Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 BÓK VIKUNNAR Að velja gleði – Bók um að öðlast betra líf eftir Kay Pollak er ofarlega á metsölulista sem er svosem ekki skrýtið því hver vill ekki hleypa gleði inn í líf sitt? Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is „Sofa urtubörn á útskerjum, veltur sjór yfir, og enginn þau svæfir.“ Löngu áður en ég vissi af hvaða dýra- tegund urtubörn væru kunni ég utan að þessar línur úr Vísnabókinni. Börn eru oft svo furðufljót að læra utanað setn- ingar sem þau skilja kannski ekki full- komlega en skynja samt mjög sterkt. Ég vissi að urtubörnin væru lítil dýr sem áttu ekki foreldra sem svæfðu þau. Þegar maður er fimm ára finnur maður til með öllum litlum verum sem ólíkt manni sjálf- um eiga hvorki mömmu né pabba til að svæfa sig. Urtu- börnin þurfu að svæfa sig sjálf og það er mjög ein- manalegt hlutskipti fyrir þá sem eru litlir og ósjálf- bjarga. Það vita lít- il mannabörn mætavel. Vísnabókin, gamla og góða, hefur nú verið endur- prentuð, eins og reyndar svo oft áður. Urtubörnin sem enginn svæfir eru þar á sínum stað. Einnig er þar Heiðlóarkvæði Jónasar Hallgrímssonar um ungana smáu sem hrafninn át. Mikið fann maður nú til vegna þess grimmilega dráps. Þarna er líka Grýlukvæðið sem hefst svo: „Grýla reið með garði...“ Í þessu hrollvekjandi kvæði hefur Grýla rænt börnum og sett í poka sinn. Með kvæðinu er kannski mest ógnvekjandi mynd sem Halldór Pétursson teiknaði á ferlinum. Þar sést hin mjög svo ógeðslega Grýla þramma með poka fullan af börnum. Á myndinni sést agnarlítil stúlka, sem í kvæðinu heitir Valka, og klippir gat á pokann til að hleypa börnunum út. Valka litla var í mínum augum, og örugglega allra annarra ungra lesenda, sönn kven- hetja. Þrátt fyrir að við ofurefli virtist að etja þá bjargaði hin smávaxna Valka fjölda barna frá bráðum bana. Manni fannst að hún hlyti að vera hugrakkasta og besta barn í heimi. Eitt það merkilega við góðan skáld- skap er að þótt maður gleymi ýmsum at- vikum úr barnæsku sinni þá gleymast áhrifin sem góður skáldskapur hafði á mann ekki svo glatt. Sumt man maður alltaf. Vísnabókin stendur sannarlega enn fyrir sínu. Ennþá er enginn til að svæfa urtubörnin og Valka heldur áfram að drýgja hetjudáð. Orðanna hljóðan HETJU- DÁÐ VÖLKU Jónas Hallgrímsson H anne-Vibeke Holst er einn vinsælasti rithöfundur Dana. Nýjasta bók hennar Iðrun er komin út í íslenskri þýðingu. Verkið er saga fjögurra kyn- slóða Tholstrup-ættarinnar, spannar sjötíu ár og fjallar um ást, blekkingar og lygar sem eitra líf fjölskyldunnar. Hanne-Vibeke Holst heimsótti Ísland á dögunum til að kynna þessa bók sína. „Bókin gerist á tímabilinu 1940-2011 og það kallaði á rannsóknarvinnu sem var krefjandi og skemmtileg,“ segir hún. „Það er hörkuvinna að vera rithöfundur og að sumu leyti ein- manalegt en því fylgja þau forréttindi að maður fær að fara í tímavél og getur til dæmis sagt: Ég vil fara til ársins 1944 og sjá hvernig fólk í Kaupmannahöfn var klætt, hvað það borðaði, hvernig það talaði saman og hvað það var að hugsa. Þegar ég vann að bókinni fannst mér ég vera stödd á stöð- unum sem ég var að skrifa um. Ég lifði mig mjög inn í tímann sem ég var að skrifa um.“ Konur eru iðulega aðalpersónur í skáld- verkum þínum. Ertu í bókum þínum að senda kvenlesendum þínum skilaboð? „Í verkum mínum hef ég alltaf sagt við konur: Látið engan traðka á ykkur. Þið getið gert það sem þið viljið. En mér er líka um- hugað um stöðu karlmanna. Þjóðfélagið hefur um aldir fært karlmönnum forréttindi en þau kosta líka sitt. Sem stelpa sá ég álagið og þá þrúgandi ábyrgð sem fylgdi því fyrir afa minn og síðan föður að þurfa að vera fyr- irvinna og skaffari. Þeir gátu ekki talað við neinn um tilfinningar sínar, sársauka, von- brigði og ótta. Ég hef alltaf haft áhuga á körlum jafnt sem konum og það sýnir sig í þessari bók, Iðrun.