Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Í ferð minni til Indlands í vikunni hitti ég Lísu.Það var í Kalkútta sem reyndar heitir núKolkatta. Þetta var á barnaheimili fyrir mun- aðarlaus börn. Lísa er sænsk. Hafði verið ætt- leidd frá þessu munaðarleysingjahæli fyrir tutt- ugu og tveimur árum til Linköping í Svíþjóð. Og nú hafði hún snúið aftur til að finna þessa Kol- katta-rót sína; finna hana og næra hana. Þar sem ég sat í forstofuganginum og drakk te sá ég inn í svefnsalinn þar sem Lísa var að gæla við börnin sem þar voru í vöggum sínum. Mér fannst hún vera stóra systir að láta vel að litlum systkinum sínum. Væntumþykjan og nærgætnin lýsti af henni og birtist í hverri hreyfingu. „Nú get ég aftur farið heim,“ sagði hún. Nú væri hún tilbúin. En hún hefði þurft að gera þetta. Finna uppruna sinn og verða sátt við hann. En sjálf væri hún sænsk, ætti sænska fjölskyldu og allt hennar líf hefði verið sænskt. En þennan bak- grunn vildi hún einnig gera að sínum. Enda væri hann hluti af tilveru sinni. Lísa var ekki eini sjálfboðaliðinn á heimilinu. Þarna var líka Sarida. Hún var bókhaldari að atvinnu en kom á kvöldin og um helgar til sjálfboðaliðsstarfa á þessu heim- ili fyrir munaðarlaus börn. Hún sagði að starfið þar veitti sér hamingju og fyllti hjarta sitt friði. Reyndar var það nánast heilög stund sem við áttum þarna á munaðarleysingjaheimilinu, ráðu- neytisfólk og fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar. Heimilið var stofnað fyrir um þrjátíu árum þann- ig að fyrstu börnin sem voru ættleidd þaðan eru nú komin undir þrítugt eða jafnvel inn á fertugs- aldurinn. Stofnendurnir voru úr sömu fjölskyldu og enn annast heimilið. Það er rekið fyrir söfn- unarfé og var greinilegt að það var ekki gert af miklum efnum. Allt tal þeirra sem þarna störf- uðu var í anda þeirra Lísu og Saridu. Fólkið vann af væntumþykju og hugsjón. Umbunin var brosið. „Þegar við fáum fyrsta brosið, þá hlýnar okkur um hjartarætur,“ sagði forstöðukonan okkur. Svo benti hún á einstaklega fallegan lítinn dreng, sem brosti sínu blíðasta. „Hann fannst nokkurra daga gamall í plastpoka á ruslahaugi.“ Þá hefði hann þegar verið kominn með bitsár eft- ir rottur. Nú biði hann þess að komast í hlýjan foreldrafaðm. Á ættleiðngaráðstefnu sem við sóttum í höfuð- borginni, Nýju Delhi, kom fram að indversk stjórnvöld stefna að því að draga úr ættleið- ingum út fyrir landamæri ríkisins. Fyrir því voru færð ýmis rök. En hitt er ljóst að svo lengi sem ættleiðingar út úr landinu verða við lýði mun Ís- land seint verða afskrifað enda munu öll njóta þess, litlu börnin og foreldrarnir, svo góð þykir reynslan af íslenskum foreldrum sem opnað hafa faðm sinn fyrir börnum frá Indlandi. Þegar við kvöddum munaðarleysingjaheimilið í Kolkatta hugsaði ég til þess hve börnin þar ættu góða stóru systur í henni Lísu. Og ég hugsaði líka til þess hve Linköping ætti gott að eiga hana sem sitt barn. Lísa * Svo lengi sem ættleið-ingar út úr landinuverða við lýði mun Ísland seint verða afskrifað. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson 12 varð að 13 Liðna helgi birti DV 12 manna lista um heitustu piparsveina landsins. 12 manna listinn breyttist hins veg- ar í 13 manna úr- tak þegar greinin var sett á netið. Teitur Björn Einarsson bættist við þegar greinin var sett á netið. Slapp ekki í gegnum prentvélarnar. Ekki allir á lausu Líflegar umræður spunnust í kringum greinina enda kom í ljós að nokkrir af hin- um meintu pip- arsveinum DV eru alls ekki pip- arsveinar heldur með kærustu upp á arminn. Þannig var Aron Pálm- arsson á forsíðu Séð og heyrt ný- verið þar sem tilkynnt var að ástin hefði bankað á dyr, Víkingur Krist- jánsson er eigi maður einsamall og Rúnar Freyr Gíslason leikari geng- ur hönd í hönd um vegi ástarinnar. Þá er Björn Bragi, sjónvarpsmaður ársins, ekki á lausu heldur. Linda fékk piparsveinana senda Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, er ein af þeim sem eru í áskrift hjá fjölmiðlavakt Cre- ditInfo þar sem hún fær sent efni tengt fyrirtækinu og úr brans- anum. Lindu brá því óneitanlega þegar hún opnaði póstinn sinn og við blasti greinin góða með lofuðu mönnunum og einhverjum pip- arsveinum. „Nú var ég að fá sent efnið „Heitustu piparsveinar lands- ins“. „Veit reyndar ekki hvernig það tengist rekstri Baðhússins en þetta kemur sér bara ágætlega fyrir mig, einhleypa konuna. Margir ansi flottir þarna. Þetta er sko þjónusta sem ég mæli með, áfram Credit- Info og Fjölmiðlavaktin,“ sagði Linda í stöðuuppfærslu á Fésbók- inni. AF NETINU Vilhelm Anton Jónsson, betur þekkt- ur sem Villi Naglbítur, dó ekki ráða- laus á Edduhátíðinni frekar en fyrri daginn. Villi er að norðan og hugsar því í lausnum. Á sama tíma og Eddu- hátíðin fór fram var bardagi Gunnars Nelson í blönduðum bardagalistum. Villi og félagar fengu því vin sinn sem horfði á bardagann til að senda sér fréttir í gegnum sms í Iphone-inn. „Spark í maga.“ „Gunnar betri.“ „Gunnar tekur hann niður.“ „Hann er að losna.“„Miklu betri.“ Þetta var meðal skilaboða sem Villi fékk beint í æð með augun á símanum en ekki verðlaunahátíðinni – og aðrir fylgdust með jafnspenntir og þeir. Sverrir Þór Sverrisson, Ragnhildur Steinunn og Vilhelm Anton Jónsson á Eddunni. Morgunblaðið/Styrmir Kári „Horfði“ á Gunnar með sms Skoska útgáfa dagblaðsins The Sun birtir viðtal við meðlimi íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í vikunni. Yfirskrift greinarinnar er „Söngkona Of Monsters and Men getur ekki farið til Íslands“. Tónleikaferðalag sveitarinnar, sem hófst í byrjun ársins og er afar viðamikið, er ekki aðeins sagt vera tilkomið vegna vinsælda Of Monsters and Men erlendis heldur er ástæðan einnig sögð vera sú að tónlistarmenn geti ekki haft atvinnu af því að starfa á Íslandi. Hljómsveitin hóf tónleikaferð sína í Ástr- alíu og mun ljúka henni vestanhafs. Þá taka tónlistarhátíðir víða um heim við. Blaðamað- ur The Sun hefur eftir Nönnu að það sé afar dýrt að fljúga til og frá Íslandi og auk þess sé tónlistarfólki þar sjaldan borgað heldur oftar en ekki gengið að því vísu að það gefi vinnu sína. Erfitt að vera á Íslandi Of Monsters and Men er í viðtali við skosku útgáfu dagblaðsins The Sun. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.