í innkaupum til að komast niður í 50 þúsund.
Eitt af mikilvægustu atriðunum er að allir sem eiga að fylgja áætluninni séu samstiga um bæði
markmið næsta mánaðar og framtíðarmarkmið. Ef markmiðin eru góð er líklegra að allir vilji vinna
með. Algengt er að fyrsta áætlunin gangi ekki upp. Gerum ráð fyrir því að á næstu mánuðum þurfi
að aðlaga þær þangað til við náum að fylgja áætlun. Við skráum hjá okkur hvar við förum fram úr
áætlun. Erum við að kaupa meiri mat, bensín eða föt og sælgæti? Við fylgjumst líka með því hvers
vegna við förum fram úr áætlun. Erum við að eyða meira vegna álags eða erum við þreytt og svöng
þegar við kaupum í matinn?
Við lærum með þessu að forðast aðstæður sem leiða til þess að við eyðum um of. Einnig getum
við notað tækifærið til að hagræða útgjöldum þannig að okkur líði betur. Til dæmis með því að láta
nauðsynjar eins og mat heima fyrir ganga fyrir og fækka ferðum á skyndibitastaði. Við megum
samt ekki gleyma okkur í þessum áætlunum. Við verðum að gera ráð fyrir að við þurfum til dæmis
að kaupa ný föt reglulega og fara út að borða eða í bíó. Slíkir sjóðir eru ekki notaðir mánaðarlega en við leggjum fyrir
ákveðna upphæð í hverjum mánuði í þá sjóði. Þannig getum við farið í bíó á tveggja mánaða fresti, og út að borða í afmæl-
ismánuðum. Einnig þarf með sama hætti að gera ráð fyrir gjöfum og peningum í gott málefni.
Grunnhugmyndin með sjóðum er að snúa ferlinu við. Í stað þess að taka niður tölur eftir á erum við að horfa fram á við.
Við finnum til öryggis þegar við höfum sett okkur markmið í fjármálum. Höfundur heldur úti vefnum www.skuldlaus.is
Aurar og
krónur
RAUNHÆF MARKMIÐ
HAUKUR
HILMARSSON
ER SKYNSAMLEGT AÐ FJÁRFESTA Í MYNDLIST?
Vönduð verk
alltaf dýr
GÓÐ OG VÖNDUÐ LIST ER OG VERÐUR GÓÐ
FJÁRFESTING, AÐ MATI KLÖRU STEPHENSEN. HÚN
RÁÐLEGGUR FÓLKI ÞÓ AÐ VANDA VALIÐ VEL.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Málverk eftir einn af okkar virtari myndlistarmönnum, Kristján Davíðsson.
G
óð list hefur alltaf verið góð fjárfesting og verður það
áfram. Þetta segir Klara Stephensen sem hefur til
margra ára starfað innan listaheimsins og gegnir nú
starfi umsjónarmanns listaverka hjá Arion banka,
spurð um það hvort listaverk séu góður fjárfestingarkostur fyrir
almenning í þessu landi um þessar mundir.
Klara ráðleggur öllum sem hafa áhuga á því að festa fé sitt í
list að gera það ekki nema að mjög vel athuguðu máli. Kapp sé
best með forsjá. „Fólk þarf að kynna sér vel og vandlega hvað er í
boði og fjárfesta ekki nema að vel ígrunduðu máli að fenginni fag-
legri ráðgjöf,“ segir Klara sem hvetur alla sem hafa áhuga á því
að fjárfesta í myndlist til að fylgjast vel með sýningum í söfnum
og galleríum í dágóðan tíma til að fá tilfinningu fyrir markaðnum.
Að sögn Klöru er fátt grátlegra en að kaupa listaverk á yf-
irverði vegna þekkingarskorts, nú eða að lenda á sviknu verki,
svo sem dæmi er um hér á landi frá síðari árum. „Fyrir mörgum
árum síðan hitti ég hjón sem ætluðu að selja verk sem þau höfðu
keypt dýru verði en reyndist falsað. Það var mjög sorglegt.“
Að áliti Klöru er gott framboð af vönduðum og góðum verkum
á Íslandi, frá ýmsum tímum. Lengi hefur verið markaður fyrir
málverk gömlu meistaranna en samtímalist hefur einnig vaxið
fiskur um hrygg enda eigum við nokkurn fjölda listamanna sem
sýna verk sín reglulega á alþjóðavettvangi. „Skilningur og áhugi
á samtímalist hefur aukist jafnt og þétt hér á landi en það getur
tekið fólk tíma að venjast slíkri list. Það er til dæmis alltaf að
verða betra að koma hugmyndalist í verð sem er ánægjulegt
enda á sú list eftir að fylgja okkur um ókomna tíð.“
Smekkur manna er misjafn. Sumir vilja ekkert nema gömlu
meistarana en aðrir sækja meira í samtímalistina. „Það geta ver-
ið ýmsar ástæður fyrir því að fólk vill kaupa list. Þetta verður
hver og einn að eiga við sig en ég ítreka það sem ég hef þegar
sagt: Leitið eftir faglegri ráðgjöf áður en þið ráðist í kaupin!“
Spurð hvort verð á myndlist sé hagstæðara nú en fyrir efna-
hagshrunið segir Klara erfitt að svara því. „Mín tilfinning er sú
að verðið sé svipað nú og fyrir hrun. Það getur samt oltið á
ýmsu. Grunnreglan er þó alltaf sú sama: Góð og vönduð lista-
verk kosta sitt en þau eru fjárfesting sem skilar sér. Ódýr lista-
verk verða hins vegar að öllum líkindum einskis virði þegar fram
líða stundir.“
Margt er hægt að gera
til að halda betur utan
um peninginn. Hvernig
væri að kaupa notað í
staðinn fyrir nýtt? Hægt
er að spara mikið á því
að kaupa vel með farinn
notaðan barnavagn, svo
dæmi sé nefnt.
Þegar kemur að því
að koma sér á milli
staða er um að gera að
hjóla í stað þess að taka bílinn. Betra fyrir heilsuna og budduna.
Það eru ekki mötuneyti á öllum vinnustöðum og margir sem eyða
miklum pening í hádegismat á veitingastöðum. Þú sparar mikið á því að
taka nesti með í vinnuna, þótt auðvitað sé leyfilegt að hitta vini öðru
hvoru á veitingastað í hádeginu. Skrifaðu innkaupalista áður en farið
er í búðina, það margborgar sig. Farðu yfir alla samninga við fyrirtæki.
Mikilvægt er að semja reglulega t.d. við tryggingafyrirtækin. Einnig
með sjónvarpsstöðvar, þarftu virkilega á þeim öllum að halda?
Síðan eru það litlu útgjöldin sem eru fljót að skipta máli og nauðsyn-
legt að hafa yfirsýn yfir. shg@hi.is
GOTT AÐ SPARA
Morgunblaðið/Eggert