Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Matur og drykkir É g stunda tilraunastarfsemi í eldhúsinu en er svo stórtæk að ég vil helst elda fyrir marga og þá veislumat,“ segir Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir, eða Gulla, sem bauð góðri blöndu af vinum og vinnufélögum heim til sín á Flókagötu um síðustu helgi. Á boð- stólum voru fiskréttir af ýmsu tagi og gómsætur berjamarens í eftirrétt. „Þetta voru vinir og svo nokkrir sem hjálpuðu mér að koma veit- ingastaðnum nýja, Fish, af stað.“ Gulla er sjóuð í veitingarekstri og er í tíunda sinn í slíkri frumkvöðlastarfsemi. Í endaðan janúar var Fish opnað á Skólavörðustíg en fyrir rak Gulla stað og rekur enn undir sama heiti í Ingólfsstræti. „Ég hef sjálf alltaf borðað mikinn fisk og lítið kjöt og meira að segja í veislum þar sem hefð er fyrir að kjötmeti sé frekar notað er ég oftar með fisk á boðstólum. Ég er lítið fyrir að fara eftir uppskriftum en býð líka upp á hefðbundnari rétti svo sem gufusoðinn fisk og hollt meðlæti,“ segir Gulla en þá hefð hefur hún tekið heiman frá og útfært á Fish, sem er heldur nýstárlegt í veitingaheiminum. Gulla hvetur fólk til að útbúa tartar og cevhiche og eiga í ísskápnum og nota ofan á brauð og með grænmeti. Slíkt geymist ísskápnum í 2-3 daga. „Bestu uppskriftirnar koma þegar maður á ekki eitthvað til í réttina og neyðist til að finna upp á einhverju. Ég þarf alltaf að vera að prófa eitt- hvað nýtt – líka heima. Og bestu uppskriftirnar koma þegar maður á ekki eitthvað til og maður þarf að finna eitthvað annað í staðinn“. FYRIR FJÓRA 300 g nýr lax ½ rauðlaukur, fínt saxaður ½ lítil krukka af kapers, fínt saxað 2 msk. olía 1 tsk. truffluolía Laxinn skorinn í fína bita. Öllu blandað öllu saman og kryddað með sjávarsalti og nýmuldum svörtum pipar. Látið standa í ísskáp í 1-2 klukkustundir. Berið fram með djúpsteiktum Won- ton-flögum sem skornar eru í tvennt, horn í horn og djúpsteiktar þar til þær eru gullinbrúnar og stökkar. Laxatartar Laxinn er borinn fram með rauðlauk og kapers og wonton-flögum. Parið Gulla og Stefán standa yfir pottunum. GUÐLAUG ÁGÚSTA MEÐ MATARBOÐ Kvöldverður á Flókagötu GUÐLAUG ÁGÚSTA HALLDÓRSDÓTTIR, EÐA GULLA EINS OG HÚN ER JAFNAN KÖLLUÐ, FÉKK VINI OG VINNUFÉLAGA HEIM Í MAT Á LAUGARDAGSKVÖLDI Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 300 g þorskhnakki safi úr 2 límónum safi úr 1 sítrónu ½ rauðlaukur, fínt sax- aður 2 tómatar, fræhreins- aðir, skornir í fína ten- inga ½ agúrka, fræhreinsuð, skorin í fína tenginga 1 chili-pipar, fræhreins- aður, fínt skorinn ¼ bolli ferskt kóríander, fínt skorinn salt og pipar 2 tsk. sterk sósa 4 tortillur 1 avókadó Fiskurinn skorinn í bita og settur í skál. Límónur og sí- trónur kreistar yfir og blandað saman. Plastfilma sett yfir og sett í kæli í15- 20 mínútur. Setjið tómat, agúrku, lauk og kóríander útí. Kryddið með salti og pipar og setjið sterka sósu út í. Berið olíu á tortillur og bakið í ofni þar til þær eru gullinbrúnar og stökkar. Skerið í sneiðar með pitsu- skera. Berið ceviche fram í glasi eða skál og skreytið með avókadó- og tortillu- sneið. Ceviche Ferskt og fallegt í glasi. 300 g ferskur túnfiskur, skorinn í teninga ¼ bolli ferskt kóríander, fínt saxað ½ rauðlaukur, fínt saxaður 1 rauður chili-pipar, kjarnhreinsaður og fínt saxaður ½ dós kókosmjólk 1-2 msk. ostrusósa salt og pipar Hrærið öllu saman í skál og smakkið til og kryddið eftir smekk. Látið standa í kæli í a.m.k. 2 klukkustundir. Berið fram með djúpsteiktu wonton. Túnfiskstartar Það er smekksatriði hveru mikið skal krydda réttinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.