Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 27
H önnunarmarmars er framundan og að þessu sinni var efnt til samkeppni um út- færslu á einkennismerki þessarar upp- skeruhátíðar íslenskrar hönnunar. Graf- ísku hönnuðirnir Ármann Agnarsson og Jónas Valtýsson urðu hlutskarpastir. Hugmynd þeirra er smíðuð grind úr tré þar sem stafir mynda nafn há- tíðarinnar í eins konar skúlptúr. Trégrindin, sem er engin smásmíði eða 475 x 350 x 45 cm að stærð, var smíðuð af hönnuðinum Hlyni Axelssyni. „Við fórum að hugsa um hvað Hönnunarmars er í raun og veru. Það er flókið að ætla sér að myndgera öll hin ólíku hönnunarfög, þannig að við ákváðum að búa til grind úr stöfunum sem væri eins konar rammi, auður strigi eða hvítt blað. Þetta væri táknmynd hátíðarinnar og svo kæmu ólíkir hönnuðir að því að fylla inn í ramm- ann.“ Ármann segir þá félaga hafa viljað horfa á hönnun sem ferli og skoða það samtal sem verður til þegar hönnuðir úr ólíkum áttum koma að sama verki. „Ferlið sem fór í gang þegar við vorum að vinna að því að mynda grindina á ólíkum stöðum í borginni var síðan algjört ævintýri,“ segir hann en grindin var mynduð á hafnarsvæðinu, á Bræðraborgarstíg og í Vatnsmýri. Hver tökustaður var valinn með það í huga að sýna ólíkar hliðar Reykjavíkurborgar. Bókstafir víða um borg ÚR BÓKSTÖFUNUM SEM MYNDA ORÐIÐ HÖNNUNARMARS VAR GERÐ TRÉGRIND SEM Á AÐ TÁKNA AUÐAN STRIGA SEM HÖNNUÐIR FYLLA INN Í MEÐ FJÖLBREYTTUM VERKUM Texti: Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Ljósmyndir: Marino Thorlacius marinot@me.com EINKENNISMERKI HÖNNUNARMARS Á FERÐ OG FLUGI Hlynur Axelsson hugar að skrúfum og festingum fyrir tökuna á Reykja- víkurflugvelli. Grindin var smíðuð úr furu og tók smíðin um tvær vikur. 24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Heimili og hönnun 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða ALLIR LA-Z-BOY STÓLAR ERU NÚ Á FEBRÚARTILBOÐI VERÐ FRÁ 71.992 KR. HÚSGAGNAHÖLLIN – fyrir lifandi heimili! AMERÍSKIR DAGAR Í FEBRÚAR CARDNAL La-z-boy stóll. Svart leður. B:95 D:85 H:107 cm. 159.990 VERÐ: 199.990 FULL BÚÐAF NÝJUM STÓLUM FRÁ LAZBOY « « LIFÐU LÍF INU ÞÆGILEGA! Valdir voru fjórir stafir úr ein- kennisstöfum Hönnunarmars og fjórum hönnuðum eða hönn- unarteymum úr mismunandi greinum falið að útfæra þá á sinn hátt. Þrír bókstafir hafa þegar ver- ið sýndir og myndaðir í ólíku umhverfi en eftir helgina verður síðasti bókstafurinn, N, sýndur. Útfærsla hans var í höndum Munda sem er fatahönnuður og myndlistarmaður og hannar undir eigin merki. Hver stafanna fjögurra verð- ur svo til sýnis á Hönnunarmars sem fram fer 14.-17.mars. Upplýsingar um Hönn- unarmars er að finna á vef Hönnunarmiðstöðvar og á fés- bókinni. S-ið er hannað af Marcos Zo- tes. Hann er spænskur arki- tekt búsettur á Íslandi og er þekktur fyrir innsetningar sem hann vinn- ur í borg- arumhverfi svo sem opnunar- atriði Vetr- arhátíðar í Reykjavík. M-ið var klætt í prjónabúning að hætti hönn- unarteymisins Víkur Prjóns- dóttur. Teymið hannar og fram- leiðir ullarvörur innblásnar af þjóðsögum og náttúru Íslands. H-ið var í höndum HAF by Haf- steinn Juliusson sem er hönn- unarstúdíó sem vinnur að fjöl- breyttum verkefnum, allt frá vöruhönnun að innanhúshönnun og upplifunarhönnun. H - N - M - S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.