Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 45
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
álpuðust einnig, umbeðnir að vísu, um borð í fúið rek-
aldið.
Þetta var mikið áfall fyrir venjulega trygga og trúa
sjálfstæðismenn, sem voru byrjaðir að taka trú á hin-
um unga formanni, vegna margra ótvíræðra kosta
hans. Öflugur forystumaður úr borginni, Hanna
Birna Kristjánsdóttir, ákvað að gefa kost á sér til for-
mennsku í flokknum. Kannanir sýndu að almennir
kjósendur, líka Sjálfstæðisflokksins, virtust vilja
skipta um formann þegar þarna var komið. Lands-
fundur var annarrar skoðunar þegar talið var upp úr
kössum hans, þótt munurinn væri ekki mjög mikill.
Sennileg réð mestu um þá niðurstöðu að Hanna Birna
hafði ekki, svo eftir væri tekið, tekið eindregna af-
stöðu í þeim afdrifaríku málum sem vakið höfðu upp
vantraust á formanninum.
Kaflaskil
Dómur EFTA-dómstólsins sannfærði nánast alla
endanlega um að þeir sem ráðlagt höfðu formann-
inum um afstöðu til Icesave höfðu afvegaleitt hann í
málinu og hann skaðað sig á því að hlíta slíkum ráð-
um.
Allir formenn Sjálfstæðisflokksins, einnig hinir vel-
metnu látnu formenn hans, hafa gert mistök í sinni
formannstíð, enda hlýtur það að vera hluti lögmál-
anna. Þeir formenn sem best duga sýna að þeir læra
af slíkum mistökum. Og þá er það sennilega einnig
hluti af lögmálunum að geri menn það verði þeir betri
formenn á eftir. Hanna Birna Kristjánsdóttir ákvað
að bjóða sig ekki fram aftur gegn formanninum, þótt
hann lægi vel við höggi á núverandi fundi, svo
skömmu eftir úrslit EFTA-dómsins. Það var rökrétt
hjá henni. Það hafði ekkert gerst eftir að Lands-
fundur hafði ákveðið að gefa Bjarna Benediktssyni
annað tækifæri.
Varaformannssætið „losnaði“ þegar Ólöf Nordal
ákvað að hverfa frá því vegna breyttra persónulegra
aðstæðna. Hanna Birna ákvað þá að gefa kost á sér til
varformanns, til starfa við hlið Bjarna Benedikts-
sonar, og mun vafalítið fá góða kosningu. Þótt margt
hafi verið skrafað, svo sem vonlegt er, má gera ráð
fyrir því að Bjarni fái einnig afgerandi kosningu í for-
mannskjöri. Landsfundur mun vilja að forystan geti
gengið brött til átaka við pólitíska andstæðinga, full-
viss um að sjálfstæðismenn fylki sér um hana, sjálf-
stæðisstefnuna og brýnustu baráttumál okkar tíðar í
kosningunum í vor.
Og enn er það spuninn
Í Speglinum, sérstökum afmörkuðum áróðursþætti,
sem fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur inni í sínum að-
alfréttatíma, var fjallað um ræðu formanns Sjálfstæð-
isflokksins. Þáttargerðarmaður, sem svo sannarlega
hefur iðulega sýnt að hann er einfær um að leggja illt
til forystumanna þess flokks, fékk óvænta aðstoð við
það frá sérvöldum manni úr hópi landsfundarfulltrúa.
Álit hans var algjörlega á skjön við viðbrögð yf-
irgnæfandi meirihluta annarra landsfundarfulltrúa
við ræðu formannsins. Sá hélt því fram að Bjarni
Benediktsson hefði verið að apa eftir Framsókn-
arflokknum í ræðu sinni og dregið dám af Jóni Gnarr!
Og svo var tönnlast á því að ræðan hefði einkennst
af því að kosningar væru framundan. Það var mikil
speki. Almanakið og allir aðrir vita að kosningar eru
framundan. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefði ekki
valdið sínu hlutverki ef hann hefði ekki gefið
ákveðnar og skýrar bendingar um, hvers menn
mættu vænta af flokknum í vor. En það sem var eftir-
tektarverðast var einmitt svo ólíkt spunanum í Spegl-
inum. Bjarni Benediktsson lét það ekki eftir sér að
fara í yfirboð við aðra flokka. Hann sýndi gætni og
eðlilega varúð við þær aðstæður sem nú ríkja. Sem
betur fer og að sjálfsögðu boðaði hann að hverfa yrði
frá skattpíningarstefnu vinstristjórnarinnar. En
hann stillti sig um að gefa sver loforð í þeim efnum og
það þrátt fyrir að aðeins séu fáeinar vikur til kosn-
inga. Og slíka pólitíska hógværð sýndi hann á fleiri
sviðum, þótt boðskapurinn væri skýr. Þetta féll þorra
sjálfstæðismanna vel í geð. Þess vegna hitti formað-
urinn í mark. Þess vegna bendir margt til að þetta
verði nýtt upphaf fyrir hann og þar með fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Það er vonandi rétt mat. Því það er
svo mikið í húfi fyrir þjóðina núna.
Morgunblaðið/Kristinn