Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2013 Gíslar, klerkar og kvikmyndagerðarmenn Þín ánægja er okkar markmið Argo lendir 8. mars. Myndin sem kom Ben Affleck í flokk alvöru spennumynda- leikstjóra. Hápólitísk hasarmynd sem heldur frá fyrstu mínútu. Sjáðu Argo í Leigunni í Vodafone sjónvarpi. vodafone.is/leigan H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -0 4 9 6 Íslenska söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir, er eflaust mörgum í fersku minni en á 10. áratugnum söng hún lag sem í Bretlandi myndi kallast „one hit wonder“. Á íslensku væri hægt að útleggja þann frasa sem „eins smells undur“ en það á sannarlega við um lagið Real Good Time sem árið 1998 stökk beint í 7. sæti breska listans. Alda, sem notar fyrsta nafn sitt sem listamannsnafn, skaut þá stór- stjörnum á borð við Spice Girls ref fyrir rass. Alda kom fram í sjónvarpsþættinum Top of the Pops og vakti mikla athygli fyrir að ná svo hátt með þessa frum- raun sína. Alda er nú mætt á nýjan leik svo eftir er tekið í það minnsta kosti. Ný smáskífa með Öldu, Sunshine, er komin út og breska vefsíðan scandipop.co.uk fjallar um hana og segir frá því að „poppstjarna 10. áratugarins“ Alda hafi gefið út nýjan smell. Alda Björk Ólafsdóttir naut mikilla vinsælda í Bretlandi á sínum tíma. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson FJALLAÐ UM NÝJA SMÁSKÍFU Poppstjarnan Alda á stjá Alda eins og margir muna eftir henni árið 1998 með þetta skrautlega hár. „Ég var að fá hund, tík af tegund- inni Samoyed sem eiga að vera yndislega blíðir og söngelskir hundar. Þeim þykir hljómurinn af eigin rödd undurfagur,“ segir Þóra Sigurðardóttir, rithöfundur og sjónvarpskona, en hún fékk sér nýverið hvolpinn Trufflu. „Þar sem heimilsfaðirinn er kokkur fannst okkur alveg tilvalið að hafa tilvísun í mat og hvítar trufflur eru fínasta hráefni sem til er. Hún ber nafn með rentu og er voða fín.“ Þóra og Völli Snær, eiginmaður hennar, bjuggu á Bahamaeyjum með fimm stórum hundum og það var því viðbúið að þau fengju sér hund þegar fjölskyldan væri búin að koma sér fyrir á Íslandi. „Hunda var sárt saknað úr okk- ar lífi. Krakkarnir voru því voða glöð þegar þessi litli gleðigjafi mætti á heimilið.“ Þóra fékk hvolpinn Trufflu frá Ellý Ármanns en þær eru miklar vinkonur og var Þóra búin að fylgj- ast með Trufflu frá degi eitt í gegnum Facebook. „Hundurinn vekur alls staðar athygli og það stoppa margir til að fá að klappa henni. Hún hefur ekkert á móti þeirri athygli,“ segir Þóra. GÆLUDÝRIÐ MITT Ber nafn með rentu Þóra Sigurðardóttir með hundinn Trufflu. Hvítar trufflur eru mikið lostæti og er nafngiftin tilvísun í þær enda heimilisfaðirinn einn fremsti kokkur landsins. Morgunblaðið/Styrmir Kári ÞRÍFARAR VIKUNNAR Þótt þáttastjórnandinn Jay Leno sé talsvert eldri og þreknari en hinir tveir er kjálkinn viðlíka veglegur. Kristján Franklín Magnús leikari er einnig auðþekkjanlegur á sterkum kjálkalínum.. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks er með granítkjálka að boxara sið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.