Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 16
*Á ferðalagi um Ástralíu kynntust Ólöf og Jason námubæ þar sem húsin eru neðanjarðar »18Ferðalög og flakk Við fjölskyldan höfum búið í Japan núna í rúm þrjú ár og margt undarlegt hef- ur komið okkur fyrir sjónir á þessum tíma. Ofurkurteisi höfðum við aldrei upp- lifað áður og oft líður manni eins og konungi þegar afgreiðslufólkið hneigir sig þegar gengið er inn í matvöruverslunina í hverfinu. Eins á Japaninn til að hneigja sig þegar hann talar í símann. Það kemur fyrir að maður „píni“ sig í golf annað slagið enda eru japanskir golfvellir með þeim bestu í heiminum. Það sem er einstakt í golfheiminum er að hérna er reglan að stoppa eftir 9 holur, borða, og spila svo seinni 9 holurnar. Tók tíma að venjast því. Eftir golfhringinn fara svo allir saman í bað, kviknakt- ir. Tók tíma að venjast því líka. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er Japan eitt magnaðasta land sem ég hef komið til og mun ég ávallt hugsa hlýlega til landsins, með öllum sínum kostum og örfáum göllum. Hilmar Þórlindsson Fjölskyldumyndin á Okinawa. Hilmar með Hönnu Lilý fjögurra ára og Inga Lilý Gunnarsdóttir með Þórunni Maríu átta ára. Rauðvínspotturinn er í Hakone og heitir Yunessun Líður oft eins og konungi Mögnuð upplifun. villtir apar í heitu baði. PÓSTKORT F RÁ TOKÍÓ Þ etta er vinalegasta borg sem við höfum komið til. Alls staðar þar sem maður var voru heimamenn boðnir og búnir til að segja frá, leiðbeina og taka myndir. Maður mátti vart hægja ferðina þá var heimamaður kominn til manns að bjóðast til að taka myndir af okkur fyrir framan eitthvert minnismerki eða byggingu. Svo er þetta líklega sú borg sem leggur mest upp úr heilsu, það eru gjörsamlega allir hlaupandi og hjólandi þarna. Bíla- umferð merkilega lítil miðað við stærð. Langflestar búðirnar þarna eru sérhæfðar íþróttabúðir og jafnvel í þessum hefðbundnu keðjum var sérstakt íþróttahorn sem maður sér ekki í sömu búðum í öðrum borgum,“ segir Þórdís sem starfar sem áskriftastjóri hjá Skjánum en maður hennar Tómas starfar hjá Símanum. Þau áttu saman ljúfa og rómantíska helgi í höfuðborg Bandaríkjanna síðastliðið haust. Í Washington eru sögufrægar byggingar á hverju strái, en hvað ætli hafi verið eftirminnilegast úr ferð þeirra hjóna? „Við fengum gott kort yfir allar þessar byggingar og ákváðum svona hvað við vildum helst sjá og örkuðum af stað. Þarna er ekki sama leigubílamenning og ríkir í mörgum öðrum bandarískum borg- um. Við hefðum þó átt að taka lest eða hjól til að komast meira mið- svæðis, en gerði ekki til, fyrir utan þreytta fætur og nokkrar blöðr- ur. Við skoðuðum náttúrlega alla þessa stórkostlegu staði sem maður hefur séð í bíómyndum. Það sem stóð helst upp úr var að Hvíta húsið er mun minna en maður bjóst við, þetta var svipuð til- finning og þegar maður sá Hafmeyjuna í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn. Við lentum svo í þrumuveðri þar sem „skjótt skipast veður í lofti“ fékk nýja meiningu, það var sól og sumarylur þegar við byrj- uðum að labba yfir götuna og þrumur, eldingar, brjálaður vindur og eldingar þegar við komum yfir hana. Við vorum leigubílstjóranum endalaust þakklát fyrir að taka okkur gegnblaut upp í,“ segir Þór- dís. Spurð hvort þau hjónin lumi á góðum ráðum fyrir þá sem enn eiga eftir að heimsækja borgina segir hún því auðsvarað. „Leigja hjól (þau er hægt að leigja í sérstökum sjálfsölum sem eru úti um allt) og sjá borgina þannig, það er mjög gefandi og er auðveldara vegna þess hve stórt svæði er hægt að skoða. Velja vel því það er hægt að vera þarna í viku og sjá alltaf eitthvað nýtt.“ HELGARFERÐ TIL WASHINGTON Borgar sig að leigja hjól ÞÓRDÍS V. ÞÓRHALLSDÓTTIR OG TÓMAS SVEINSSON SEGJA WASHINGTON VINALEGA BORG EN HVÍTA HÚSIÐ REYNDIST MINNA EN ÞAU ÁTTU VON Á Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Heimamenn voru fúsir til að aðstoða hjónin við myndatökur svo þau gætu átt mynd af sér saman fyrir framan Hvíta húsið. Þórdís og Tómas við helsta kennileiti borgarinnar, Washington Monument, eða „nálina.“ Þórdís við Hvíta húsið á hjólinu góða sem kom sér vel að leigja í ferðinni, enda margt að sjá í höfuðstað Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.