Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 20
Harpa Lind Ingadóttir þjálfari leiðbeinir einbeittum nemanda sem hangir í silkiborða. Morgunblaðið/Kristinn *Heilsa og hreyfingFjögurra manna fjölskylda á hráfæði finnur mikinn mun á líðan eftir að hafa skipt um mataræði »22 M aría Lea Ævarsdóttir segist hafa byrjað að æfa loftfimleika fyrir hálfgerða tilviljun. „Ég sá Eyrúnu Ævarsdóttur sirkuskonu sýna listir sínar á fimleikasýningu hjá Ármanni. Mér fannst þetta svo ótrúlega spennandi að ég ákvað að spyrja hana hvar maður gæti lært þessar kúnstir. Hún sagði mér þá frá loftfimleikanámskeiðunum hjá Sirkusi Íslands og þar með varð ekki aftur snúið. Ég skráði mig á námskeið nokkrum mánuðum síðar.“ María Lea segist hafa verið kvíðin þegar hún mætti á fyrstu æfinguna um miðjan síðastliðinn mánuð. „Ég hafði ekki prófað neitt þessu líkt áður. Ég var í ballett og fimleikum þegar ég var stelpa en hætti þegar komið var fram á unglingsár. Mér fannst ég því vera að stökkva langt út í djúpu laugina þegar ég mætti þarna fyrst.“ María segist afar ánægð með kennarana á námskeiðinu. Þeir einblíni á að kenna rétta tækni og góða líkamsbeitingu sem skipti miklu máli þegar ver- ið sé að sveifla sér í rólu, marga metra yfir gólfinu. Elskar að vera í háloftunum Hrollur fer um blaðamann þegar hann lítur á róluna í loftinu. Það er varla fyrir lofthrædda að sveifla sér þarna uppi? Ekki stendur á svari hjá Mar- íu: „Ég finn aldrei fyrir lofthræðslu, enda elska ég að vera í háloftunum,“ segir María, en hún er með einkaflugmannspróf. Á gólfinu eru stórar, þykkar dýnur en María segir að enginn hafi dottið niður. „Alla vega ekki ennþá,“ segir hún og hlær. „Maður lærir líka að treysta líkamanum. Það var svolítið erfitt fyrst. En sjálfstraustið eykst eftir því sem styrkurinn eykst.“ María Lea segist finna mikinn mun á líkamlegum styrk sínum og þá sé líkamsbeitingin orðin betri. Hún segir æfingarnar taka heilmikið á. „Maður fær alveg marbletti og sár en það er vel þess virði. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt.“ María Lea mælir eindregið með loftfimleikum fyrir þá sem vilja koma sér í gott form. „Og fyrst ég gat þetta, þá geta þetta allir.“ Loftfimleikar þurfa ekki að vera neitt hættuspil ef fólk kann til verka. Kaðlar, rólur og eins konar borðar eru notaðir til að sveifla sér í og leika kúnstir í loftinu. Morgunblaðið/Kristinn BYRJAÐI AÐ ÆFA LOFTFIMLEIKA FYRIR HÁLFGERÐA TILVILJUN Háloftin heilla MARÍA LEA ÆVARSDÓTTIR VIÐURKENNIR AÐ HAFA VERIÐ SVOLÍTIÐ SMEYK ÞEGAR HÚN MÆTTI Í FYRSTA TÍMA Á NÁMSKEIÐI Í LOFTFIMLEIKUM HJÁ SIRKUSI ÍSLANDS. Guðrún Óla Jónsdóttir goj9@hi.is „Hver sem er getur komið á námskeið í loftfimleikum,“ segir Harpa Lind Ingadóttir, loftfim- leikaþjálfari hjá Sirkus Íslands. „Getan er yfirleitt meiri en maður heldur og formið er fljótt að koma.“ Harpa Lind segir loftfimleika henta fólki á öllum aldri og það sé um að gera að koma í prufu- tíma. Yfir skólaárið séu alltaf regluleg námskeið og æfingar haldnar tvisvar í viku í fimleikasal Ár- manns í Laugardal. „Við byrjum rólega og neðarlega í silkinu. Síðan færum við okkur smám saman ofar eftir því sem öryggið eykst,“ segir Harpa Lind. Með silkinu á hún við silkiborða sem hanga neð- an úr loftinu. Auk þess eru æfingar í rólu, svokallaðri trapísu. Harpa Lind hefur æft loftfimleika í tvö ár og kann vel við að vera hátt uppi. „Ég hef alltaf verið mikill klifurköttur og klifraði upp um allt þegar ég var krakki.“ Áhugasamir geta kynnt sér málið á www.sirkusislands.is/namskeid. LOFTFIMLEIKAR ERU FYRIR ALLA Alltaf verið klifurköttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.