Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 H vers vegna að skíra barn tveimur nöfnum, jafnvel þremur, og nota svo bara annað eða eitt þriggja? Hvers vegna felur fólk nöfn eða skammstafar þau? Hvers vegna notar Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins bæði skírnarnöfn sín en Steingrímur Jó- hann Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra, aðeins upphafsstafinn í seinna nafni sínu? Hvers vegna sleppir Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir leikkona alla jafna fyrra skírnarnafni sínu og Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri sínu síðara? Þessu er ekki gott að svara. Millistafir setja gjarnan sterkan svip á nöfn manna og fyrir vikið hafa sumir haft tilhneigingu til að beygja þá eins og um eiginlegt nafn væri að ræða. Frægt var til dæmis þegar Hallur Hallsson fréttamaður fór alla leið með beygingu á nafni Jóns L. Árnasonar skákmeistara. Viktor gamli Kortsnoj beið þá lægri hlut fyrir Jóni Elli – sem frægt var. L-ið hjá Jóni er stytting á seinna skírn- arnafni hans, Loftur. Ýmsir landskunnir Íslendingar skamm- stafa seinna skírnarnafn sitt, eins og Þor- steinn J. Vilhjálmsson, fjölmiðlungur, sem skírður var Jens. Þorsteinn hefur raunar í seinni tíð látið J-ið duga, kallað sig einfald- lega Þorstein J. Er þar vísir að ættarnafni en sonur Þorsteins, Tómas, knattspyrnu- maður, hefur líka notað J-ið án þess að eiga fyrir því skírnarlega innistæðu. Án efa stysta ættarnafn Íslandssögunnar, nema einhver telji sig bera ættarnafn sem hvorki sést né heyrist! Stundum til heiðurs mæðrum Af öðrum sem stytta millinafn sitt má nefna Jakob F(riðrik) Ásgeirsson rithöfund; Kristin H(alldór) Gunnarsson, fyrrverandi alþingismann; Kristin R(únar) Ólafsson út- varpsmann; Kristján L(úðvík) Möller al- þingismann; Ólaf (Þ)órð Harðarson prófess- or; Oddnýju G(uðbjörgu) Harðardóttur alþingismann; Ólaf F(riðrik) Magnússon, fyrrverandi borgarstjóra; Sigurð G(uðmund) Tómasson útvarpsmann; Sveinbjörn I(ngvar) Baldvinsson rithöfund; Láru V(al- gerði) Júlíusdóttur lögmann; Björgvin G(uðna) Sigurðsson alþingismann; Geir H(ilmar) Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, og Tómas R(agnar) Einarsson tón- listarmann. Stundum er millistafurinn til heiðurs mæðrum viðkomandi. Má þar nefna Dag B(ergþóruson) Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð A(ðalheiðarson) Magnússon rithöf- und. Nú eða föðurnum. Dæmi um það er Ellert B(jörgvinsson) Schram, fyrrverandi alþingismaður. Það er alltaf tilkomumikið að stytta milli- nöfn niður í tvo stafi, eins og Björn Th. Björnsson rithöfundur, Ármann Kr. Ein- arsson rithöfundur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi hafa gert. Nú eða nota tvo staka stafi, svo sem Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og sak- sóknari. Nú eða tvo og tvo stafi, líkt og Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari gerði. Litríkt nafn á litríkum manni. Af Íslendingum sem kosið hafa að sleppa alfarið fyrra skírnarnafni sínu má nefna (Edvarð) Júlíus Sólnes, fyrrverandi ráð- herra; (Guðbrand) Orra Vigfússon athafna- mann; (Valdimar) Ómar Valdimarsson blaðamann; (Vilhelm) Róbert