“ Þú hefur hlotið verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir bækur þínar. Skiptir það þig máli? „Það skiptir mig mjög miklu máli, ég væri að ljúga ef ég héldi öðru fram. Allar mann- eskjur þarfnast viðurkenningar og þess að einhver segi þeim að þær séu einhvers virði og séu að vinna vel. Lesendur mínir skipta mig líka mjög miklu. Ég er svo lánsöm að eiga stóran lesendahóp. Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir rithöfund að skrifa bækur sem enginn les.“ Varstu ung þegar þú ákvaðst að verða rit- höfundur. „Foreldrar mínir voru rithöfundar og ég var strax sem barn heilluð af því að þau væru að skrifa bækur, búa til persónur og skapa aðstæður. Ég gat ekki hugsað mér neitt betra starf. Ég ákvað því snemma að leggja fyrir mig skriftir.“ Ertu að skrifa nýja bók? „Ég er að skrifa sannsögulega skáldsögu um föður minn. Það er erfitt að skrifa hana. Faðir minn er látinn en ég tala stundum til hans og spyr: Er ég á réttri leið? Skil ég líf þitt eða er ég að misskilja það? Ég hef lagst í miklar rannsóknir vegna þessarar bókar. Faðir minn skildi eftir sig pappíra, ástarbréf, handrit og dagbækur sem ég hef lagst yfir og ég hef talað við fólk sem þekkti hann. Nú veit ég svo miklu meira um föður minn en ég vissi þegar hann var á lífi. Ég hef kynnst honum mjög vel vegna vinnu minnar við þessa nýju bók en þau kynni eru sársaukafull og koma of seint vegna þess að hann er látinn. Mér þykir leitt að ég skyldi ekki hafa þekkt hann betur. Faðir minn var mun flóknari manneskja og stórbrotnari maður en ég áttaði mig á þegar hann var lifandi. Hann varð alkóhólisti og skuggi hvíldi yfir síðustu tíu árunum í lífi hans. Ég veit núna að ég var oft of dómhörð og gagnrýnin í hans garð.“ HANNE-VIBEKE HOLST VINNUR NÚ AÐ SÖGULEGRI SKÁLDSÖGU UM FÖÐUR SINN Höfundur í tímavél „Lesendur mínir skipta mig líka mjög miklu. Ég er svo lánsöm að eiga stóran lesendahóp. Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir rithöfund að skrifa bækur sem enginn les,“ segir Hanne-Vibeke Holst. Morgunblaðið/Kristinn DANSKI METSÖLUHÖFUNDURINN HANNE-VIBEKE HOLST VAR HÉR Á LANDI Á DÖGUNUM TIL AÐ KYNNA SKÁLDSÖGU SÍNA IÐRUN. Ég hef mikinn áhuga á rússneskum bókmenntum, ólst upp við að lesa bækur Leo Tolstoj og hreifst svo enn meir af rússneskum höfundum þegar ég var við nám í Rúslandi og þá sérstaklega Dostojevskíj. Ég heillaðist sérlega af bók sem var spámannlega skrifuð og fjallar um hryðjuverkamenn og er gagn- rýni á sósíalismann áður en hann varð til. Þetta er bókin Djöflarnir sem bæði Arnór Hannibals- son og Ingibjörg Haraldsdóttir þýddu. Ein að- alsögupersónan, Stavrogin fursti, er lýsing á Bin Laden – hann er ríkur aðalsmaður sem er hryðju- verkamaður. Hugmyndin er sú að brjóta niður til að byggja upp á ný. Til að skilja rússnesku byltinguna þá er upplagt að lesa Kirsuberjagarð Tsjekhovs og verk höf- undar sem nefnist Ivan Bunin og er mjög vanmetinn á Vest- urlöndum en afburðagóður. Ef við skoðum íslenska samtímahöfunda þá hef ég alltaf verið hrifinn af Ólafi Gunnarssyni sem mér finnst góður sögumaður. Bók hans um Jón Arason er afburðagóð. Síðasta bók hans, Mál- arinn, er listilega vel sögð, þótt á henni megi finna vissa galla. Margt sem Einar Kárason skrifar er mjög gott. Eina bók vil ég nefna sem mér finnst afskaplega merkileg og er frábærlega góð og það er Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith. Fyrri hlutinn hefur verið þýddur en í ljós kemur í seinni hlutanum að Adam Smith er ekkert annað en venjulegur krati. Sá hluti hefur ekki fengist þýddur á íslensku sem mér finnst merkilegt. Í UPPÁHALDI GUÐMUNDUR ÓLAFSSON HAGFRÆÐINGUR Guðmundur Ólafsson hefur rússneskar bókmenntir í hávegum. Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.