Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 59
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Skammir settar í pakka. (9) 5. Peningar kunningja sem er vindhani. (7) 9. Með slitinn þráð kýla úrræðalaus. (8) 10. Ennþá bárur koma við eins tuðandi. (9) 11. Endast kringlurnar að dýrunum. (8) 13. Siv aðskilur tófu og fugl að endingu með sérstökum sóp. (11) 15. Karl Sturla ruglast í íþrótt. (10) 17. Evíta í Leikfélagi Reykjavíkur snýst um prestastétt. (7) 18. Binda Akureyrarkaupstað. (5) 19. Ekki jafnt hafandi í huga heldur af ýmsu tagi. (10) 22. Dreifðir til óvenjulegs geðlæknis að endingu. (9) 24. Desember hiti hjá ÍTR einu mælist í einingu. (9) 26. Skynsemi lappar hjá blautri. (6) 28. Hálfur norskur fleki fyrir saxað ketið og sælgætið. (9) 29. Flæmi undina ofan af á tímabilinu. (10) 30. Birgði örn okkur einhvern veginn sýn á fátæktina. (9) 31. Stríðsátök skordýra hér á landi. (11) 33. Hestur Asíubúa var að aðstoða. (7) 34. Blaður yfir eik og lit hjá þeim sem er ekki alveg hvítur. (12) LÓÐRÉTT 2. Frelsar að einhverju leyti miða. (9) 3. Tinna sýndi alúð. (5) 4. Fann fyrir skapvonsku í snjó. (9) 5. Vill eitt blóm sem er ekki ræktað. (9) 6. Þeytingur gærdagsins hjá stúlkunni. (5) 7. Ber ryk úr dýrum. (7) 8. Án ótta frjáls úti á Granda. (10) 12. Það er skortur á leikföngum gerðum úr líni. (7) 14. Ákafur hjá vin sem glaður og miður sín. (11) 16. Fiskar í stóru búri hjá leiðinlegum opinberum starfsmanni. (10) 20. Fel næstum því allan karpann á milli steina fyrir eldunartæki. (12) 21. Er ól Snata dæmi um það sem sést á himni. (11) 23. Dásamlegur líkt og skepna. (8) 25. Snauð og full verður sæl. (9) 26. Menntast í framsóknarvist en án innihalds. (7) 27. Reiðskjóti sem hefur verið hent nýtist til veiða. (8) 32. Keyrðu aktífustu að endamörkum. (4) Þegar Friðrik Ólafsson settist and- spænis yfirlækninum á barnaspítala Hringsins, Ólafi Gísla Jónssyni, í fyrstu umferð Reykjavíkurskák- mótsins rifjaðist upp fyrir stálminn- ugum að Friðrik tefldi síðast á þessum vettvangi árið 1984 og hafði þá verið með á öllum Reykjavík- urskákmótunum, sem hófust árið 1964, að 1980 – útgáfunni slepptri. Hann varð einn efstur árið 1966, deildi sigrinum með Hort og Ghe- orghiu árið 1972 og Timman árið 1976. Reykjavíkurmótunum var á sínum tíma ætlað að gefa íslenskum skákmeisturum ný tækifæri og þau hafa sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt. Nú eiga menn allt eins von á því að fimmfaldur sigurvegari fyrri móta, Hannes Hlífar Stef- ánsson láti að sér kveða að nýju og Hjörvar Steinn Grétarsson, Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjart- ansson og ýmsir fleiri eru til alls líklegir. Á upphafsárunum var fyr- irkomulagið alltaf lokað mót með 12-16 þátttakendur. Frá og með mótinu árið 1982 hafa þessi mót nær alltaf verið opin en með ákveðnum stigatakmörkunum. Eng- ar slíkar takmarkanir eru lengur við lýði. Erlendu keppendunum fjölgar ár frá ári og margir koma aftur og aftur. Toppurinn er býsna harðsnúinn í ár með besta skák- mann Hollendinga Anish Giri í broddi fylkingar. Sú skák sem vakið hefur mesta athygli hingað til er tvímælalaust viðureign Friðriks Ólafssonar og David Navara. Skákin byrjaði ekki vel fyrir Friðrik; Navara gerði meira en að jafna taflið með svörtu og tefldi stíft til sigurs. Hann virt- ist ekki átta sig hversu baneitraður Friðrik getur verið í flóknum mið- taflsstöðum, hirti „eitraða“ peðið á b2 og fékk á sig vendinguna 24. Be3. Skyndilega var biskup Frið- riks kominn á hinn stórhættulegan h6-reit: Friðrik Ólafsson – David Navara Sikileyjarvörn 1. Rf3 g6 2. g3 Bg7 3. d4 c5 4. c3 Da5 5. Bg2 cxd4 6. Rxd4 Rf6 7. 0-0 0-0 8. e4 Það er ekki svo einfalt að flokka byrjun þessarar skákar en hér tek- ur staðan á sig svipmót Maroczy- afbrigðis Sikileyjarvarnar. 8. … d6 9. h3 Rc6 10. Be3 Hd8 11. c4 Bd7 12. Rd2 Hac8 13. a3 Rxd4 14. Bxd4 b5 15. Bc3 Da6 16. cxb5 Bxb5 17. He1 e5! 18. Hc1 Svartur hefur gert meira en að jafna taflið og hér var úr vöndu að ráða, 18. a4 Bd3 19. He3 leit þokka- lega úr en svartur á 19. … Bh6! með hugmyndinni 20. Hxd3 Dxd3 21. Bf1 Hxc3! 22. Bxd3 Hxd3 og riddarinn á d2 fellur. 18. … Rd7 19. Bf1 Rc5 20. Bb4 Bh6 21. Bxb5 Dxb5 22. De2 a6 Sjálfsagt var 22. … Dxe2 23. Hxe2 Rd3 eða 22. … Rd3 strax. 23. Bxc5 Dxb2?? Beinn afleikur. Svartur er með aðeins betra eftir 23. … dxc5 25. Hc2. 24. Be3! Navara sást yfir þennan leik. 24. … Hxc1 25. Bxh6 Dxa3 26. Hxc1 Dxc1+ 27. Kg2 Dc6 28. Df3! Þó að jafnvægi haldist í liðsafla er kóngsstaða svarts afar veik. 28. … f5? Betra var 28. … d5. 29. Db3+ d5 30. Rf3! Db5 31. Dc3 d4 32. Dc7 Dd7 (Sjá stöðumynd.) 33. Dxe5?! Friðrik bauð jafntefli um leið og hann lék sem Navara vitanlega þáði. Nákvæmasti leikur hvíts var 33. Dc4+! Df7 34. Dxa6 og vinnur, t.d. 34. .. fxe4 35. Rg5 o.s.frv. Frið- rik átti um þrjár mínútur eftir til að ná 40 leiknum að viðbættum 30 sekúndum fyrir hvern leik. Hvítur á góða vinningsmöguleika í loka- stöðunni, t.d. 33. … He8 34. Df6 fxe4 35. Rxd4 o.s.frv. eða 33. … fxe4 34. Dxe4. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Friðrik með eftir tæplega 30 ára hlé Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 24. febrúar rennur út á hádegi 1. mars. Nafn vinningshafa er birt í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 3. mars. Vinningshafi krossgátunnar 17. febrúar er Grétar Sigurbergsson, Miðleiti 10, Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Íslendingablokk eftir Pétur Gunnarsson. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.