Wessman at- hafnamann; (Karl) Heimi Karlsson útvarps- mann og (Björgu) Siv Friðleifsdóttur al- þingismann. Þá má geta þess að Rúnar heitinn Júlíusson tónlistarmaður var skírður Guðmundur Rúnar og kenna synir hans sig við fyrra nafnið. Að sögn Ess Björns Sumir hafa ekki alveg viljað segja skilið við fyrra skírnarnafnið, svo sem G. Pétur Matt- híasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borg- arstjóra. Þeir heita Guðmundur og Sig- urður. Alltaf gaman þegar vitnað er í Ess Björn í ljósvakafréttum. Einu sinni datt G- ið framan af nafni Péturs í sjónvarpsviðtali. Þá hafði einhver æringinn á orði: „Það er bara svona. G-bletturinn er horfinn!“ Íslendingar sem sleppa gjarnan seinna skírnarnafni sínu eru meðal annarra: Ómar (Þorfinnur) Ragnarsson fjölmiðlamaður; Friðrik (Klemenz) Sophusson fyrrverandi ráðherra; Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari; Sigurður (Hjörtur) Flosason tón- listarmaður; Pálmi (Árni) Gestsson leikari; Edda (Guðrún) Andrésdóttir fréttaþulur; Margrét (Sæunn) Frímannsdóttir fangels- isstjóri; Árni (Baldvin) Tryggvason leikari; Kristbjörg (Þorkelína) Kjeld leikkona; Ólaf- ur (Indriði) Stefánsson handboltamaður; Kolbrún (Kristjana) Halldórsdóttir leik- stjóri; Gunnar (Hafsteinn) Eyjólfsson leikari og Stefán (Egill) Baldursson óperustjóri. Dæmi eru um að menn sem orðið hafa landsþekktir undir einu skírnarnafni hafi síðar dustað rykið af öðru. Má þar nefna Eið Svanberg Guðnason fyrrverandi ráð- herra og Guðmund Þórð Guðmundsson handboltaþjálfara. Laxness, Máni, Ava og Ernir Menn eru ekki bara í því að losa sig við nöfn, sumir bæta þeim við sig. Rithöfundar eru þar fremstir í flokki. Má þar nefna Halldór Guðjónsson frá Laxnesi sem tók sér fyrst nafnið Laxness og síðan Kiljan. Þegar G-bletturinn hvarf NÖFN ERU MARGSLUNGIN FYRIRBÆRI. SUMIR LOSA SIG VIÐ NÖFN, AÐRIR SKAMMSTAFA ÞAU, ENN AÐRIR TAKA UPP NÝ NÖFN EÐA LÁTA GAMLA GÓÐA GÆLUNAFNIÐ BARA DUGA. SVO ERU ÞAÐ VIÐURNEFNI OG NÖFN SEM HEYRA TIL BÆÐI KONUM OG KÖRLUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jón Gnarr borgarstjóri er í hópi þeirra Íslendinga sem hafa breytt nafni sínu. Þorkelína og Hafsteinn eru meðal ástsælustu leikara þjóðarinnar. Morgunblaðið/Ómar Bandaríkjaforsetar hafa gjarnan skreytt nöfn sín með millistaf, svo sem Warren G. Harding, þar sem G-ið stóð fyrir Gamaliel; Franklin D. Roose- velt, þar sem D-ið stóð fyrir Delano; John F. Ken- nedy, þar sem F-ið stóð fyrir Fitzgerald; Lyndon B. Johnson, þar sem B-ið stóð fyrir Baines og George W. Bush, þar sem W-ið er stytting á Walker. Síðan var það Harry S. Truman. Fyrir hvað skyldi S-ið hafa staðið hjá honum? Ekki neitt. S-ið var bara S. Foreldrar Trumans gátu nefnilega ekki komið sér saman um hvort skíra ætti drenginn í höfuðið á móður- eða föðurafanum, Anderson Shipp Truman eða Solomon Young. S-ið var því bara látið duga eitt og sér til að gleðja gömlu mennina báða. Mannúðleg ráðstöfun. FYRIR HVAÐ STÓÐ S-IÐ HJÁ TRUMAN? Harry S. Truman Bandaríkjaforseti glaður á góðri stund. AP Leikarinn Jean-Paul Belmondo og leikkonan Jean Seberg í kvikmyndinni Breathless árið 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.